Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. ágúst 1979. 5 ,,Hún er hægri hönd min og fullkomiö framhald af mér.” ROSALYNN Sterki maðurinn í Hvíta húsinu Þegar til alvörunnar kemur, spyr 39. forseti Banda- ríkjanna Rósu sina ráöa, segir nýlega í þýska vikuritinu Stern. Hann spyr Rose ráða áður en hann skrifar i/indir samninga, tekur á móti fólki, beitir sér fyrir nýjum mál- efnum. Rose er sterki maðurinn í Hvíta húsinu. Rósa þessi er Rosalynn („Rose") Carter. Rose hefur orðið þvi voldugri, þvi meir sem hallað hefur undan fæti hjá Jimmy Carter siðustu mánuði. Forsetinn, þjakaður af kreppuástandi i innanrikis og ut- anrikismálum, tekur varla nokkra ákvörðun án þess að hafa spurt konu sina ráða. Vikuritið „Time” kallaði hana „næstvoldugasta þegn Banda- rikjanna”. Og „Washington Post”, likti henni við þá þjóð- frægu Eleanor Roosevelt, sem rikti af skörungsskap i Hvita hús- inu i forsetatið manns sins fyrir og i siöari heimsstyrjöldinni. Sú mikla gagnrýni, sem stjórn hans hefur hlotið, hefur vakið sárar efasemdir með Carter. Tannkremsbrosið hefur vikið fyr- ir taugaósstyrk, sem kemur fram i órólegu augnatilliti, sem hvarfl- ar stöðugt þegar hann talar i leit að samþykki. Aðeins 30 af hundraði Banda- rikjamanna höfðu fyrir skemmstu trú á að forsetinn stæöi vel i stöðu sinni. Orkustefnan, sem.mistókst, vaxandi verðbólga, fjölmörg vandræði i utanrikis- stjórnmálum — allt verður þetta honum til áfellis, jafnvel innan hans eigin flokks. Almenningur og lika áhrifamenn eins og Ed- ward Kennedy — sem leynir ekki áhuga sinum á forsetaembættinu — grafa undan völdum forsetans hafa þegar á miðju embættis- timabilinu vakið efasemdir með Jimmy, sem er stálheiðarlegur, um hvort hann sé raunverulega starfi sinu vaxinn. James Reston, einn fróðasti blaðamaðurinn i Washington, hefur þegar tekið eftir starfsþreytu hjá forsetan- um: „Nánustu ráðgjafar hans tala sumir hverjir hreinskilnis- lega um að Jimmy muni ekki fara i framboð ef þjóð og þing styðji hann ekki.” Margir samstarfsmenn forset- ans i Hvita húsinu, sem eitt sinn voru hrifnir af Carter, hafa nú hægt um sig — t.d. ræðuhöfundur hans James Fallows og færustu mennirnir i öryggisráði þvi sem Brzezinski, ráðgjafi Carters i ut- anrikismálum, veitir forystu. Carter sem fyrrum vann 18 stundir á sólarhring og lét sig auk þess skipta mál eins og skipan tennisvallanna við Hvita húsið, yfirgefur'nú skrifborð sitt kl. 5 eins og flestir embættismenn i Washington, horfir á kvikmyndir á kvöldin og eyðir helgunum i að veiða en ekki eins og áður i að fara yfir skjöl. „Rose — hvað finnst þér?” Þetta bænaróp skrifar Jimmy nú æ oftar meö grænum tússpenna á bréf og rikisskjöl. Eiginkona for- setans hefur nú meiri áhrif á bandarisk stjórnmál en Brzezinski, Vance utanrikisráð- herra og Jordan starfsmanna- stjóri Hvita hússins — sem auk Rosalynn eru áhrifamestu menn- irnir i Washington. Hún er fyrsta forsetafrúin, sem hefur regluleg- an vinnutima, situr iðulega ráðu- neytisfundi og hefur vitneskju um leyndarskjöl. Frú Carter skiptir sér einnig af utanrikismálum og heilbrigðismálum. Hún fór með forsetanum i heimsókn á hættu- svæðið eftir kjarnorkuslysið i Harrisburg, fór fyrir hann til Suð- ur Ameriku og setti ofan i við Solshenitsýn þegar hann harmaði hve bandariskir borgarar væru ofmettir og eigingjarnir. 1 fjöl- skyldudeilum hefur hún siðasta orðið og segir Jimmy fyrir um hve langa leið hann eigi að hlaupa daglega sér til heilsubótar. Það var Rosalynn Carter sem hvatti mann sinn til að vekja upp aftur samningana i Austurlönd- um nær, með þvi að fara til Kairó og Jerúsalem. 1 þvi efni treysti hún fremur á forsjá guðs en póli- tiska útreikninga. „Þegar við komum til ísrael”, segir hún, „héldum við að frumkvæði okkar bæri engan árangur. Jimmy og ég sátum i Hóteli Daviös konungs i Jerúsalem, og ég sagði við hann: „Jimmy við verðum að gefast upp.” Hann svaraði: „Ég held að við höfum einfaldlega ekki nægi- legt traust á guði”. Og þá stakk ég upp á þvi að við bæðum enn einu sinni fyrir friði, bæðum guð að velja þá leið, sem hann teldi rétta. Við báðum siöan saman. Sama kvöldið hófust viðræöur þeirra Cy (Cyrus Vance utanrik- isræaðherra) og Mosche (Mosche Dayan utanrikisráð- herra Israels) aftur. Rosalynn vissi löngu á undan forstööumanni CIA, Turner, að til stóð að taka upp aftur stjórn- málasamband við Kina. Og Rosa- lynn taldi Jimmy á að ráða Rafs- hoon sem ráðgjafa i þvi skyni að hamla á móti sivaxandi vin- sældatapi, þótt sú veiðleitni hafi litinn árangur borið enn sem komið er. Hún sá einnig svo um að aftur var farið að heilsa forset- anum með lúðrablæstri, en Jimmy hafði sjálfur fellt þennan gamla viðhafnarsið niður. Rosalynn Carter, sem er 52 ára, hefur þolað furöu vel þá streitu, sem því fylgir aö vera forsetafrú, og rak fyrirrennara hennar Betty Ford til að leita á náðir Bakkusar. Ef til vill hefur Suðurrikjauppruninn komið sér vel. Hún er frá sama þorpi og maður hennar. Hjónaband þeirra var frá upphafi 'ósvikinn félags- skapur. „Hún er hægri hönd min”, segir forsetinn stoltur, „fullkomið framhald af sjálfum mér.” Eins og maður hennar á Rosalynn tæpast nokkra nána vini — hún leitar vináttu i hjóna- bandinu. Barbara Walters sjón- varpskona kom þvi til leiðar að Bandarikjamenn vita, að eftir 32 ára hjónaband deilir forsetinn enn rúmi með konu sinni: „Ég vil miklu heldur sofa hjá Rosalynn en einn.” Rosalynn ræður yfir 17 manna starfsliöi i Hvita húsinu og hún gætir þess vel að allt gangi fyrir sig samkvæmt ströngustu regl- um. Hún klæðist helst hefðbundn- um fjöldaframleiddum klæðnaði og á það til að verða æst yfir þvi að dagblööin gefi kynferðismál- um og slúðri um frægt fólk meira rúm en t.d. baráttu hennar fyrir umbótum I málum geðsjúkra. Henni er sama þótt hún og Jimmy þyki sveitaleg i Washington þar sem þau forðast kvöldboö og gæta fyllsta hófs þegar áfengi er haft um hönd i Hvita húsinu, þau gætu misst mannorðið heima i Plains. Rosalynn og Jimmy eru mjög samhent, slik forsetahjón hafa Bandarikjamenn ekki átt lengi — og eiga e.t.v. ekki eftir að eiga miklu lengur. Rosalynn viður- kennir aö þau hjónin tali oft um framtiðina, og um það hvort Jimmy eigi að fara i framboð 1980. „Ég færi aldrei aftur i kosn- ingaferðalag eins og það sem ég fór 1976”, sagöi hún við blaða- mann, „þá vann ég nótt og dag. Ég heimsótti þúsundir borga, stillti mér upp og sagði: Ég er frú Carter, og maðurinn minn er i framboði til forsetakjörs. Mér féll þetta vel og ég kynntist landi okkar vel, en ég gæti aidrei gert þetta aftur.” Þýtt og endursagt SJ Meðan Jimmy Carter fellur 1 áliti, aukast hróður og völd konu hans Heyyfirbreiðslur sem duga árum saman. Fást i flestum kaupfélögum. Hagstætt verð. Pokagerðin Baldur. Stokkseyri. Simi: 99-3310. ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i lagningu annars áfanga dreifikerfis á Akranesi. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40 Akra- nesi og á Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik gegn 30 þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opn- uð hjá Verkfræði- og teiknistofunni s.f. fimmtudaginn 23. ágúst kl. 15. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar. UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i 132 kw sæstreng yfir Gilsfjörð og Þorskafjörð. útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 8. ágúst 1979, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000.- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. september kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Rafmagnsveitur rikisins. Bújörð til sölu Auglýst er eftir tilboðum í jörðina Mið- sitju i Blönduhlið Skagafirði. Jörðinni fylgja veiðiréttindi. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eðahafna öllum. Frestur til 20. ág. nk. Allar upplýsingar gefur Sigríður Pálsdóttir, Hvanneyrarbraut 58, Siglufirði. Lausar stöður við Iðn- tæknistofnun íslands Framkvæmdastjóri Tæknideildar Raunvisindamenntun áskilin ásamt reynslu i stjórnun. Staða rekstrarráðgjafa Menntun á sviði rekstrarhagfræði eða við- skiptafræði áskilin ásamt reynslu i rekstr- arráðgjöf. Staða bókavarðar Staða bókavarðar við tæknibókasafn stofnunarinnar. Menntun i bókasafnsfræði tilskilin. Reynsla i bókasafnsrekstri æski- leg. Umsóknir skulu berast fyrir 15. sept. n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir forstjóri stofnunarinnar. Reykjavik 1. ágúst 1979 Iðntæknistofnun íslands 105 Skipholt 37, R., simi 81533.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.