Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 6
6 gKirmtnm Þribjudagur 7. febrúar 1995 Áhersla á auknar upplýsingar um starfsemi ríkisstofnana. Fjármálaráöuneytiö: Opnara kerfi í takt vib breytta tíma „Vib verbum ab viburkenna þab, ab hér ábur fyrr var hib opinbera vald nánast heilagt og kannski ekki til sibs ab kvarta mikib undan því. En vib þurfum ab hugsa meira um þetta sem opinbera þjón- ustu, sem verbur ab taka mib af því sem fólk vill og vib- skiptavinirnir vilja," segir Fribrik Sophusson fjármála- rábherra. Vib gerb fjárlaga fyrir næsta ár mun fjármálarábuneytib leggja áherslu á ab afla meb markvissum en einföldum hætti upplýsinga um' þá þjón- ustu, sem stofnanir ríkisins veita. Á blabamannafundi í gær kom fram ab þessar nýju áherslur hafa verið nefndar „Verkefnavísar". Fjármálaráð- herra segir að þessum verk- efnavísum svipi til þeirrar að- ferðar, sem stjórnendur einka- fyrirtækja hafa notað til ab bera saman kostnað og af- rakstur tiltekinnar starfsemi. Aðalmarkmibib með gerb þessara verkefnavísa er að koma á framfæri upplýsingum um þá þjónustu sem stofnanir ríkisins veita. Þessar upplýs- ingar eru einkum ætlaðar Al- þingi, ríkisstjórn, ráðuneytum en síðast en ekki síst almenn- ingi. Þessir verkefnavísar eru þrí- þættir. í fyrsta lagi eru verk- efni hverrar stofnunar skil- Atvinnulausir á námskeibum MFA segja atvinnulausa ekki eiga upp á pallborbib hjá stéttarféiögunum: Tímabært ab aflétta takmörkun ferðafrelsis „Eftir umsögnum ab dæma, eiga atvinnulausir ekki upp á pallborðib hjá vibkomandi stéttarfélögum, svo ekki sé minnst á þau þar sem forystu- saubirnir sitja beggja megin vib borðib, sem í sjálfu sér er lítt skiljanleg staba. Því vaknar sú spurning hvort ekki sé tími til kominn ab hinn stóri hópur atvinnulausra bind- ist öflugum samtökum um sín vandamál," segir m.a. í ályktun sem atvinnulausir, staddir á námskeibum MFA, samþykktu og sendu fjölmiblum. Þar sem atvinnuleysi sé greinilega orðib vibvarandi hér á landi, finnst hópnum ab meb- ferb þeirra mála þurfi algjöra uppstokkun. Lítil reynsla af at- vinnuleysi um árabil komi ekki síst fram í verklagi þeirra stofn- ana, sem á þeim málum taka. „Að okkar áliti er því tími til kominn ab aflétta ýmsum höft- um og kvöðum, sem lagbar eru á atvinnuleysisbótaþega, eins og takmörkun ferðafrelsis, og í leibinni ab gefa þeim elstu kost á ab halda óslitnum bótagreibsl- um án setu á námskeiðum." Ab mati þessa atvinnulausa hóps sýnir reynslan ab heppi- legast væri að haga breytingum eftir bestu fyrirmyndum erlend- is frá. greind, þ.e. hvaða vöru eða þjónustu skattgreiðendur eru að kaupa fyrir fjárveitingu til viðkomandi stofnunar. í öðru lagi er heildarkostnaði stofn- unar skipt á einstök verkefni, þannig að kostnaður stofnun- ar við hvert verkefni komi fram. í þriðja lagi eru smíðaðir þjónustuvísar fyrir hvert verk- .efni. Þarna er m.a. átt við talnalega mælikvarða á magn og gæði hvers verkefnis. Dæmi fyrir þjónustuvísa gæti verið fjöldi afgreiðslna, biðtími í af- greiðslu, fjöldi viðskiptavina o.s.frv. Þessir verkefnavísar munu vera þekktir víða erlendis og hafa verið teknir upp sem lið- ur í nýsköpun ríkisrekstrar. Fjármálaráðherra segir að auknu frelsi stjórnenda fylgi krafa um aukna ábyrgð. Hann segir að sú ábyrgð felist ekki síst í því að greina frá því hvernig fjárveitingum til stofnana er ráðstafað í einstök verkefni. Verkefnavísar auð- velda því ákvarðanir og for- gangsröðun verkefna við gerð fjárlaga. Stefnt er að því að verkefnavísar verði fyrir hverja stofnun ríkisins í sérstöku fylgiriti með næsta fjárlaga- frumvarpi. -----------—- Plötugjöf til styrktar nemendum Á myhdinni eru nemendur úr Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar meö mörg hundruö plötur sem skólinn gefur til styrktar Blackpool-förurri skólans. í safninu eru meöal annars margar ónotaöar plötur, svo sem um 20 stk. af Salsa-plötum, sem Heiöar keypti í New York en aldrei voru notaöar, og nokkrar Victor Silvester plötur sem einnig sluppu viö notkun. í safninu eru aö sjálfsögöu plötur meö öllum helstu danshljómsveitum síöari ára, svo sem joe Loss, Edmundo Ross, Hugo Strauss, Bela Sanders o.fl. o.fl. Allar helstu diskóplötur eru í safninu og einnig allar plötur The Beatles. Nemendur skólans munu á nœstunni selja þessar plötur í Kolaportinu. Lúðvík fer fyrir kröttxm Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Eyjamaðurinn Lúðvík Berg- vinsson, yfirlögfræðingur í um- hverfisráðuneytinu, mun leiða lista Alþýðuflokksins í Suður- landi fyrir alþingiskosningarnar 8. apríl nk. Hrafn Jökulsson, rit- höfundur og ritstjóri, mun skipa annað sætiö. Formlega verður gengið frá þessu á fundi kjördæmisráðs flokksins á næstu dögum. Lúðvík er þegar kominn í kosningastellingar, Samtök sykursjúkra mótmœla tilvísunum: Hvaö kostar aö hafa okkur blind, fótalaus eöa í nýrnavél? „Ekki gert tilraun til ab afla sér neinna upplýsinga í ráðuneytinu" „Tilvísunarkerfib gerir sykur- sjúklingum mun erfibara fyrir og eykur þarafleibandi kostn- ab töluvert mikib," segir í til- kynningu Samtaka sykur- sjúkra um mótmæli gegn fyrir- hugubu tilvísunarkerfi. „Sam- tök sykursjúkra krefjast þess ab þeir, sem hafa meb þessi mál ab gera, viti hvab kostar: Ab gera mebferb sykursjúk- lings þab kostnabarsama ab þab sé illmögulegt fyrir ein- staklinginn ab vera mebhöndl- abur rétt? Hvab kostar þab hib íslenska þjóbfélag ab hafa okk- ur illsjáandi eba blind, meb fótasár eba fótalaus, nýrnabil- ub eba í nýrnavél?" „Mér finnst þessi yfirlýsing þeirra ganga ansi langt. Og þab er líka dálítib hættulegt þegar fé- lög koma fram meb svona full- yrbingar á þessu stigi málsins. Því mér vitanlega hefur þetta fé- lag ekki gert neina tilraun til þess ab afla sér upplýsinga hér í rábuneytinu," sagbi Gubjón Magnússon, deildarstjóri í heil- brigbisrábuneytinu. Ef talsmenn félagsins hefbu komib til fundar í ráðuneytinu og fengið þar út- skýringarnar, sem þeir ab ein- hverju leyti sættu sig ekki vib, „þá gæti ég betur skilib ab þeir tækju fram pennann. En mér finnst þetta dálítib gróft þegar þeir eru ekki búnir ab kynna sér málib beint og er því talsvert hissa á Samtökum sykursjúkra," sagbi Gubjón. Formabur Samtaka sykur- sjúkra, Gubrún Þóra Hjaltadótt- ir, segir sykursjúka þurfa ab vera undir stöbugu eftirliti sykursýki- sérfræbinga, sem þurfi síban oft ab senda þá í reglulegar rann- sóknir til fjölda annarra sérfræb- inga: taugasérfræbinga, nýrna- sérfræbinga, augnlækna og í blóbrannsóknir. Eftir tilkomu tilvísana ráði heilsugæslulæknirinn hvort þær gildi í 3 mánubi eba 1 ár. Og meb slíkri tilvísun geti sérfræb- ingurinn bara sent sjúklinginn til eins annars abila. „Þannig ab vib getum lent í því ab þurfa kannski ab fara 3-4 sinnum á heilsugæsluna til ab fá tilvísanir til áframhaldandi rannsókna hjá mismunandi sérfræbingum," segir Gubrún. „Og í annan stab, ef ég fengi nú allar tilvísanirnar hjá heilsu- gæslulækninum, þá er ég kannski komin meb svör frá 4 læknum. Hver á svo að túlka þessi svör og gefa mér upplýsing- arnar? Eba á ég ab fara á alla fjóra stabina og fá svör frá fjórum læknum, sem hver og einn væm síban ab mebhöndla mig ótengt hinum? Eins og nú er koma svörin öll til sykursýkisérfræb- ingsins, sem les úr öllum svörun- um og túlkar þau fyrir mig," seg- ir Guðrún. Tíminn bar spurningar hennar undir Gubjón Magnússon. „Vib gerum ráb fyrir því ab þab verbi alltaf einhver einn abili sem er mibpunkturinn, þannig ab nib- urstöbur allra rannsókna berist til hans," sagbi Gubjón. Hann bendir á ab stærsta göngudeild fyrir sykursjúka sé á Landspítala og þangað geti fólk áfram farib án tilvísunar. Sjúklingur undir eftirliti hjá sykursýkisérfræbingi úti í bæ þyrfti tilvísun, sem gæti væntanlega gilt í 18 mánuöi. Telji sérfræbingurinn sig þurfa á ráðgjöf ab halda frá öbrum sér- fræbingi, þá hefur hann mögu- leika á ab vísa til eins, og jafn- framt til augnlæknis án tilvísun- ar. Þurfi sykursýkisérfræbingur- inn ab vísa sjúklingnum til enn fleiri sérfræbinga, þá sé ráb fyrir því gert ab hann hringi í heimil- islækninn sem gaf tilvísunina og fái hjá honum nýja tilvísun til þess. Niburstöbur allra rann- sókna ættu því ávallt ab berast til sérfræbingsins, sem sér um eftir- lit sjúklingsins, eba göngudeild- arinnar. ■ því hann reið um héruö um helgina og segist hafa fengið mjög góðar viðtökur. „Það er mitt mat að það sé orðið tímabært ab sú kynslób, sem ég tilheyri, hafi meiri áhrif á ákvarbanatöku í landsstjórn- inni og verbi meiri gerendur en þolendur. Þab er af hinu góba ab sjónarmib okkar komi fram þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Lúbvík. Hann segist aldrei hafa gefib þab frá sér ab leiba lista flokksins í Suburlandi og þrýstingur flokksforystunnar og flokksmanna í kjördæminu hafi verib mikill. „Þab sem réði úr- slitum var að þetta er mikil ögr- un og tækifæri til að koma sín- um sjónarmiðum og viðhorfum á framfæri. Þab er ekki hægt ab hafna slíku tækifæri." Alþýbuflokkurinn fékk um 1100 atkvæbi í síbustu kosning- um og kom ekki inn manni og þarf líklega ab bæta vib sig um 300-400 atkvæbum til ab Lúb- vík komist á þing. Aöspurbur telur hann möguleikana nokk- ub góba á að komast inn. „Það eru töluverð sóknarfæri og ef þetta væri allt saman ákveðið fyrirfram, væri þýðingarlaust að kjósa. Ég met það svo að sjötta sætið í kjördæminu verði slagur á milli Alþýðuflokks, Eggerts Haukdal, Þjóðvaka og þriðja manns á lista Sjálfstæðisflokks- ins." Lúðvík er þrítugur að aldri, í sambúö með Guðfinnu Guð- mundsdóttur, og sonur Berg- vins Oddssonar, útgerðarmanns í Eyjum, og Maríu Friðriksdótt- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.