Tíminn - 26.04.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.04.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 26. april 1977 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7. slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — augiýsingaslmi 19523. Veröllausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjaid kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Svar Erlends Einarssonar Erlendur Einarsson forstjóri Sambands isl. samvinnufélaga hefur nýlega svarað fyrirspurn, sem Mbl. beindi til hans i tilefni af þingsályktun- artillögu Eyjólfs K. Jónssonar um afurðalánamál landbúnaðarins. í upphafi svarsins vekur Er- lendur Einarsson athygli á, að hér sé raunveru- lega um tvö mál að ræða. Annars vegar séu af- urðalánin, sem veitt eru út á birgðir búvara og greiðast upp eftir þvi, sem vörurnar seljist, og hins vegar svonefnd rekstrarlán út á sauðfjáraf- urðir, enlita má á þau sem fyrirframgreiðslu upp i afurðir, sem til falla i sláturtið, en rekstrarlánin greiðast upp með afurðalánunum. Til að skýra nánara, hvernig svonefnd rekstrarlán verða til, nefnir Erlendur Einarsson eftirfarandi dæmi: „Bóndi, sem kaupir áburð á tún sitt nú i vor, heyjar túnið i sumar og gefur búfénu heyið ásamt kjarnfóðri veturinn 1977/1978. 1 maí 1978 fæðast lömbin fyrst, en afurðir þeirra eiga að greiða all- an rekstrarkostnaðinn við sauðf járbúskapinn og þá koma aftur áburðarkaup og heyöflun til næsta vetrar. í sept./okt. ’78 er dilkunum slátrað og verið er að selja afurðirnar til hausts 1979. Þann- ig liða nær tvö ár frá þvi byrjað er að eyða veru- legu fjármagni i rekstrarkostnað, sem er marg- þættur, þar til afurðaverðið skilar sér endan- lega.” Þessi rekstrarlánaþörf verður aðallega til á timabilinu frá 1. janúar til 31. ágúst, en á þessum tima jukust t.d. skuldir viðskiptamanna sam- bandskaupfélaganna um4.100 millj. á siðastl. ári. Þessi skuld lækkar svo, þegar haustafurðalánin koma til skila og staðan verður oft jákvæð um áramót. í framhaldi af þessu farast Erlendi Einarssyni svo orð um umrædda tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar: „Þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar gerir ráð fyrir þvi, að bændur taki sjálfir rekstrarlánin og þá væntanlega gert ráð fyrir þvi, að þau verði tekin úr bankakerfinu og nægi til þess að brúa bilið frá marz til nóvemberloka. Er þá væntanlega gert ráð fyrir þvi að bændur stað- greiði rekstrarkostnað búa sinna. Frá sjónarhóli samvinnuhreyfingarinnar yrði það mjög hagstætt ef bændum yrði, með fyrir- greiðslu úr bankakerfinu, gert kleift að stað- greiða kostnaðinn við búreksturinn. Slikt myndi leysa stóran fjárhagsvanda samvinnufélaganna og losa þau við þá klemmu, sem þau hafa lent i vegna rekstrarlána til bænda. En þessi mál eru kannski ekki svo einföld i framkvæmd. Fyrsta spumingin verður sú, hvort bankakerfið sé reiðubúið að taka að sér að leysa rekstrarlánin, sem myndi þýða margföldun lán- anna frá þvi sem nú er. önnur spurning er trygg- ing til viðskiptabankanna. Þriðja spurningin er stóraukinn kostnaður fyrir bændur vegna breytts fyrirkomulags. Lánafyrirgreiðsla kaupfélaganna til bænda hefur verið ódýr, að henni hefur verið timasparnaður fyrir bændur, þeir hafa verið i flestum tilfellum leystir undan þvi að sitja i bið- stofum til lánsútvegunar og þeir hafa ekki þurft að greiða neinn lántökukostnað eða provision. Fjórða spumingin hlýtur þó að vega mest. Vilja bændur sjálfir gera á þessu breytingu, treysta á að bankakerfið leysi rekstrarlánin en kaupfélögin hætti að lána út á haustinnlegg? ” !!:!!(11 n ÞAÐ ER viöar en i kommúnistalöndunum, sem málflutningi Carters Banda- rikjaforseta um mannréttindi er misjafnlega tekiö. Þaö gild- ir m.a. um flest lönd Suöur- Ameriku, en lýöræöislega kjörnar stjórnir eru ekki nema i tveimur þeirra, Columbia og Venezuela. Stjórnir hershöfö- ingja, sem hafa hrifsaö völdin i hendur sinar, ráöa ríkjum i hinum löndunum öllum og beita meira og minna einræöi. I sumum þeirra eru þíng aö nafni til, en valdi þeirra settar mjög þröngar skoröur. Þannig er þaö t.d. I Brasillu, sem er langstærst og áhrifa- mest þessara rlkja. 1 öörum rikir algert einræöi, eins og i Chile. Sérstaka athygli hefur þaö vakiö, aö nokkru eftir aö Carter hóf sem forseti aö flytja mannréttindaboöskap sinn, gaf forseti Brasiliu, Ernesto Geisel, út úrskurö, þar sem völd þingsins voru verulega skert. Ýmsir frétta- skýrendur hafa taliö þetta óbeint svar viö boöskap Carters og kunni önnur ríki Suöur-Ameríku aö fylgja þessu fordæmi á einn eöa ann- an veg. Þá hafa Brasilía, Uruguay og Argentína ákveö- iö aö hætta aö þiggja framlag frá Bandarikjunum til varnar- mála og ljta fréttaskýrendur einnig á þaö sem óbeint svar viö þeim ráöageröum Carters aö setja einhver skilyröi um mannréttindi fyrir slikum greiöslum. ÚRSKURÐUR Geisels um skert völd þingsins, var birtur 14. aprll slöastliöinn. Sam- kvæmt honum er kjörtimabil forseta lengt um eitt ár. Þaö er nú fimm ár, en veröur eftir- leiöis sex ár. Þá veröur kosn- ingafyrirkomulaginu breytt þannig, aö forsetinn veröur ekki aöeins kjörinn af þing- mönnum, heldur einnig full- trúum frá fylkjunum. Þetta er . taliö tryggja þaö, aö hershöfö- ingjarnir geti ráöiö þvl, þegar næsta forsetakjör fer fram, sem á aö veröa á næsta ári, aö forsetinn veröur valinn úr hóDÍ þeirra. Meö þeirri skipan sem veriö hefur I gildi, var þaÖ tal- iö oröiö ótryggt, hvort hers- höföingjarnir gætu ráöiö for- setakjörinu. Þá veröa fylkis- stjórar eftirleiöis kosnir af kjörráöi, sem veröur skipaö þingmönnum viökomandi fylkisþings og bæjarfulltrúum I fylkinu. Þetta þýöir I reynd, aö flokkur hershöföingjanna mun fá alla fylkisstjóra kjörna I næstu kosningum, nema I Rio de Janeiro-fylkinu. Þá veröur breytt fyrirkomulagi á kosn- ingum til öldungadeildarinn- Ernesto Geisel ar, en kjósa á þriöjung hennar á næsta ári. Þessi breyting mun tryggja þaö, aö stjórnar- flokknum veröur tryggöur þar öruggur meirihluti áfram. Slöast, en ekki sizt, var sú breyting gerö meö áöurnefnd- um forsetaúrskuröi, aö ein- faldur þingmeirihluti getur nú breytt stjórnarskránni, en áö- ur þurfti til þess tvo þriöju hluta atkvæöa. Eins og áöur segir, telja fréttaskýrendur, aö mannrétt- indayfirlýsingar Carters hafi átt þátt I þvl aö stjórn Brasillu ákvaö framangreindar breyt- ingar, sem munu tryggja á- framhaldandi yfirráö hers- höföingjanna. Annaö mun þó einnig hafa átt sinn þátt I þessu. Slöastl. haust fóru fram bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar og lagöi Geisel for- seti kapp á, aö stjórnarflokk- urinn, sem kallar sig Viöreisn- arbandalagiö (ARENA) færi meö glæsilegan sigur af hólmi. I þeim tilgangi feröaöist hann þvert og endilangt um landiö ,og hélt marga kjósendafundi. Flokkurinn bar lika vlöast sig- ur af hólmi, en miklu minni en búizt haföi veriö viö. Þannig fékk bandalag stjórnarand- stæöinga, Lýöræöishreyfing- in (MDB) meirihluta atkvæöa I fimm stærstu borgunum. Þaö spáöi ekki góöu fyrir hershöfö- ingjastjórninni I framtíöinni. HERSHÖFÐINGJARNIR gripu völdin 1964 eftir aö lýö- ræöisleg stjórn haföi haldizt i Brasiliu um skeiö, en gengiö illa siöustu misserin. Þeir létu þingiö halda áfram mjög tak- mörkuöu valdi, en geröu for- setann nær einráöan. Slöan hafa þeir skipzt á um aö fara meö völdin á þann hátt, aö enginn má vera forseti nema i eitt kjörtimabil, sem er fimm ár. Núverandi forseti var kjörinn 1973, en tók viö völdum 1974. Næsta forsetakjör fer þvl fram 1978, og tekur hinn nýi forseti viö i ársbyrjun 1979. Kjörtimabil hans veröur sex ár, eins og áöur segir. Margir spáöu þvl, þegar Geisel kom til valda fyrir þremur árum, aö stjórn hans yröi á ýmsan hátt frjálslyndari en fyrir- rennara hans, og sú þótti lika reyndin fyrstu stjórnarár hans. Þannig fengu blööin talsvert meira frjálsræöi en áöur. Stjórnarandstaöan varö þó aö sætta sig viö margvis- legt ófrelsi áfram, t.d. hefur hún hvorki aögang aö hljóö- varpi eöa sjónvarpi, sem stjórnin notar á margvislegan hátt. Réttur verkalýössam- takanna er einnig mjög tak- markaöur, t.d. hafa þau ekki verkfallsrétt. Pólitlskar fang- elsanir eru ekki ótlöar. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnarhættir veriö öllu frjálslegri i Brasillu en I öörum rlkjum Suöur- Amerlku, þar sem hershöfö- ingjar stjórna. Hætt er viö, ef einræöi færist þar I aukana, aö þaö hafi áhrif til hins verra I öörum rikjum Suöur-Ame- riku. Geisel forseti, sem er 68 ára gamall, er þýzkur aö ættum. Foreldrar hans voru fæddir i Þýzkalandi. Hann er starf- samur og stjórnsamur, en haföi lltt látiö stjórnmál taka til sin áöur en hann varö for- seti. Hann er mótmælendatrú- ar, en flestir Brasiliumenn eru katólskir. Hann er sagöur mjög spartverskur I lifnaöar- háttum og eiga fáar tómstund- ir, en þá hlustar hann helzt á klassiska tónlist. Hann er sagöur trúa á framtiö Brasillu sem veröandi stórveldi, og þvl vilja sýna, aö Brasilía geti fariö sinu fram, hvaö sem Bandarlkin segja. Þ.Þ. Margir leiötogar kirkjunnar eru andstæöingar hershöföingjastjórn- arinnar I Brasiliu. Hér sést frægur kirkjuleiötogi, Helder Camara, halda ræöu á mótmælendafundi. ERLENT YFIRLIT Greisel fer ekki að ráðum Carters Hershöfðingjarnir herða tökin í Brasilíu Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.