Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.02.1989, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 8. febrúar 1989 lllllllllll ■ BÓKMENNTIR :;;l „Paskval Dvarte og hyski hans“ Á allra síðustu árum hefur á nýjan leik færst fjör í bókmenntir á Spáni, einkum skáldsagnagerð, svo óhætt ætti að vera að tala um nýja kynslóð skáldsagnahöfunda þar í landi. Sú gleðilega þróun hefur þó ekki skyggt á nokkra rithöfunda sem eru þekktir frá fyrri tíð og enn við störf en frægastur þeirra er Camilo José Cela. Þessi nestor spænskra prósa- höfunda, er að vísu kominn af allra léttasta skeiði því hann er nú á 73. ári en sískrifandi og síungur í andan- um og list sinni. Hann er einn af frumkvöðlum nýju skáldsögunnar og á það enn til að feta nýjar slóðir, a.m.k. er skáldsaga hans, Mazurca para dos muertos (Marsúrki fyrir tvo framliðna), sem kom út 1983, mjög nýstárlegt verk. Nú er nýkomið út í íslenskri þýðingu (útg. Vaka-Helgafell) það verk Celas sem gerði hann fýrst frægan: „Paskval Dvarte og hyski hans“ í þýðingu Kristins Ólafssonar, framtak sem ber að fagna því fram til þessa hefur nær ekkert verið þýtt eða gefið út hérlendis af helstu verkum spænskra skáldsagnahöf- unda nútímans. Þessi bók Celas er tvímælalaust einn af hornsteinum spænskra bók- mennta á þessari öld og útkoma hennar í íslenskri þýðingu getur talist bókmenntaviðburður. Camilo José Cela er Galisíumaður að uppruna, f. í Iria Flavia 1916 og móðir hans var víst ensk. Ungur stúdent sogaðist hann inn í hringiðu borgarastyrjaldarinnar á Spáni og varð hermaður í sveitum Francos. Hann særðist illa og lá lengi á sjúkrahúsi meðan stríðið geisaði áfram. Cela var varla gróinn sára sinna þegar friður komst loks á en þá tók ekki betra við því hann hafði sýkst af berklum og var fluttur á svokallað hressingarhæli, í ömurleg- an biðsal dauðans og lá þar langa lengi uns hann náði loks heilsu. * A hælinu stytti Cela sér stundir við „umritun" minninga Pascúals Duarte sem hann þóttist hafa komist yfir af tilviljun. Þessi fræga ævisaga var prentuð með leynd í bílskúr í Burgos 1942 og upplagið hvarf eins og dögg fyrir sólu áður en yfirvöldin rönkuðu við sér. Þeim tókst heldur ekki að gera upptæka aðra útgáfu ári síðar nema. að hluta til. Cela lagði m.ö.o. ekki verk sitt fram til rit- skoðunar né sótti um leyfi til útgáf- unnar eins og lög gerðu ráð fyrir. Hann þekkti mjög vel til starfa ritskoðunarinnar því hann vann nefnilega hjá henni sjálfur og treysti henni alls ekki fyrir afkvæmi sínu, Pascual Duarte. í formálsorðum bókarinnar reyndir hann þó að blíðka ritskoðunaryfirvöld með því að vísa til þess að sagan eigi að vera fólki víti til varnaðar. Næsti áfangi í útgáfusögu bók- arinnar var prentun hennar í Argent- ínu. Þeirri útgáfu var smyglað til Spánar í svo drjúgum mæli að yfir- völd fengu ekki við ráðið og neydd- ust loks til að taka bókina af bann- lista 1946. Pascual Duarte rekur helstu þætti ævisögu sinnar og þetta er mótunar- saga afbrotamanns. Hann lýsir ömurlegum uppvexti sínum og „fjöl- skyldu", þ.e. stórgölluðum foreídr- um ogsystkinum, ógæfusömu hjóna- bandi sínu og takmörkuðum sam- skiptum við annað fólk í snauðu umhverfi. Hann verður mannsbani og það oftar en einu sinni. Að síðustu myrðir hann móður sína með köldu blóði og er dæmdur til dauða. Allt er þetta með endemum nötur- legt en frásögn Pascuals er trúverðug og langt frá því að vera leiðinleg. Hann er heldur ekki tilfinningalaus, það kemur m.a. fram í afstöðu hans til konu sinnar. Pascual vekur auð- veldlega samúð lesandans, gerðir hans eru skiljanlegar en örlög hans ill og óumflýjanieg. Spurningunni um hvort hann sé vondur maður hneigist maður til að svara neitandi. Hann er fremur hrakfallabálkur og leiksoppur örlaganna en illmenni. Ævisaga Pascuals Duarte vakti mikið umtal og hneykslun margra frómra manna, bæði vegna óskap- anna sem hún lýsir og groddalegs orðbragðsins þótt vel fari saman í sjálfu sér. Þá varð til orðið feikn(ar)stefna (tremendismo) og Camilio José Cela. hefur sfðan loðað við Cela og a.m.k. þessa bók enda þótt höfundi sé í nöp við heitið og hafi reynt að sverja það af sér. Sagan um Pascual Duarte er m.ö.o. raunsæisleg uppvaxtar- og mótunarsaga einstaklings í fjand- samlegu umhverfi ljótleika og niður- rifs. Það er margt í henni sem minnir á síðustu gömlu skálkasögurnar í spænsku, a.m.k. vekja sum atriði í frásögn Pascuals svipuð hughrif og afskræmislegar persónulýsingar þeirra, t.d. í E1 Buscón eftir Queve- do. En þó að ljótleikinn, grámyglan og vesöldin séu rauðir þræðir í sögu Pascuals Duarte er það ekki þunga- miðja sögunnar heldur hann sjálfur og innræti hans sem trauðla er þó hægt að skilja til fulls; skapgerð hans er nefnilega allflókin og hann dylur margt en samt er nokkuð ljóst að góðvild, viðkvæmni og heilbrigð hugsun eru þrátt fyrir allt sterkir þættir í þessum ógæfusama manni. Það væri líka mögulegt að skoða sögu Pascuals sem táknsögu um ófarir spænsku þjóðarinnar í and- stæðar fylkingar, fullar haturs og grimmdar. Ekkert virðist mæla í mót slíkri túlkun en þá þyrfti að fara gaumgæfilega ofan í alla sauma og ekki er tækifæri til þess í þessari grein. Ég skemmti mér við það yfir hátíðarnar að bera íslensku þýðing- una á Pascual Duarte saman við frumtextann og sannfærðist um að hún er mjög vel af hendi leyst. Þýðandanum, Kristni R. Ólafssyni hefur tekist að ná sömu áferðinni, sama beiska kaldrananum og ríkir í spænskunni hjá Cela, þeim mikla orðsins meistara. Aukin heldursýnir Kristinn mikla nákvæmni með ein- stök hugtök án þess þó að það skaði að ráði heildarsvipinn á þýðingunni. í gagnrýnisskyni langar mig þó að síðustu að fjalla dálítið um meðferð manna- og staðarheita í ágætri þýð- ingu Kristins á fjölskyldu Pascuals Duarte (Á spænsku heitir bókin: „La familia de Pascual Duarte"). Mér finnst hann nefnilega ganga fulllangt í því að færa sémöfnin til íslensks ritháttar og beyginga, eink- um nöfn manna og borga. Skírnarnöfn og mörg eftirnöfn eru í þýðingunni vendilega löguð að íslensku máli og beygingum og fer svo sem ekki illa á því nema þegar mjög ströng samhljóð standa saman, því þá er eins og verið sé að gefa ábendingu um býsna óþjálan framburð, sbr. „í pútnahúsi Ápöt- sju“ (bls. 104). Mér finnst líka voða skrýtið - get víst ekki sagt að mér komi það spánskt fyrir sjónir - að rekast á ð og þ í spænskum mannanöfnum t.d. í Moðestó Roðrígeþ (bls. 17), Eng- raþía á Hól (bls.26), don Konraðó (bls. 121), don Jesúsar Gonþaleþar de la Ríva (bls. 13). Það er annar handleggur þegar útlendu nöfnin eiga sér alíslenska samsvörun. Á bls. 31 er minnst á pútnahús Mjallar madrísku (Nieves la madrilena). Þótt iðja þessarar kvinnu sé langt í frá skjannahvít er Mjöll rétt og góð þýðing á skírnar- nafni hennar, Nieves. Ekki er ég samt viss um að hún geti kallast madrísk þótt hún sé frá Madrid. Það eru líka áhöld um hvort eigi að leyfa sér að beygja nafnið á höfuðborg Spánar eins og kemurframt.d. ábls. 100 þar sem leiðin liggur „til Madríd- ar“. Ég veit ekki til að það sé hefð fyrir þessari meðferð orðsins hér. Það mælir e.t.v. líka mót kvenkyns- beygingu á borgarheitinu Madrid að orðið er karlkyns á spænsku (af arab. Magerit, lat. maioritum). Ennfremur má setja út á það að beygja borgarheitið Sevilla (á bls. 62 er þgf. Sevilju) og bera fram eins og veikt kvenkynsorð á íslensku og alls ekki líkar mér að tala um „Havönu og jafnvel Njújork" (bls. 103) þegar hefð er fyrir því á íslensku að nota óbeygt Havanna (sbr. Havanna- vindill). Og þyki Nýja Jórvík of hátíðlegt sem þýðing á hinu spænska „Nueva York“ er nær að hafa ómengaða ensku (New York). Reyndar lætur Kristinn flest staðar- heiti óbeygð og óþýdd. Hann talar um Badajoz (ekki Bátakvos eins og HKL í þýðingu sinni á Birtingi eftir Voltaire), Merida, Chinchinilla o.s.frv. án þess að hrugga nokkuð við spænskum rithætti en þýðir Guadalupe (bls. 59) með Úlfsá. Það er laglegt en langsótt þar eð spænska staðarheitið Guadalupe er eldgamall bræðingur arabísku og síðlatínu. Framandi nöfn skapa stundum sér- stök hughrif sem geta eyðst eða orðið allt önnur í þýðingu. S.Á. BILALEIGA meö útibú allt í kringuiTi landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum slaö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar li? Frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur Tillaga aö deiliskipulagi á svæöi milli Hraunbæjar og Bæjarháls er hér með auglýst samkvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð 1985. Um er að ræða hugmyndir að íbúðum aldraðra, svæði fyrir verslun og þjónustu, bílskúraþyrpingar og útivistarsvæði. Uppdrættir verða til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 8.30-16.00 alla virka daga frá miðvikudeginum 8. febr. til mánu- dagsins 13. mars 1989. Einnig verður uppdráttur til sýnis í félagsmiðstöðinni Árseli. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skrif- lega, ekki seinna en 13. mars 1989, til Borgar- skipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykja- vík. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar Borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í rörlaga lampabrautir ásamt Ijósbúnaði fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík. Lengd brauta er um 225 metrar. Útboðsgögn verða afhent áskrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 23. febrúar 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Til sölu MAZDA 626 GLX 4ra dyra Sjálfskiptur, árg. ’85, rafmagn í rúðum, vökvastýri/veltistýri, centrallæsingar, ný snjódekk, dráttarkúla. Ekinn 55 þús., í toppstandi. Aðeins bein sala eða skuldabréf. ______Upplýsingar í síma 685582._________ + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Kristófer Guðleifsson Hjallaseli 29 lést í Borgarspítalanum að morgni þriðjudags 7. febrúar. Guðrún Guðmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Guðbjörg Ketilsdóttir Kópavogsbraut 20 verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Sveinn Gamalíelsson Sólveig Sveinsdóttir Gamalíel Sveinsson Vilborg Gunnlaugsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.