Tíminn - 10.04.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1981, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhanns- dóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjóifsson. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Blaöa- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghiidur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-TIminn) Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrfmsson (borgarmál), Kristín Leifsdóttir, Ragn- ar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausasölu 4.00. Askriftar- gjaidá mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Óbreytt stefna Þau ár sem flokksþing Framsóknarmanna kem- ur ekki saman ályktar miðstjórn i nafni flokksins og markar honum stefnu i mikilvægustu málaflokk- um. í viðfangsefnum liðandi stundar markar mið- stjórnin stefnuna i einstökum atriðum svo sem td. efnahagsmálum og afstöðu til efnahagsaðgerða. Á gvipaðan hátt er gert ráð fyrir þvi i skipulagsregl- um Framsóknarflokksins, að miðstjórn skuli til kvödd að taka ákvörðun um aðild að stjórnarsam- starfi Þá getur miðstjórn verið ætlað að fjalla sérstak- lega i nafni flokksins um sérstaka málaflokka, og miðstjórnarfundurinn nú i aprilbyrjun fjallaði þannig rækilega um k jördæmamálið og gerði álykt- un um almenna stefnu i þeim viðræðum sem fram undan eru um það. í öðrum málaflokkum árettar miðstjórnin hins Íegar þá heildarstefnu sem flokksþing hefur mót- ð. Á það einkum við um meginstefnu Framsóknar- lanna, langmið þeirra og viðhorf til þjóðfélags og sjálfstæðis. í slikum málaflokkum hefur miðstjórn- in jafnan við að styðjast ályktanir margra flokks- þinga, svo sem eðlilegt er, og tekur mið af þeim. Þetta á t.d. við um afstöðu Framsóknarmanna til utanrikismála og öryggis og varna á íslandi. Það er og hefur verið stefna Framsóknarmanna að hér sé ekki erlendur her á friðartimum þegar ekki er talið að öryggi Norður-Altantshafssvæðisins sé i húfi. Og það er og hefur verið stefna Framsóknarmanna að viðbúnaði erlendra gæsluliða hér skuli haldið i hæfi- legu lágmarki, i samræmi við þá stefnu flokksins, að íslendingar eigi á alþjóðavettvangi að leggja á- herslu á friðarstefnu, afvopnun og vinsamlega sambúð. Meðan þó verður talið nauðsynlegt að hér dvelj- ist erlendir gæsluliðar er það og hefur verið stefna Framsóknarmanna að viðdvöl þeirra hafi ekki áhrif á islenskt þjóðlif, heldur verði þeim haldið ut- . an möguleika á þvi að hlutast til um atvinnulif eða menningu þjóðarinnar sem frekast er kostur i nú- timaþjóðfélagi. Að þessu lýtur upphaf ályktunar miðstjórnar- innar um stuðning við áform um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli, en þar segir: „Aðskilnaður hers og þjóðar, meðan erlendur her er i landinu er grundvallaratriði i stefnu Fram- sóknarmanna, og bygging nýrrar flugstöðvar er forsenda þeirrar stefnu”. Svo sem kunnugt er hafa viðsjár mjög aukist að undanförnu i alþjóðamálum, i kjölfar innrásar Sovétmanna i Afganistan og þróunarinnar i Pól- landi. Þvi miður er ekkert enn sem bendir til þess að Rússar muni taka nokkurt tillit til alþjóðlegra samþykkta, og ekki er það að skilja af ummælum fulltrúa þeirra um framvinduna i Póllandi að ráða- menn i Kreml hafi neitt lært eða neinu gleymt siðan þeir réðust á Tékka og Slóvaka. Meðan þessu fer fram er við þvi að búast að íslendingar sæti vaxandi þrýstingi um aukinn við- búnað Bandarikjamanna hér á landi. Framsóknar- menn telja slikt mjög varhugavert og fjarlægt þeirri stefnu sem fylgja ber i alþjóðamálum til þess að tryggja frið og vinsamlega sambúð allra þjóða, slökun spennu og afvopnun. 1 þessu ljósi ályktaði miðstjórn Framsóknar- manna að: ,,Við rikjandi aðstæður skal framfylgt óbreyttri stefnu i öryggismálum”. JS {{11[ n ji ipi Föstudagur 10. aprll 1981 Kjartan Jónasson: Erlent yfirJií „Walesa er irjáls- ari en Lula” — 1981 örlagaár fyrir Brasilíu Brasilia er stærsta land Suöur-Ameriku og með flesta I- búana. Landið er lika stærst á öðrum sviðum, þaö er til dæmis skuldugasta þróunarlandið i veröldinni og verðbólga er þar meiri en viðast annars staðar. Arið 1964 geröi herinn byltingu i landinu og árið 1968 hafði tekist að vinna að mestu leyti bug á þeirri veröbólgu sem fyrir var i landinu. Þjóðartekjur uxu hröð- um skrefum og tekið var aö tala um brasiliska efnahagsundrið. Þegar oliukreppan skall á árið 1974 jókst veröbólga á ný og mjög dró úr vaxtarhraðanum i efnahagslifinu, en hann var raunar aðmestu leyti byggður á erlendum fjárfestingum i land- inu. Snemma árs 1979 var Joao Baptista Figueiredo fyrrver- andi hershöfðingi skipaður for- ' seti i landinu til sex ára og hét hann þá þjóðinni að koma á lýð- ræöifyrirlok kjörtimabils sins. A fyrsta embættisári sinu náð- aði hann fjölmarga pólitiska fanga og stefna hans er að draga smám saman úr hvers konar hömlum á athafna- og tjáningafrelsi og standa fyrir fyrstu alfrjdlsu þingkosningun- um i landinu I 15 ár. Nýlega virtist svo sem þessi áætlun forsetans mundi fara út um þúfur og herinn treysta tök- in á ný. Alvarlegast varð á- standiö i kjölfar þess atburðar að nokkrir fanganna sem Figu- eiredo náðaði lýstu þvi yfir að þeir vildu lögsækja nokkra her- foringja fyrir pyntingar sem þeir voru beittir i fangelsi. Einn fanginn, Ines Etienne Romeu, sem átti meðal annars þátt i að ræna svissneskum sendiherra i Brasiliu fyrir 11 árum, fór fyrir friðri fylkingu blaðamanna, lög- fræðinga og stjórnarandstæð- inga á þinginu á staðinn þar sem hún kvaöst hafa verið pynt- uð samfleytt i 95 daga árið 1971. t kjölfar þessa atburðar var allt á suöupunkti i hernum, og þeir sem gerstmættu vita, segja aö ekki hafi mátt muna hárs- breidd að herinn tæki ekki öll völd i landinu á nýjan leik. Tals- menn hersins segja að umrædd- ar aðgerðir hafi verið nauösyn- legar á sinum tima i baráttunni viö uppreisnaröfl i landinu. Þeir visa ennfremur til þess, að þeir hafi á sinum tima faliist á náð- anir Figueiredo forseta með þeim skilningi að þær væru tvi- hliða, það er að segja að þær tækju ekki aöeins til „hryðju- verkamannanna”, sem leystir voru úr haldi, heldur ekki siður Joao Baptista Figueiredo forseti Brasillu lofar „frelsun”. til þeirra sem kynnu að hafa gert eitthvaö á þeirra hlut meö fangelsunum og á meðan fanga- vistinni stóð. Greinilegt er aö bæði herinn og andófsmenn I landinu hafa lært sitthvað af reynslu siðustu ára og áratuga þvi herinn hafö- ist ekki að og náöunarfangarnir hættu við aö leggja fram ákær- ur og Romeu birti auk þess yfir- lýsingu, þar sem hún kvaðst ekki með athæfisinu hafa viljaö koma i veg fyrir þróun i átt til lýðræöis i landinu né að móðga herinn. Einn vinur forsetans og rikis- stjóri i Bahia lýsti þessum at- burðum svo: „Fullt af fólki hefur verið að kveikja á eld- spýtum til að sjá hvort eitthvert bensin væri I tanknum. Nú veit það að þar er bensin og eins gott að það komst að þvi i tima, þvi hefði þaö haldið uppteknum hætti er ekki að vita nema allt hefði sprungiö i loft upp”. Þóer langtfrá þvi að beinlínis sé orðið friðvænlegt I landinu. Verkamenn i Brasiliu hafa nú eignast leiðtoga sem leggur litið upp úr orðum forsetans um „frelsun”. Hann heitir Luis Inácio Da Silva oftast kallaöur „Lula”, og hefur nýlega verið dæmdur i þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að standa fyrir ó- löglegu verkfalli fyrir ári siðan, og hefur auk þess verið kærður fyrir aö hvetja til „stéttabar- áttu” I landinu, en viðurlög viö sliku athæfi geta numið allt að 30 ára fangelsi i Brasiliu. Da Silva hefur ekki einungis brasiliskan verkalýð að baki sér heldur hefur hann einnig aflað stuðnings utanlands, til dæmis með feröum til Japan, Banda- rikjanna og Evrópu, þar sem hann hitti meðal annars pólska ■ verkalýðsleiðtogann Lech Walesa aðmáli. Einkum er yfir- völdum i Brasiliu i nöp við vax- andi tilhneigingu til að likja Da Silva viö Lech Walesa. Bandariskur fulltrúi frá verkalýðsfélagi bandariskra bifreiðariðnaöarmanna var ný- lega I heimsókn i bifreiða- samsetningaverksmiðjunni þar sem Da Silva vinnur og var auk þess viðstaddur réttarhöldin yf- ir Da Silva, og hafði þetta að segja: „Mér þykir það með ólik- indum aö beri maður saman Brasiliu og Pólland, kommúniskt land, virðist vera meira frelsi þar en hér. Walesa er frjálsari en Lula. Þar féllust stjórnvöld á að semja við hann, en ekki hér. Á þessu er grundvallarmunur sem mér kemur mjög á óvart.” Þrátt fyrir fangelsisdóma er Da Silva bjartsýnn á framtið- ina. í Brasiliu eins og annars staðar.segir hann, munu verka- menn verða ofan á að lokum, þaö sé aðeins timaspursmál. Allt tal um „frelsun” að ofan, segirhann, er aðeins „frelsun” fyrir hina riku. Hann bendir og réttiiega á, að þrátt fyrir aukningu þjóðartekna hafi rauntekjur verkamanna lækkað á siðasta áratug. Enginn reynir heldur aö bera á móti fullyrð- ingum hans um óréttláta skipt- ingu þjóðarteknanna, en Brasi- lia er eins og mörg önnur lönd Rómönsku Ameriku land fárra margmilljonera og margra fá- tæklinga. Hagfræðingar geta skýrt að minnsta kosti hluta kjararýrn- unarinnar i Brasilíu með verð- bólgunni sem þar hefur geysað og mikilli fólksfjölgun. Þeir segja ennfremur að þetta ár geti ráðið úrslitum um nánustu framtiö Brasiliu. Nauðsynlegt sé að ná tökum á verðbólgunni, takist það geti margt stuðlað að blómlegri efnahag næstu árin. En fleiri örlagavaldar kunna að vera á ferðinni þetta árið. Ekki er óliklegt að mál Da Silva, hvaða úrlausn þau fá hjá stjórnvöldum, kunni að ráða miklu um hversu friðvænlegt verður i Brasiliu næstu árin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.