Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIL aðsókn hefur verið að þjóð- garðinum í Skaftafelli í sumar, mun meiri en áður. Sem fyrr eru það Íslendingar sem eru fjölmenn- astir, þá koma Þjóðverjar og þriðji fjölmennasti hópurinn eru Hollend- ingar sem nú hafa tekið 3.sætið af Englendingum. Þetta kemur fram á vefnum Hornafjordur.is. „Þetta hefur verið prýðis sum- ar,“ er haft eftir Ragnari Frank þjóðgarðsverði. „Þetta eru góðir ferðamenn og búið að vera gott fyrir peningapyngju ríkisins.Við höfum verið afskaplega heppin með starfsfólk og aldrei hefur unn- ið eins margt fólk hér úr heima- byggð eins og í sumar og það er góður starfsandi hjá okkur.“ Ragnar segir sjálfboðaliða í garðinum aldrei hafa verið fleiri en í sumar. Þegar flest var voru þar starfandi 110 manns við vinnu, flestir við stígagerð enda mikið bú- ið að gera hvað það varðar í þjóð- garðinum í sumar. Gróður hefur víða farið illa í sumar í þurrkunum, einkum þar sem jarðvegur er send- inn og hefur gróður í þjóðgarð- inum víða brunnið og tjarnir þorn- að upp. „Þó skortur hafi verið á regnvatni erum við að vonast eftir að hér finnist nægjanlegt heitt vatn,“ segir Ragnar, en byrjað verður að bora fyrir heitu vatni á næstu dögum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fegurð 110 sjálfboðaliðar voru á tímabili í Skaftafelli í sumar. Meiri aðsókn í þjóðgarðinn í Skaftafelli en nokkru sinni ÍBÚASAMTÖKIN Betri byggð á Kársnesi halda opinn fund um skipulagsmál Kársnessins í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. ágúst. Fundurinn fer fram í Salnum og hefst kl. 20. Markmið fundarins er að gefa íbúum á Kársnesi kost á að kynna sér nánar inntak þeirra skipulags- breytinga sem standa fyrir dyrum. Frummælendur verða m.a. Arna Harðardóttir, formaður BBK, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og Sigríður Kristjánsdóttir, formaður Félags skipulagsfræðinga. Frestur íbúa til að skila inn at- hugasemdum vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi á vest- anverðu Kársnesi rennur út 21. ágúst nk. Samkvæmt lögboðinni auglýs- ingu bæjaryfirvalda sem birtist 3. júlí sl. fjallar skipulagsbreytingin um 4,8 hektara landfyllingu og 54.000 fm nýbyggingar fyrir hafn- sækna atvinnustarfsemi á 27 hekt- ara svæði vestast á Kársnesi. Morgunblaðið/Golli Fundur um Kársnesið JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun að hún hefði falið inn- flytjendaráði að hefja vinnu við gerð heildstæðrar fram- kvæmdaáætlunar í málefnum innflytjenda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007. Gert er ráð fyrir að tillögur ráðsins að heildstæðri framkvæmdaáætlun liggi fyrir snemma árs 2008. Í ráðinu sitja Hrannar Björn Arnarsson, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður; Hildur Jónsdóttir, til- nefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Vilborg Ing- ólfsdóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti; Þorsteinn Davíðsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðuneyti; Kristín Jónsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðu- neyti, og Tatjana Latinovic, án tilnefningar. Tillögur um innflytjendamál Jóhanna Sigurðardóttir RANNSÓKN Byrgismálsins hefur tafist af ýmsum ástæðum að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslu- manns á Selfossi. Mörg rannsókn- arefni hafi reynst umfangsmeiri en talið var í fyrstu en stefnt sé að því að ljúka rannsókninni í september og senda málið öðru sinni til emb- ættis ríkissaksóknara. Í maí sl. sendi ríkissaksóknari Byrgismálið aftur til sýslumanns til frekari rannsóknar. Taldi saksókn- ari að kanna þyrfti betur ýmis at- riði áður en hægt væri að taka ákvörðun um hvort ákært yrði í málinu. Átta konur hafa kært Guð- mund Jónsson, fyrrverandi for- stöðumann Byrgisins. Byrgismál tafist NOKIA hefur tilkynnt að hugs- anlegur galli sé í hluta af þeim BL-5C-rafhlöðum sem eru í farsím- um frá fyrirtækinu. Framleiðsla þeirra stóð yfir frá desember 2005 til nóvember 2006. Einkennin lýsa sér þannig að raf- hlaðan ofhitnar þegar síminn er í hleðslu. Nánari upplýsingar um málið má finna á heimasíðunni www.nokia.com/batteryreplace- ment. Rafhlöður hitna Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is „FYRST og fremst var það fagur- fræðileg hlið stærðfræðinnar sem vakti áhuga minn,“ segir Sigurður Helgason, stærðfræðingur og pró- fessor við hinn fræga háskóla Massachusetts Institute of Techno- logy, eða MIT, í Bandaríkjunum. Sigurður hefur verið við nám og störf vestanhafs í meira en hálfa öld og hefur gegnt stöðu prófessors við MIT síðan 1965. Sigurður fæddist 30. september 1927 á Akureyri. Þar lauk hann stúdentsprófi frá MA árið 1945 og var að því loknu einn vetur við nám í verkfræðideild HÍ, áður en hann hélt til Hafnar í stærðfræðinám. „Stærðfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla var ekki almennilega búin að ná sér eftir stríðið,“ segir Sigurður. „Uppbygging fyrsta námsársins í verkfræði hér heima þótti svipuð því sem var í stærð- fræðináminu í Danmörku.“ Þaðan lauk Sigurður Mag.Scient.- prófi í stærðfræði árið 1952 og hélt þá til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk doktorsprófi frá Princeton- háskóla árið 1954. Næstu árin kenndi hann við MIT, Princeton- háskóla, Chicago-háskóla og Col- umbia-háskóla, en hefur verið fast- ráðinn við stærðfræðideild MIT síð- an 1960. „Stærðfræðideild MIT er til- tölulega ung,“ segir Sigurður, en hún var stofnuð á fjórða áratug síð- ustu aldar og þykir nú ein sú besta í heimi. Sigurður stundar enn rann- sóknir og fulla kennslu, enda segir hann áttræðisaldur enga ástæðu til að hætta að kenna. Ferill Sigurðar er einkar glæsi- legur, fjöldi greina hefur birst eftir hann í virtum tímaritum auk þess sem bækur hans hafa náð mikilli út- breiðslu á fræðasviðinu. Sigurður hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar, hann er heiðursdoktor við meðal annars Há- skóla Íslands, Kaupmannahafnarhá- skóla og Uppsalaháskóla. Árið 1991 hlaut hann stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Opnar dyr að vísindunum Eins og vísað er til í upphafi heillaðist Sigurður helst af fag- urfræði stærðfræðinnar og þakkar doktor Ólafi Daníelssyni kynni sín af henni, en bækur hans voru lengi helsta stærðfræðikennsluefni hér á landi. „Af bókum hans kynntist ég hinu fagurfræðilega sjónarhorni. Ólafur var sá sem kom stærðfræðikennslu inn í skólana, hann vissi að stærð- fræðin opnaði dyr að vísindunum og að skilningur væri grundvallar- atriði. Markmið stærðfræðikennslu væri ekki að geta deilt við danska kaupmenn eða mæla túnskika.“ Þó Sigurður hafi mestan hluta ævi sinnar starfað erlendis er hon- um annt um stærðfræðiiðkun hér- lendis, sem hann segir gjörbreytta. Tölvutæknin hafi rofið einangrunina og aukið skilvirkni. „Nú eru mörg stærðfræðitímarit og jafnvel heilu bækurnar birtar í heild sinni á Netinu,“ segir Sig- urður, sem er mikill stuðnings- maður útbreiðslu fræðigreina án þess að tilkostnaður lesenda verði of mikill. Ný bók eftir Sigurð er einmitt væntanleg á næstunni og honum hefur tekist að sannfæra út- gefanda sinn um að birta bókina á Netinu áður en hún verður gefin út. Sigurður hefur haldið allnokkra fyrirlestra hérlendis, nú síðast í fyrravor. Bóka- og tímaritaskortur þykir Sigurði nokkuð há stærð- fræðideild HÍ. „Stærðfræðirit eru þess eðlis að þau gömlu eru ekki síður nothæf en þau sem nýrri eru og því mikilvægt að gefa þeim nægilegt rými.“ Stærðfræði og sneiðmyndun „Ég myndi segja að það væri svo- kölluð „integral geometría“,“ svarar Sigurður aðspurður um hvert sé hans helsta fræðasvið. Heildisrúmfræði (e. integral geo- metry) er tiltölulega ný fræði á stærðfræðimælikvarða, frá rann- sóknum Funk og Radon á öðrum áratug 20. aldar. Setningar á því sviði hafa leitt til tækniþróunar í læknisfræði, nefnilega tölvusneið- myndatækni sem Nóbelsverðlauna- hafarnir Cormack og Hounsfield unnu að. Stoðarsetningin (e. sup- port theorem) sem Sigurður sann- aði árið 1965 var ein þeirra sem nýttust við þessa nýju beitingu röntgengeisla. „Cormack var við Tufts-há- skólann í Boston og komst að því að ég hafði unnið á þessu sviði. Stoð- arsetningin sýnir að hægt er að afla upplýsinga um viðkvæm svæði með því að senda röntgengeisla fram hjá þeim. Cormack spurði mig hvort svona setning væri til og þá gat ég bent honum á grein mína.“ Aðrar rannsóknir Sigurðar eru helst á sviði sveiflugreiningar (e. harmonic analysis) og útsetninga- fræði (e. representation theory), auk diffurrúmfræði, Radon- ummyndana og Lie-fræða, sem tengjast m.a. afstæðiskenningunni og skammtafræði. Hrein stærðfræði getur því ekki síður reynst hagnýt en prósentu- reikningur og tölfræði, fjármála- og fiskilíkön. Spurningin um hagnýt- ingu bankar reglulega upp á hjá stærðfræðingum. Sigurður hefur svar við því á reiðum höndum. „Öll stærðfræði er hagnýt, hún er fyrst og fremst hagnýt til stærð- fræðirannsókna.“ Ráðstefnur til að kynna tengsl Sigurður segir að miðað við fjölda fræðasviða stærðfræðinnar og hversu djúpt þarf að kafa til að ná árangri sé æ erfiðara að hafa yf- irsýn til að tengja mismunandi svið. „Sérhæfing er nauðsynleg til að koma einhverju frá sér, en þó er ekki gott að sökkva sér of djúpt því svo mikið sprettur af því að tengja saman. Ráðstefnur eru því mjög mikilvægar því þar geta viðstaddir séð hve sterk áhrif mismunandi greinar stærðfræðinnar hafa hver á aðra.“ Ráðstefnan um heildisrúmfræði, sveiflugreiningu og útsetningafræði til heiðurs Sigurði Helgasyni átt- ræðum stendur í Öskju fram á laug- ardag. Að henni standa Háskóli Ís- lands, Kaupmannahafnarháskóli og MIT, en undirbúningur hefur verið í höndum Gests Ólafssonar, háskól- anum í Baton Rouge í Louisiana, Davids Vogel, MIT, Henriks Schlichtkrull og Mogens Flensted- Jensen, Kaupmannahafnarháskóla og Jóns Ingólfs Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Roberts Magnus, Háskóla Íslands. Um víða veröld Heilmikið verk er að undirbúa ráðstefnu sem þessa. Boðsgestir koma hvaðanæva að úr heiminum, allt frá Bandaríkjunum til Brunei, og fjölmargir hafa sótt um þátttöku. Sjálfur hefur Sigurður ferðast um heim allan, hann hefur kennt og haldið fyrirlestra í Danmörku, Frakklandi, Ungverjalandi og Jap- an, svo fátt eitt sé nefnt. „Stærðfræðin er nefnilega eins í öllum löndum. Allir eru sammála því, það eru engir túlkunarerfið- leikar. Innan stærðfræðinnar er engin pólitík eða rifrildi.“ Stærðfræðin óháð aldri, landamærum og pólitík Morgunblaðið/Kristinn Heildisrúmfræði Helsta fræðasvið Sigurðar Helgasonar var lítt þekkt þeg- ar hann las sér til um efnið í lestinni milli New York og Boston árið 1955. Í HNOTSKURN »Eitt frægasta dæmi heild-isrúmfræði er Buffon’s needle, sem fjallar um hvernig nálgast má gildi tölunnar pí með því að láta eldspýtur falla á flöt með samsíða línum með jöfnu millibili. » Í dag hefst ráðstefna viðHÍ sem haldin er til heið- urs Sigurði áttræðum og er hann því staddur hér á landi. »Sigurður segir mikilvægtað reyna að finna sjálfur rannsóknarverkefni og fylgja eigin smekk, þannig aukist lík- urnar á innri hvata. Sigurður Helgason, prófessor við MIT, er staddur á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.