Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 6
6 11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR IMG Gallup: Stendur við könnunina SKOÐANAKÖNNUN Forsvarsmenn IMG Gallup höfnuðu í gær ávirð- ingum þriggja ráðherra um skoð- anakönnun sem fyrirtækið fram- kvæmdi um stuðning við hernað- araðgerðir í Írak. Eftir fundinn sendu forsvars- menn fyrirtækisins frá sér til- kynningu þar sem segir að könn- unin hafi verið gerð að frum- kvæði IMG Gallup og hún hafi birst í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegs fréttabréfs fyrir- tækisins. „IMG Gallup stendur að öllu leyti við það sem þar birtist. Af gefnu tilefni skal tekið fram að óheimilt er að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallup í auglýsingum án sérstakrar heim- ildar, eins og þar er skýrt tekið fram.“ Halldór Ásgrímsson forsæt- isráðherra hefur sagt spurning- una sem borin var upp villandi. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra sagði í viðtali við Stöð 2 á laugardag að spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Þá hefur Björn Bjarnason undrast á heimasíðu sinni þá ákvörðun Gallups að spyrja spurningarinnar og að óljóst sé um hvaða lista sé verið að spyrja. - ss Sigur Abbas í höfn en erfitt starf framundan Mahmoud Abbas vann yfirburðasigur í palestínsku forsetakosningunum. Nú liggur fyrir honum að semja frið við Ísraela og fá palestínska vígamenn til að láta af ofbeldi gegn Ísraelum. Kjöri hans var fagnað innanlands og utan. PALESTÍNA, AP „Ég helga þennan sigur sál Jassers Arafat, þjóð okkar og píslarvættum,“ sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi PLO, þegar hann fagnaði sigri í palest- ínsku forsetakosningunum. Kosn- ingu hans var vel tekið og liggur nú fyrir honum að hefja friðarvið- ræður við Ísraela og fá palest- ínska vígamenn til að láta af ofbeldisverkum. Abbas sigraði með miklum yfirburðum líkt og skoðanakann- anir höfðu gefið til kynna. Hann fékk þrefalt fleiri atkvæði en næsti maður, Mustafa Barghouti, sem sjálfur fékk margfalt meira fylgi en hinir frambjóðendurnir fimm. Sigri hans var fagnað á göt- um palestínskra borga í fyrrinótt. Hleypt var af byssum upp í loftið, bílflautur þeyttar og fólk dansaði og söng á götum úti merkt litum Fatah-hreyfingar Abbas. Ekki liggur fyrir hversu mikil kjörsókn var þar sem nokkur vafi lék á því hversu margir væru kosningabærir. Hamas-samtökin kvörtuðu undan framkvæmd kosninganna, einkum því að kjör- staðir voru opnir tveimur tímum lengur en upphaflega stóð til. Erlendir þjóðarleiðtogar fögn- uðu kjöri Abbas og binda vonir við að það verði til þess að koma megi á friði milli Ísraela og Palestínu- manna. „Ég hlakka til að bjóða hann velkominn hingað til Was- hington ef hann kýs að koma hingað,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. „Ef hann leggur sig allan fram um að berjast gegn hryðjuverkum er það nóg til að við hefjum aftur viðræður,“ sagði Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er á leið í ísraelsku ríkis- stjórnina. Hann ræddi við Abbas í síma, óskaði honum til hamingju með kjörið og sagðist reiðubúinn að gera allt í sínu valdi til að hjálpa honum. Forysta Hamas lýsti því yfir að þrátt fyrir efasemdir um fram- kvæmd kosninganna myndu sam- tökin vinna með Abbas. Helstu verkefni Abbas eru að semja við Ísraela um framtíð Palestínu og að fá herská samtök Palestínumanna til að láta af of- beldi. Markmið hans í viðræðum við Ísraela er stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum og lausn fyrir Palestínumenn sem flýðu heimili sín á landsvæðum sem nú tilheyra Ísrael. Það síðast- nefnda fer sérstaklega fyrir brjóstið á Ísraelum. ■ Bechtel: Glúmur hættur ATVINNULÍF Glúmur Baldvinson hefur látið af starfi sem forstöðu- maður almannatengsla hjá Bechtel vegna byggingar álvers í Reyðarfirði. Glúmur sagði að uppsögn hans hefði borið mjög brátt að en hon- um bauðst starf hjá undirstofnun Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Verður hann upplýs- ingafulltrúi í verkefni á vegum stofnunarinnar sem felst í að samræma flutningsleiðir til og frá hamfarasvæðunum í Asíu. Glúmur sagði upp starfi sínu í fullri sátt við Bechtel. - kk Reglugerð í smíðum: Búnaður vari við leka SJÁVARÚTVEGUR Væntanleg er reglugerð frá samgönguráðu- neytinu um búnað til að vara við leka í fiskiskipum, að því er fram kemur á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Reglugerðin á að miða að því að draga úr hættu á að fiskiskip sökkvi vegna óvænts leka, en sjó- slysum af þeim ástæðum er sagt hafa farið fjölgandi undanfarin misseri. Reglugerðin er í sam- ræmi við tillögur LÍÚ og gerir ráð fyrir að í skipum sem eru 15 metrar eða lengri verði settur upp viðvörunarbúnaður í lest og vélar- rúmi sem gerir viðvart í brú ef sjór flæðir inn í þessi rými. - óká FYLGI FRAMBJÓÐENDA Mahmoud Abbas 62,3% Mustafa Barghouti 19,8% Fimm aðrir samtals 17,9% ■ STJÓRNSÝSLA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Vegagerð: Breytingar á Hellisheiði SAMGÖNGUR Ákveðið hefur verið að hafa þrjár akreinar frá Litlu kaffistofunni að Hveradala- brekku og mislæg gatnamót við Þrengslaafleggjara á Hellisheiði, að því er sunnlenska vikublaðið Glugginn greinir frá. Fram kemur að bjóða eigi út framkvæmdirnar á næstu dögum, en haft eftir Svani Bjarnasyni, svæðisstjóra Suðursvæðis Vega- gerðarinnar að beðið sé endanlegs svars Skipulagsstofnunar varð- andi matsskyldu, auk þess sem verið sé að leggja lokahönd á út- boðsgögn. Framkvæmdir eiga að hefjast í febrúar eða mars og ljúka í októ- ber á þessu ári. - óká LÖGFRÆÐINGUR RÁÐINN Páll Þórhallsson hefur verið ráð- inn lögfræðingur á aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins samkvæmt auglýsingu sem birt var í desem- berbyrjun. Undanfarin sex ár hefur Páll starfað sem lögfræð- ingur hjá Evrópuráðinu og meðal annars starfað við stefnumótun- arvinnu á sviði opinberrar stjórn- sýslu, að því er fram kemur í til- kynningu ráðuneytisins. Ertu búinn að gefa pening í söfnun Rauða Krossins vegna hamfaranna í Asíu? ? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að nota andvirði Símans í að byggja nýtt sjúkrahús? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 50,2% 49,8% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Dómsmálaráðuneytið auglýsti til umsóknar þær fjórar milljónir króna sem ráðuneytið hefur til ráðstöfunar vegna starfa að mannréttindamálum. Tekið er fram í auglýsingunni að fénu verði úthlutað á grundvelli um- sókna, en þær verða að berast ráðuneytinu fyrir næstu mánaða- mót. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands, segir að Mann- réttindaskrifstofan hafi þegar fyrir áramót lagt inn umsókn til ráðu- neytisins þegar ljóst hafi verið að ekki væri gert ráð fyrir fjárveitingu til stofnunarinnar á fjárlögum, líkt og verið hafi fyrri ár. Upphæðin sem ráðuneytið aug- lýsir nú til umsóknar er ámóta og sú sem Mannréttindaskrifstof- unni hefur verið úthlutað á fjár- lögum síðustu ár. Ákvörðunin um að úthluta Mannréttindaskrifstof- unni ekki rekstrarfé á fjárlögum var harðlega gagnrýnd fyrir ára- mót og benti framkvæmdastjóri skrifstofunnar þá á að ámóta skrifstofur séu í nágrannalöndun- um reknar með tugi starfsmanna, meðan hér sé varla hægt að halda úti einum. - óká DAVÍÐ ODDSSON IMG Gallup hefur hafnað ávirðingum þriggja ráðherra vegna skoðunakönnunar um stuðning við hernaðaraðgerðir í Írak. GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að þegar hafi verið sótt um fé til reksturs skrifstofunnar til Dómsmála- ráðuneytisins þegar ljóst hafi verið orðið að Mannréttindaskrifstofunni var ekki út- hlutað fé á fjárlögum líkt og fyrri ár. Dómsmálaráðuneytið: Auglýsir fé til mannréttindamála FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MAHMOUD ABBAS 1935 Fæddur í Safed í Galíleu sem þá var hluti af Palestínu undir hernámi Breta en er nú hluti Ísraels. 1948 Flýr ásamt fjölskyldu sinni undan stríðinu sem braust út þegar Ísraelsríki varð til, fjölskyldan kom sér fyrir í Sýrlandi. 1964 Tekur þátt í því með Jasser Arafat að stofna Frelsissamtök Palestínu, PLO. 1980 Skipaður yfirmaður alþjóðasamskiptadeild- ar PLO. 1993 Óslóarsamkomulagið undirritað, Abbas er talinn helsti arkitekt þess. 1995 Snýr aftur til Palestínu eftir friðarsamkomu- lag Ísraela og Palestínumanna 1996 Kosinn framkvæmdastjóri framkvæmda- nefndar PLO. 2003 Valinn fyrsti forsætisráðherra Palestínu, seg- ir af sér eftir fjóra mánuði vegna deilna við Jasser Arafat. 2004 Valinn formaður PLO eftir andlát Arafats. 2005 Kjörinn forseti Palestínu. Mahmoud Abbas hóf afskipti af frelsisbaráttu Palestínumanna með því að fá Palestínu- menn í útlegð í Katar til liðs við málstaðinn síðla á sjötta áratugnum. Hann varð fljótt einn helsti fjáröflunarmaður PLO og tók að sér öryggismál snemma á áttunda áratugn- um. Undir lok áratugarins hóf hann viðræður við ísraelska vinstrimenn og friðarsinna. Abbas er kvæntur og á tvo uppkomna syni. Einn sonur hans lést í fæðingu og tók Abbas nafn hans, Abu Mazen, sem auknefni sitt. Heimildir: AP, BBC. KJÖRI ABBAS FAGNAÐ Félagar í Fatah-hreyfingunni fögnuðu sigri Mahmoud Abbas í palestínsku forsetakosning- unum. Sigur Abbas var öruggur en verkefnin sem hann stendur frammi fyrir eru erfið, líkt og hann sagði í sigurræðu sinni. ÍSAFJÖRÐUR Bæjarfulltrúi telur að bæjarsjóður verði tómur árið 2007 miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar. Ísafjörður: Vill fækka starfsfólki SVEITARSTJÓRNARMÁL Miðað við fjár- hagsáætlun meirihluta bæjar- stjórnar Ísafjarðar bendir allt til þess að bæjarsjóðurinn verði tómur árið 2007 að mati Magnúsar Reynis Guðmundssonar, bæjar- fulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Bæjarins besta greinir frá því að Magnús vilji grípa til róttækra aðgerða. Meðal annars vill hann fækka stöðugildum hjá bænum um þrjátíu á tveimur árum og bjóða út rekstur skíðasvæðisins í Tungudal. Þá leggst hann gegn því að fasteignaskattar og ýmis gjöld verði hækkuð eins og meirihlut- inn hefur lagt til. ■ HJÁLPUÐU FÓLKI Í ÓFÆRÐ Óvenjumikið snjóaði í Vest- mannaeyjum í fyrrinótt og að sögn lögreglunnar hefur ekki verið meiri snjór í Heimaey í nokkur ár. Lögreglan þurfti að aðstoða fólk við að komast til vinnu á milli klukkan sjö og átta í gærmorgun en allt gekk áfalla- laust fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.