Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.06.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 22. júní 1986 'ið .....m 'V- 1 ,,,, Anna prinscssa í heimsókn á sjúkrahúsi í einu af hungursvæðum Afríku. Anna prinsessa kj aftaskurinn í bresku konungsfjölskyldunni . émmmm.. ÉfiÉðBF Bærilega klædd.en ekki þótti Díönu mikið til koma. Petta var næstum ofvaxið skilningi fréttamannanna. Anna prinsessa, þessi hrokafulla og geðvonda tildurrófa, sem hún hafði áður verið talin vera hafði tekið sér bólstað í vesælum leir- kofa. Frá því í býtið á morgnana og fram á kvöld ferðaðist hún um í steikjandi sólarhita í ryki og skít á holóttum vegum Afríku. Anna prinsessa, sem er 35 ára er systir Karls ríkisarfa Breta hafði gert kraftaverk á þriggja vikna ferðalagi sínu um hungur- svæði Afríku. Hún hefur ger- samlega breytt ímynd sjálfrar sín í augum almennings. Nú er hún „hin nýja Anna.“ Um áraraðir hefur Anna prinsessa verið óvinsælust allra í konungsfjölskyldunni, jafnvel óvinsælli en Margrét móðursyst- ir hennar. Núna er hún allt í einu orðin tákn fyrir fórnfýsi, fyrir baráttu fyrir góðum mál- efnum. Ljóti andarunginn í fjöl- skyldunni er meira að segja orðinn gangandi dæmi um kven- lega fegurð. Hrokinn sem áður þótti einkenna hana er orðinn að skyldutilfinningu. Gamli eyðsluseggurinn þykir nú dæmi um hina ráðdeildar- sömu og praktísku konu. Bylting í Englandi: ótrúleg umskipti prinsessunnar. Áður var hún einkum þekkt af köpur- yrðum sínum, árásirá náungann voru stöðugt umræðuefni. Mis- heppnað hjónaband hennar og veðreiðakappans Mark Phillips var endalaust tilefni til nei- kvæðra blaðaskrifa. Alit gekk á afturfótunum. Meðan á Olympíuleikunum í Los Angeles stóð sváfu þau hvort á sínu hótelinu, þau sáust ekki einu sinni saman á afmælis- hátíðum innan fjölskyldunnar. Anna var í ástarsambandi við einn af lífvörðum sínum, Peter Cross. Leslie Pine, fyrrum ritstjóri Burks Peerage, aðalblaði breska aðalsins lýsti prinsessunni sem hinni konunglegu gróftign. Hann lýsti því yfir að prinsessan kostaði skattborgara Bretaveld- is 7,5 milljónir króna á ári, þetta væri gjaldið sem þeir greiddu henni fyrir hrokann, geð- vonskuna og iðjuleysið. Aðeins fyrir konunglegar dyggðir og vinnu í þágu þegnanna skyldi meðlimum konungsfjölskyld- unnar sómi sýndur. Nú hafa mál snúist á þann veg að ef þessi regla væri í gildi yrði Anna prinsessa sú best launaða í fjölskyldunni. Á nýliðnu ári var Anna í samtals 6 mánuði potturinn og pannan í hreyfingu sem starfar undir kjörorðunum „Bjargið börnunum". Hún ferð- aðist um Afríku, Líbanon, Bras- ilíu, Norður-írland og Ástralíu. Hún veitti sjónvarpsviðtöl og kom á óvart með greiðum svörum. Á köldum vetrarmorgnum færði hún fátækum ellilífeyris- þegum kol, einnig fólki sem hún hafði aldrei svo mikið sem boðið góðan daginn. Hún þakkaði fjöl- miðlunum, sem áður höfðu vak- ið hatur hennar fyrir þá eftirtekt sem þeir sýndu þeim málefnum sem hún starfaði fyrir. Það var ótrúlegt. Sjálf segir Anna: „Ég hef ekkert breyst. Það eru fjölmiðl- arnir sem hafa breytt viðhorfi sínu til mín. Mér hafa bara verið gefnir möguleikar á að sýna hver ég raunverulega er.“ En er Anna prinsessa í raun og veru orðin fullorðin, mannleg og skynsöm? Það er spurning dagsins í Englandi þessa dagana. Nú er það rifjað upp að hún afsalaði sér fyrir löngu titlinum, „Hennar konunglega tign,“ sama gilti fyrir eiginmann henn- ar og börn. Hún sendi heldur ekki börn sín á dýra einkaskóla fyrir heldri manna börn, heldur í venjulegan almennan þorps- skóla. Og það voru rifjuð upp gömul ummæli sem hún lét sér eitt sinn um munn fara: „Helst vildi ég vera strætisvagnsdstjóri. Þá gæti ég verið ein með sjálfri mér og ráðið yfir mínu eigin lífi.“ Þeir vantrúuðu segja: „Um- skiptin á prinsessunni eru verk þeirra sem sjá um almannatengsl fyrirkonungsfjölskylduna.“ Þeir raunsæjusegja: „Annaprinsessa hefur breytt sinni eigin ímynd vegna þeirrar athygli sem Diana mágkona hennar hefur fengið. Eitt er víst: Anna og Diana þola ekki hvor aðra. Ég þoli ekki þetta heilalausa afstyrmi nálægt mér,“ hreytti hún ein- hvern tíma út úr sér og duldist engum hver átti sneiðina. Enda þótt Karl og Diana og Mark og Anna búi aðeins steinsnar hvert frá öðru heim- sækja þau aldrei hvert annað. Hún hefur í heyranda hljóði kallað bróður sinn vesaling, þar sem hann láti allt eftir Diönu til að halda friðinn. I Bandaríkjunum var hún spurð um fæðingu yngra barns Diönu, sem þá var nýafstaðin. „Ég óskaði eftir því að hún eignaðist annað barn,“ hreytti hún út úr sér. Á nýjustu frumsýningarhátíð- inni í London stal Ánna senunni frá keppinaut sínum, með því að mæta með hárið litað rautt. Þessar tvær konur eru eins og svart og hvítt. Anna er álitin mun betur gefin, hún hefur aftur á móti þann veikleika að hún orðar skoðanir sínar afar kald- ranalega. Hún ver aðeins átt- unda hluta þess fjár sem Diana mágkona hennar ver til fata- kaupa. Hún drekkurfremurkók en kampavín. Hún tekur aldrei með sér eigin hárgreiðslumeist- ara þegar hún fer til útlanda, en það þykir Diönu sjálfsagt þegar hún á í hlut. Sannleikurinn um Önnu er eftir allt saman þessi: Hún hefur ekki breyst á einu andar- taki fyrir tilviljun, hún hefur breyst til bóta fyrir sjálfa sig, reynt að halda sjálfri sér í skefj- um og sigra þannig sína heitthöt- uðu Díönu. Það sýnir sig þó alltaf annað slagið, að hún er enn sú sem hún hefur alltaf verið. Hefðarmaður einn í Sómalíu ávarpaði hana með þessum orðum: „Það er ánægjulegt að hitta yður aftur náðuga frú.“ Anna svaraði snöggt: „Er það virkilega? Hvers vegna það?“ Heima í London gaf hún einnig nýlega sýnishorn af hinni frægu kaldhæðni sinni. Þegar poppstjarnan „Marilyn“, sem er kynskiptingur var kynnt fyrir henni, sagði prinsessan: „Sem kona ættuð þér eiginlega að heilsa mér með djúpri hné- beygju.“ Það sem er nýtt er hins vegar það að þetta er ekki lengur tekið sem konunglegur hroki, heldur haft til marks um sterkan per- sónuleika sjálfstæðrar konu. Þýtt úr Quick Baggagripkvísl Eigum fyrirliggjandi 8 bagga gripkvísl, til þess aö taka Daggaröö í stæðu eða inn á vagn. Tengist á moksturs- æki og hentar vel til notkunar með baggasleðum. Verð <r. 95.886,- FA BUNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVIK SlMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.