Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 21. mars 1979. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuði. Blaöaprent Góður grundvöllur Erlent yfirlit Nýr forsetí kominn tíl valda í Brasillu Efnahagsmálin geta orðið honum erfið Umræður undan farinna daga hafa staðfest enn einu sinni það mat að almenningur telur mestu skipta i stjórnmálunum að unninn verði bugur á verðbólgunni. I nýlegri ályktun frá Alþýðusam- bandi Austurlands er það beinlinis tekið fram að launþegar vilji fremur taka á sig nokkra tima- bundna kjaraskerðinu en standa frammi fyrir stjórnarslitum og mánaðalöngu þófi um stefnuna i ef nahagsmálunum. Það er satt að segja undarlegt að stjórnmála- menn sem vilja kenna sig við alþýðuna skuli ekki hafa tekið eftir þvi að launþegar kæra sig ekkert um æ fleiri og verðminni krónur i kaup. Krónutölu- stefna sú sem undan farna daga hefur aftur skotið upp kollinum nýtur litils fylgis, vegna þess að allur almenningur veit sem er að krónutölustefnan er ekkert annað en dulbúningur áframhaldandi verð- bólgustefnu. Á sama hátt gerir almenningur sér grein fyrir þvi að árangri verður ekki náð nema verðbótakerfi visitölunnar verði breytt á þann veg að hinar stjórnlausu vixlhækkanir hverfi. Þeir sem lifa af launum vita fullvel hve þessar hækkanir eru marklausar, og þeir vilja frekar taka á sig nokkra timabundna skerðingu en að sjá skollaleikinn halda óheftan áfram. Þegar forystumenn Alþýðubandalagsins gripu til þess óyndisúrræðis i innbyrðis valdaátökum sinum að hóta stjórnarslitum, rákust þeir á vegg andstöðu meðal stuðningsmanna sinna. I umræð- um þeim á Alþingi sem útvarpað var i fyrra dag mátti ljóslega heyra það á málsvara Alþýðu- bandalagsins að forysta flokksins vill taka stóru orðin aftur. í raun og veru var ræða Ragnars Arn- alds opinber afsökunarbeiðni og ákall til forsætis- ráðherra að leysa Alþýðubandalagið undan þeim álögum sem það sjálft hafði kallað yfir sig. Á undan förnum vikum hefur það sést að and- staðan gegn gerbreyttri efnahagsstefnu er furðu- lega sterk innan Alþýðubandalagsins. Þessi fylgi- spekt við kerfi verðbólgunnar eiga Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðubandalagið sameiginlega, enda ýmsir i báðum flokkunum sem sjá vænlegá samstarfsaðiija hvor hjá öðrum. Mikilvægi þess sem nú hefur gerst er einkum það að forysta Alþýðubandalagsins hefur verið knúin til þess að endurskoða afstöðu sina. Enda þótt i forystunni gæti sjónarmiða þeirra sem láta sig litlu skipta undirstöður þjóðskipulagsins sem hér er við lýði, þá fer þvi fjarri að almennir stuðn- ingsmenn þeirra kæri sig allir um niðurrifsstefnu. Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn hafa lýst yfir þvi að þeir séu reiðubúnir til viðræðna og samkomulags um efnahagsmálafrumvarpið á Al- þingi. Ef marka má undirtektir launþegasamtaka og almennings, og siðan opinber ummæli mál- svara Alþýðubandalagsins á Alþingi hlýtur að vera góður grundvöllur til samkomulags. Það er alveg ljóst að almenningur vill ger- breytta efnahagsstefnu sem marki veginn út úr verðbólgunni. Almenningur hefur hafnað krónu- tölustefnunni og er reiðubúinn að taka á sig byrðar þær sem óhjákvæmilegar reynast. Og almenning- ur æskir þess allra sist að hér verði mánaðalangt stjórnleysisþóf. Það er vissulega ánægjulegt að forysta Alþýðu- bandalagsins virðist hafa áttað sig á þessu. JS HINN 15. þ.m. tóknýr maður, Joao Baptista Figueiredo, viö forsetaembættinu i Brasillu. Hann er fimmti hershöfðinginn, sém veröur forseti siöan 1964, þegar hershöfðingjarnir gerðu byltinguogtókustjórn landsins i hendur sinar. Það var ákvörð- un þeirra, sem fylgt hefur veriö af fullri nákvæmni, að meöan herinn færi með völdin, skyldi enginn vera forseti lengur en eitt kjörtimabil, og til þess aö komast hjá deilum skyldi frá- farandi forseti tilnefna eftir- mann sinn. Að nafninu til a.m Jt. skyldi endanlegt val forsetans vera hjá þjóðinni, og skyldi þvi framfylgtmeðþeim hætti.að for- setaefnin byöu fram kjörmenn, sem siöar kysu forsetann. Vali kjörmanna hefur verið þannig háttað, aö flokkur hershöfðingj- anna hefur verið öruggur um að fá meirihluta þeirra. Samt er haldið uppi umsvifamikilli kosningabaráttu, sem m.a. er fólgin I þvi, að forsetaefni hers- höfðingjanna ferðast fram og afturum landið og heldur kosn- ingafundi og kynnir sig á annan hátt. Þannig hefur Figueiredo veriö nær stöðugt á ferðinni siðan Geisel forseti tilnefndi hann forsetaefni sitt fyrir fimmtán mánuðum. ÞAÐ kom fréttaskýrendum yfirleitt nokkuð á óvart, þegar Geisel tilkynnti, að hann vildi fá Figueiredo sem eftirmann sinn. Margir höföu þótt lfldegri. Figueiredo hafði litið látið á sér bera og þaö reyndar svo mjög, að hann gekk undir nafninu „þögli ráðherrann”. Þá sjaldan, sem hann lét til sin heyra, þótti það ekki heldur bera merki um, að hann kynni aö haga oröum sinum nógu hyggilega. Þannig er haft eftir honum, þegar Geis- el hafði tilnefnt hann sem eftir- mann sinn: Ég tek við þessu starfi vegna þess, að mér er skipað að gera það, en ég tel mig engan veginn hæfasta manninn til að takast það á hendur. Figueiredo tókst ekki betur, þegar hann var gagnrýndur fyrir að vera mikill hestamaður ogeyðameiraaffritimaslnum i návistvið hesta en menn. Hann svaraði aö bragði: Mér finnst lyktin betri af hestum en mönnum. Þó þótti ýmsum samherjum hans honum takast einna verst, þegar hann fór að gagnrýna Joao Baptista Figueiredo vestrænt lýðræöi, en hershöfö- ingjarnir hafa frá upphafi lofað þvi, að endurreisa lýöræðis- stjórn að nýju, þegar þeir teldu tima kominn til þess. Figueiredo sagðist samt ætla að vinna að þvi, að staðið yrði viö þessi loforð hersins. Siðan fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Boltaleikurinn er að byrja. Ef stjórnmálamennirnir leika vel, er allt i lagi. Leiki þeir hins vegar illa, sting ég bolt- anum undir handlegginn og labba burtu. Vegna þess, að sitthvaö þótti við framgöngu Figueiredo að athuga eftir aö hann hóf kosn- ingavinnu sina, var sérstakt auglýsingafyrirtæki fengið til að kenna honum,hvernig hann ætti aö koma fram. Honum var kennt að haga orðalagi sinu nokkuð öðru visi en áöur, en jafnframt fékk hann fyrirmæli um að reyna þó að halda sérein- kennum sínum, og láta óbreytt- ar meiningar sinar flakka, þótt þær væru umdeilanlegar. Fólk kynni þvi vel, að stjórnmála- menn væru ekki alltaf á varð- bergi, heldur virtust hæfilega opinskáir. Figueiredo forseti er 61 árs aö aldri. Faðir hans var liðsforingi og fylgdi hann honum á þeirri braut. Þegar hershöfðingjamir gerðu stjórnarbyltingu 1964, var hann skipaður yfirmaður leyni- þjónustunnar i RIo de Janeiro, en siðar varö hann yfirmaður herlögreglunnar i Sao Paulo, stærstu borg landsins. Hann gegndi fleiri trúnaðarstörfum á vegum hersins áður en Geisel skipaði hann yfirmann allrar leyniþjónustu rikisins fyrir fimm árum. Geisel mun hafa fallið vel að vinna meö honum og tók hann þvi fram yfir alla aöra hershöfðingja, þegar hann valdi eftirmann sinn. 1 RÆÐU þeirri, sem Figuei- redo hélt, þegar hann tók við forsetaembættinu, lýsti hann yfir þvi, að stjórn hans myndi vinna að þvi að koma á lýð- ræðisskipulagi og halda þannig áfram þvi starfi, sem Geisel hafði lagt grundvöll að. 1 for- setatið Geisels hefur það gerzt, að ritskoðun á blöðum hefur veriö afnumin, samtök verka- fólks hafa fengið verkfallsrétt að nýju og pólitiskum fangels- unum hætt. Þá var það eitt siðasta verk Geiselssem forseta að fella úr gildi reglugerð, sem veitti forsetanum rétt til aö skerða bæði valdsviö þingsins og dómstólanna, en Geisel hafði beitt þessu valdi á fyrstu stjórnarárum sinum. 1 valdatið hershöfðingjanna, eða siöan 1964, hafa orðið miklar framfarir i verklegum efnum i Brasiliu og vöxtur þjóða rfram leiöslu mikill. Figueiredo fær þó mikla erfið- leikatil að glima við. Verðbólg- an var 41% á síðasta ári og bætir það ekki úr skák að flytja þarf inn um 80% oliunnar, sem er notuð i landinu. Erlendar skuld- ir eru miklar, og landbúnaður- inn hefur orðiö fyrir miklum áföllum af náttúruvöldum siö- ustu misserin. Þó á þaö senni- lega eftir að valda Figueiredo mestum erfiðleikum, að tekju- skiptingin hefur óviöa verið ranglátari i heiminum á siðari árum en Brasiliu. Þaö getur átt eftir að hefna sin. Þ.Þ. Figueiredo forseti ræðir viö blaðamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.