Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 36
Bucharin 100 ár Loks kom að því að Sovétstjórnin viðurkenndi til fulls ótakmarkað sakleysi og mikilleik Bucharins, sem Réttur hefur áður skrifað um. Það er vafalaust eitt af því sem Gorbatshoff hefur nú komið í gegn, þrátt fyrir einhverja andstöðu í leifum hinnar gömlu embættismannastéttar. Er það vel farið að þessi mikli leiðtogi kommúnismans skuli nú 50 árum eftir dauða sinn, 100 árum eftir fæðingu sína, fá að njóta síns réttar í sögu sósíalismans. Bucharin var fæddur 1888, 17. sept- ember. Hann gekk í Bolshevikkaflokkinn 1908 og varð frá 1912 náinn samstarfs- maður Lenins. Pað er vart óréttlátt að ætla að næst Lenin hafi Bucharin verið færasti maður flokksins til að taka við af honum, ef skynsemi og hugsun um vel- ferð flokksins hefði verið látin ráða. En á hinu langa valdaskeiði sósíalismans, þar sem valdið er skilyrði fyrir tilveru hans., vill það oft verða svo að valdið stígur handhöfum þess til höfuðs og veldur þeirri sorgleikjum, sem sósíalisminn upplifir á fyrsta valdaskeiði sínu. Stalin og síðar Mao eru dæmin um slíkt. Og það er ef til vill einkennandi að höfuðandstæðingur og keppinautur Stalins á þessu valda- skeiði, Leo Trotski, skuli hafa sagt: „Við getum verið með Stalin á móti Bucharin. En við getum aldrei verið með Bucharin á móti Staiin.“ Rit Bucharins Bucharin var raunverulega fyrsti rit- höfundurinn í flokki bolshevikka, scm við hér á íslandi fórum að lesa, því eitt af fyrstu ritum hans var þýtt á norsku. Það var: Bucharin og Preobrazhenky: ABC (stafróf) kommúnismans. Kom það cinnig út á ensku 1924. Síðan komu m.a.: Stefnuskrá kommúnismans. Gefið út m.a. í New York 1924. Efnahagskenningyfirstéttarinnar. M.a. í New York 1927. Sögulega efnishyggjan. M.a. í New York 1927. Heimsvaldastefnan og efnahagsafstað- an í heiminum, 1919. Vandamál kínversku hyltingarinnar, London 1927. Verklýðsbyltingin á sviði menningar- innar, Petrograd 1923. Hér eru þó aðeins taldar fáar af bókum hans og ekkert af þeim mörgu greinum, er hann reit í tímarit kommúnista. Orsakir sorgleiksins Hin sorglegu örlög Bucharins eru ægi- leg viðvörun til allra sósíalista, að láta ekki valdið stíga sér til höl'uðs og misnota það. Kommúnistar rnunu áratugum sam- an eftir sigur vcrkalðsbyltingar þurfa að vera á veröi jafnt um tilveru hennar sem heilbrigði sósíalismans. Kínverska byltingin varð fyrir sams- konar sorgleikjum og sú rússneska, aðeins þrjátíu árum seinna. Hef ég lýst þeim sorgleik í „Rétti“ 1979 í greininni „Harm- leikur í Kína“, á bls. 238-246. Ég ráðlcgg mönnum cnn að lcsa þá grein, cn hún 84

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.