Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 31. agúst 1975. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hafnbann á þýzku eftirlitsskipin? íslendingar eru seinþreyttir til vandræða. 1 samræmi við þann hugsunarhátt hefur islenzka Landhelgisgæzlan starfað og hún hefur þess vegna ekki beitt harkalegum aðgerðum gegn erlendum landhelgisbrjótum, en þó sýnt fulla einurð i skipt- um sinum við þá. En vitaskuld er ekki hægt að sýna endalausa þolinmæði, þegar frekja og yfir- gangur erlendra veiðiþjófa gengur úr hófi fram og islenzk fiskveiðiskip verða fyrir áreitni þeirra. Það var þess vegna nauðsynleg aðgerð af hálfu Landhelgisgæzlunnar að halastýfa vestur-þýzku togarana tvo s.l. miðvikudag. En á sama tima og Islendingar fara svo vægi- lega i sakirnar gegn vestur-þýzkum landhelgis- brjótum, sýna Vestur-Þjóðverjar óbilgirni og beita fyllstu hörku i þeirri von að geta beygt íslendinga i landhelgismálinu. Þannig hafa þeir beitt sér fyrir þvi, að Islendingar njóta ekki eðlilegra viðskipta- kjara við Efnahagsbandalagið. Auk þess hafa Vestur-Þjócverjar sett löndunarbann á islenzk fiskiskip i höfnum Vestur-Þýzkalands. Þessum aðgerðum Þjóðverja hefur ekki verið svarað sérstaklega, t.d. með sérstakri skattlagn- ingu á vörur frá Vestur-Þýzkalandi, eins og tveir af þingmönnum Eramsóknarflokksins, þeir Gunn- ar Sveinsson og Halldór Ásgrimsson, lögðu til á siðasta þingi. Þeir fluttu þá tillögu um það, að á meðan Efnahagsbandalagslöndin fullgiltu ekki tollasamninginn við Island, yrði Seðlabankanum falið að innheimta 25% innborgunargjald af vöru- innflutningi frá VesturrÞýzkalandi,sem geymt yrði á bundnum reikningi i 90 daga. Sjálfsagt er að skoða þessa tillögu betur, enda er engin ástæða til að beina viðskiptum til þjóðar, sem beitir okkur viðskiptaþvingunum, auk þess sem viðskiptajöfnuðurinn við Vestur-Þýzkaland er mjög óhagstæður. En það er ekki aðeins á þessu sviði, sem vert er að kanna aðgerðir gagnvart Vestur-Þjóðverjum. Nýlega hefur Landhelgisgæzlan staðfest þann grun, sem lengi hefur legið á, að vestur-þýzku eft irlitsskipin hér við land njósni um Islenzku varð- skípin og gefi togurunum upplýsingar um ferðir þeirra. Þessar aðgerðir eru alveg sambærilegar við það, er Bretar sendu flugvélar frá Bretlands- eyjum til þess að njósna um islenzku varðskipin. Viðbrögð rikisstjórnar Ölafs Jóhannessonar voru þá þau, að þessum vélum var bannað að lenda á Keflavikurflugvelli til þess að fyrirbýggja, að þær féngju nokkra þjónustu hér. Afleiðingin varð sú, að Bretar gáfust upp á þessu njósnaflugi sinu. Það er hins vegar látið afskiptalaust, að þýzku eftirlitsskipin, njósnaskip vestur-þýzka togara- flotans hér við land, fái vatn og vistir i islenzkum höfnum. Það verður að teljast mjög óeðlilegt, að íslendingar geri Vestur-Þjóðverjum með þessum hætti kleift að halda njósnaflota sinum úti til hjálp- ar veiðiþjófum, er fara rænandi og ruplandi um is- lenzka fiskveiðilögsögu. Ekki virðist þvi óeðlilegt, að sett verði hafnbann á þýzku eftirlitsskipin. —a.þ. ERLENT YFIRLIT Kenyatta býr vel að fjölskyldu sinni Kona hans er ríkasti einstaklingur í Kenya FRAFALL Haile Selassie, fyrrum keisara Eþiópiu, minnir á, að þjóðhöfðingjar Afriku eru ekki fastir i sessin- um, þvi að fyrir skömmu þótti ekki annað trúlegt en hann myndi sitja i valdastóli til æviloka. En á skammri stundu skipast veður i lofti, — hann var hrakinn frá völdum og helztu ráðherrar i stjórn hans og aðrir valdamenn teknir af lifi án dóms og laga, sakaðir um stórfellda spillingu. Þetta hefur haft sin áhrif annars staðar i Afriku og mun nú eng- inn þjóðhöfðingi þar þykjast öruggur um sig lengur. Þetta gildir ekki sizt um þann þeirra, sem þó hefur verið tal- inn einna traustastur i sessi, þvi að hann hefur verið dáður sem þjóðhetja siðan riki hans öðlaðist sjálfstæði. Hér er átt við Jomo Kenyatta, forseta Kenya. Hann hefur verið for- seti landsins siðan það öðlaðist sjálfstæði i desember 1963. Hann hafði verið leiðtogi Kenyumanna i sjálfstæðis- baráttunni og orðið þjóðhetja ekki siztvegna þess, að Bretar höfðu hann lengi i haldi. Keny- atta hugðist eins og fleiri leið- togar Afrfkumanna koma á lýðræðisstjórn i landi sinu eftir brezkri fyrirmynd. Þetta virtist ætla að ganga vel i fyrstu, en nú orðið er lýðræði tæpast til I Kenya, nema að nafni til. Það er Kenyatta og vildarmenn hans,: sem öllu ráða, og beita til þess marg- vlslegum brögðum. Að sama skapi hefur .jivers konar spill- ing aukizt i stjórnkerfinu og koma ýms ættmenn Kenyatta þar ekki minnst við sögu. Eftir þvi, sem Kenyatta eldist virð- ist hann láta ættmennum sin- um og skylduliði eftir meiri völd. Þetta fólk notar sér svo aðstööuna til að safna sem mestum auði og koma honum undan, enda ekki vist, að Kenyatta eigi lengi eftir að fara með völd, þótt engin bylt- ing verði gerð gegn honum. Hann er orðinn 83 ára og eng- an veginn talinn heilsuhraust- ur. HJÓNABANDSSAGA Keny- atta gefur nokkurt yfirlit um það, ; hvernig venzlalið hans hefur tryggt aðstööu sina. Kenyatta er fjórgiftur. Hann giftist 1919 Grace Vahu, sem hafði sótt sama trúboðsskóla og hann. Hún er nú látin. Þau áttu tvö börn, Peter Muigai, sem er nú 54 ára, og Margaret, sem er 47 ára. Peter virtist lengi yel lítið metorðagjarn og hafði sig lftt i frammi, unz hann var kjörinn þingmaður á siðastl. ári og eignaðist jafn- framt hluti i ýmsum helztu auðfélögum landsins. Mama Ngina Margaret hefur hins vegar verið athafnameiri frá upp- hafi og sögusagnir herma, að Kenyatta treysti henni bezt allra skyldmenna sinna. Hún hefur verið borgarstjóri i Nai- ropi siðan 1970 og þótt sina skörungsskap i þvi starfi. Það hefur þó vakið öllu meiri athygli i seinhi tið, að hún hefur komið við sögu ýmissa auðfélaga, sem hafa öðlazt ýms forrétt- indi. Einkum hefur hún komiö við sögu filabeinsverzlunar- innar, sem hefur verið mjög arðvænleg verzlunargrein i Kenya. önnur eiginkona Kenyatta var Grace Edna Clarke, sem hann bjó með, þegar hann dvaldi I London á árunum fyrir siðari heímsstyrjöldina. Þau eignuðust einn son, Peter Magana, sem aldrei hefur komið við sögu i Kenyá. Hann er starfsmaður hjá brezka út- varpinu. Eftir að Kenyatta kom heim að lokinni dvöl sinni I Bretlandi, giftist hann i þriðia sinn, en Sú kona lézt af Kenyatta barnsburði. Barnið, sem var stúlka lifði og hlaut nafnið Jane. Hún er gift flugmanni, Udi Gecaga, sem hefur hlotið sæti I stjórn ýmissa auðfélaga og er talinn einn með rikustu mönnum I Kenya. Fjórðakona Kenyatta og sú, sem hann býr með nú, Mama Ngina, er langsamlega sögu- frægust af konum hans. Hún var kornung, þegar hún giftist honum. Hún hefur reynzt mikil fjáraflakona og er nú yfirleitt talin rikasti einstakl- ingur I Kenya. Talið er að hún hafi mikil áhrif á Kenyatta og þó einkum i seinni tlð. Meðal landsmanna er hún mjög óvinsæl, og henni kennt um margt eða flest sem miður fer. Ei, það breytir ekki gerðum hennar, heldur gerist hún meðeigandi fleiri og fleiri auðfélaga. Þeim fyrirtækjum, sem hún er riðin við, virðist auðyelt að fá alls konar und- anþágur og forréttindi hjá rik- isstjórninni. KENYATTA býr hins vegar éngan.veginn vel að konu sinni og börnum einum saman. Flest nákomin skyldmenni hans njóta einnig margvis- legra forréttinda. Sérstaklega héfur þó ein bróðurdóttur hans, Beth Mugo, þótt njóta sérstakrar náðar frænda sins. Svo mjög hefur Kenyatta hlynnt að frændmennum sin- um, að farið er að tala um konungsættina i Kenya. Stjómarhættir i Kenya minna þvi orðið meira á gamalt kon- ungsdæmi i Evrópu en lýðræð- isstjórn þá, sem þar hefur komið til sögu á siðari manns- öldrum. Vist er lika það, að óánægja með stjórn Kenyatta fer mjög vaxandi og þvi má mikið vera, ef herinn þar lætur ekki brátt til sin taka,likt og orðið hefur vibast annars staðar i Afriku — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.