Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. nóvember 1994 flgCTTEggwygTgii UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . Stórsigur repúblíkana er reiöarslag fyrir Clinton Washington - Reuter Bandarískir kjósendur létu reiöi sína bitna með afdrifaríkum hætti á Bill Clinton er þeir sviptu Demókrataflokk hans völdum í báðum deildum Bandaríkjaþings í kosningunum í fyrradag. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem repúblíkan- ar fá meirihluta í fulltrúadeild- inni, en þaö gerðist síðast í for- setatíð Eisenhowers. Þá hafa repú- blíkanar nú náð meirihluta ríkis- stjóraembætta í landinu á sitt vald, í fyrsta sinn í 24 ár. Kosn- ingaúrslitin nú eru reiðarslag fyrir Clinton og draga stórlega úr möguleikum hans á því að ná endurkjöri 1996. Um leið gætu þessi úrslit boðað endalok þeirrar frjálslyndu umbótastefnu sem Clinton hefur fylgt af veikum mætti síðan hann tók við forseta- embætti. Robert Dole verður nú ótvíræður foringi repúblíkana á þingi. Hann er 71 árs og eftir þennan sigur telja margir að hann muni sækjast eftir útnefningu Repúblíkana- flokksins sem forsetaefni í kosn- ingunum eftir tvö ár. Hann var varaforsetaefni Geralds Ford er hann tapaði forsetakosningum fyrir Jimmy Carter árið 1976. Doie er harðskeyttur og síðan Clinton tók við forsetaembættinu hefur hann verið skæðasti andstæöing- ur hans á þingi. Repbúblíkönum er nú í lófa lagið að koma í veg fyrir þær breytingar á félagsmála- og heilbrigðiskerf- inu sem voru aðalmál Clintons þegar hann hlaut kosningu sem forseti. í Hvíta húsinu hafa menn verið varfæmir í yfirlýsingum síðan úr- slit lágu fyrir. Þeir ræða um mikil- vægi góðrar samvinnu við repú- blíkana en halda því þó fram að það afhroð sem demókratar hafi nú bebib jafngildi ekki vantrausts- yfirlýsingu á forsetann og stefnu hans. í skoðanakönnun, þar sem menn voru beðnir að svara ýmsum spurningum eftir að þeir höföu greitt atkvæði, kom þó glöggt fram að með öflugum stuðningi vib repúblíkana voru bandarískir kjósendur einmitt ab gefa til kynna andstöðu sína við stjórn Clintons. Margir helstu forystumenn demókrata á þingi, og þá ekki síð- ur ríkisstjórar úr röbum þeirra, fengu pokann sinn í þessum kosn- Ingum. Má þar nefna Mario Cu- omo í New York sem tapaði fyrir repbúlíkananum George Pataki, sem vakti athygli í kosningabar- áttunni fyrir að leggja það helst til mála að hann væri ekki Cuomo. Ann Richards, hinum vinsæla rík- isstjóra í Texas, var einnig fórnað, ab því er virðist fyrir það eitt að vera í sama flokki og Clinton. í hennar stað kusu Texasbúar repú- blíkanann George W. Bush, sem er elsti sonur nafna síns, fyrrver- Ungverjaland: Böröu níu ára leikfélaga í hel Búdapest - Reuter Ungverska lögreglan hefur handtekið tvo drengi, 13 og 14 ára, en þeir eru grunaðir um að hafa barið níu ára gamlan leikfé- laga sinn í hel. Handtakan fór fram á sunnudaginn var, eftir að lík fórnarlambsins fannst á bakka tjarnar einnar í Fot, sem er skammt fyrir utan Búdapest. Segir lögreglan ab augljós merki um barsmíðar hafi verib á líkinu, sem auk þess hafi verið meb Séö viö ástartregöu? Beijing - Reuter Ming Ming, sem kom aftur heim frá Bretlandi til Kína í síöasta mánubi af því ab hún vildi ekki þýbast sinn útvalda þar í landi, hefur nú fengið nýjan maka sem heitir Pan Pan. Ming Ming og Pan Pan eru risa- pöndur en hættan á útrýmingu þeirra hefur lengi verið áhyggju- efni. Xhinua-fréttastofan hefur þab eftir vísindamönnum í pöndu- stöðinni í Sichuan-héraöi að von- ir standi til þess að þeim Ming Ming og Pan Pan takist að koma nýrri pöndu í heiminn. Þeir benda ab Pan Pan hafi nokkra reynslu á kynlífssviðinu þar sem hann hafi nú þegar getiö af sér fjögur afkvæmi, og hafi honum andi forseta Bandaríkjanna. Ein helsta raunabótin fyrir Clinton er niðurstaðan í Virginíu þar sem baráttan um öldungadeildarsætið var hatrömm. Þar tókst demókrat- anum Charles Robb ab sigra Oli- ver North, sem þekktur er úr íran- Contra hneykslinu. í kosninga- baráttunni átti Robb í vök ab verj- ast vegna ásakana um hjúskaparbrot en North sat hins vegar uppi með það að hafa logið ab þingnefndinni sem rannsakaði Íran-Contra á sínum tíma. í ljós kom aö kjósendur tóku harkalegar á ósannsögli Norths en hjóna- bandsmálum Robbs. Endanleg úrslit liggja ekki fyrir í einvíginu um öldungardeildar- sætið í Kaliforníu milli Dianne Fe- instein, sem er demókrati, og repúblíkanans og auðkýfingsins Michael Huffingtons. Talning tefst þar sem óvenjumargir Kali- forníubúar greiddu atkvæöi utan kjörstaða, en þær tölur sem fyrir liggja benda þó til þess að Fein- stein fari meb sigur af hólmi, en talið er að kosningabaráttan þar hafi verið sú kostnaðarmesta sem sögur fara af. Ætlab er að ekki hafi innan við 34 milljónum dala sam- anlegt verið eytt í hana, og þar af hafi Huffington lagt í hana 24 milljónir af eigin fé. Er kosninga- baráttan stóö sem hæst var konu Huffingtons borib á brýn að hafa um árabil verið forkólfur í dular- fullum nýaldarsöfnuði og kann- aðist hún við að svo væri, en þetta mál mun hafa komið sér illa fyrir Huffington. ■ Reuter Hjartalaga demantur Hér má sjá hjartalaga demant sem taliö er aö veröi seldur fyrir yfir 5 milljón bandaríkjadala á uppboöi Sothebys í Cenfþann 7 6. nóvember. Demanturinn vegur 62,64 karöt og er talinn vera stœrsti hjartalaga demanturinn afsinni gerö sem nokkru sinni hefur veriö boöinn upp. DNA-bólu- efni gegn krabba? Lundúnum - Reuter Breskir vísindamenn skýrðu frá því í dag að þeir væru að hefja tilraunir með einstaklingsbund- ið bóluefni gegn krabbameini. í slíkt efni verður notað DNA- erfbaefni, þannig samsett að þab örvar líkamann til að bregðast við, sjálfum sér til varnar. Læknavísindin hafa lengi ieitað ab mótefni sem vinnur á krabbameinsfrumum, en tilraunir með ýmis slík efni fara nú fram í Evrópu og Banda- ríkjunum. Það einstaklings- bundna bóluefni sem bresku vísindamennirnir boða nú, er þó hið fyrsta þar sem erfðaefnið DNA kemur við sögu. ■ hendur bundnar fyrir aftan bak og tusku í munninum. Drengur- inn dvaldist á munaðarleys- ingjahæli en fór þaðan á sunnu- dagsmorgun í fylgd með ung- lingunum sem áttu heima í Fot. Þegar hann skilaði sér ekki aftur var gerð að honum víbtæk leit sem síðan leiddi til handtökunn- ar. 13 ára drengurinn er ekki sak- hæfur, en sá sem orðinn er 14 ára gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist fyrir morðið. ■ nú verið komið fyrir í búri sem sé við hliðina á búrinu þar sem Ming Ming hefur verið síðan hún kom frá Lundúnum. Pan Pan er átta ára að aldri en Ming Ming er nýorðin sautján ára. ■ Prinsessan endabií tukthúsinu Munchen - Reuter Anna-Rose Thean, 33ja ára afr- ísk kona með franskt ríkisfang, var í dag dæmd í þriggja ára fangelsi í Miinchen fyrir að sigla undir fölsku flaggi og hafa í frammi stórfelld fjársvik. Fyrir réttinum kom í ljós að hún væri lesbísk en þær 50 per- sónur sem hún er talin hafa fé- flett eru þó af bábum kynjum. Hún gaf sig út fyrir að var prins- essa frá Fílabeinsströndinni og dóttir fyrrverandi forseta þar. Með svikum og prettum tókst henni að hafa jafnvirði um 12 milljóna íslenskra króna út úr auðtrúa fólki, en í viðskiptum sínum vib glæsihótel og veit- ingastaði beitti hún krítarkort- inu óspart. Vélsleði til sölu! 700 Wild cat — Mountain cat vélsleði til sölu. Ekinn 1800 mílur. Árgerö 1991. Verö 500.000. Góöur fyrir bændur. Upplýsingar í síma 91 -656132. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 12. útdráttur 9. útdráttur 8. útdráttur 7. útdráttur 3. útdráttur 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15.janúar 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess verða númer úr fjóium fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 10. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. ÚÁ2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.