Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.09.1955, Blaðsíða 15
Suipir óamtí&i armanna: Nikolai Alexandrovich Bulganin Friðarvonir manna hafa auk- izt við samstarfsvilja hans UM FÁTT hefur verið meira rætt og ritað að undanförnu en hin snöggu umskipti, sem orðið hafa hjá ráða- mönnum Sovétríkj anna. Dag eftir dag hafa forsíður dagblaðanna flutt feit- letraðar frásagnir af þeim bróðurhug og friðarvilja, sem gætt hefur hjá Rússum á ráðstefnum stórveldanna. Sérstaklega eru mönnum minnisstæð- ar frásagnir blaðanna af hinni glæsi- legu veizlu, sem Bulganin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hélt vestræn- um sendiherrum og stjórnarerindrek- um 7. ágúst síðastliðinn. Veizlan var haldin á sveitasetri Bulganins í fögru umhverfi í námunda við Moskvu. Hin- ir tignu og alvörugefnu ráðamenn Sovétrikjanna léku á als oddi, döns- uðu og sungu hástöfum, og dagblað nokkurt komst svo að orði um sam- kvæmið, að þar hafi „andi elskhug- ans svifið yfir vötnunum.“ Boðsgest- irnir voru á einu máli um það, að aldrei hefði útlendingum verið haldið jafn skemmtilegt samkvæmi í Rúss- landi þau 37 ár, sem kommúnista- stjórn hefur ráðið þar ríkjum. Hrók- ur alls fagnaðar í samkvæminu var auðvitað sjálfur Bulganin forsætis- ráðherra, og væri þá ekki úr vegi að rekja feril hans hér stuttlega. NIKOLAI Alexandrovich Bulganin fæddist í borginni Nizhni Novgorod, sem nú er nefnd Gorky, fyrir 59 árum. Foreldrar hans voru vel efnum búin og kostuðu hann til náms, en Bulgan- in reynir ævinlega að gera sem minnst úr efnum foreldra sinna og telur sig hafa verið öreiga. Fáeinum mánuðum áður en byltingin hófst gekk hann í flokk byltingarsinna og er þannig einn af þeim fáu núverandi ráða- mönnum Sovétríkjanna, sem þátt tóku í byltingunni. Meðan byltingin stóð yfir, gekk Bulganin svo rösklega fram í heimaborg sinni, að Stalin gerði honum boð að koma til Moskvu. Þar var hann gerður að bankastjóra, þótt hann hefði ekki hið minnsta vit á fjármálum. Skömmu síðar var hann kjörinn borgarstjóri Moskvuborgar og gegndi því starfi í sex ár. Hann ferð- aðist nokkrum sinnum erlendis og flutti heim ýmsar nýjungar og breyt- ingar. ÞEGAR ÞJÓÐVERJAR réðust á Rússland í síðustu heimsstyrjöld, varð Bulganin aðalskipuleggjari varna höfuðborgarinnar. Hann kvaddi hvern sem var í herþjónustu og otaði jafnt konum sem körlum í fremstu víglínu. Þúsundir manna féllu, en borginni varð bjargað. Að stríðinu loknu hækk- aði Bulganin stöðugt í tign. Fyrst var hann gerður að hermálaráðherra og loks fékk hann sæti í æðsta ráðinu. Þegar Stalin lézt, varð hann einn af fjórum varaforsætisráðherrum, en virtist taka lítinn þátt í valdabarátt- unni, sem á eftir fór. í febrúar síðast- liðnum var Bulganin svo einróma kjörinn forsætisráðherra í stað Mal- enkovs. KOSNING BULGANINS í embætti forsætisráðherra kom mönnum miög á óvart, og margir vilja halda því fram, að þrátt fyrir titil Bulganins sé það Krutschev, aðalritari kommún- istaflokksins, sem mestu ráði. Stór- blaðið New York Times flutti t. d. þá frétt frá Genf, er ráðstefnan stóð þar yfir, að Bulganin hafi eitt sinn að loknum fundi ætlað að stíga upp í bifreið. Þá hafi hann skyndilega vikið til hliðar og framhjá honum gengið Krutschev og stigið upp í bifreiðina. Um þetta verður fátt sagt með vissu, en á Genfarráðstefnunni lét Bulganin mest til sín taka af ráðamönnum Sov- étríkjanna og virtist vera sá, sem fer með æðstu völd þar eystra. Er æðstu menn stórveldanna gerðu grein fyr- ir sjónarmiðum sínum í upphafi ráð- stefnunnar, var það Bulganin, sem flutti lengstu ræðuna og talaði af sátt- fýsi og friðarvilja. MENN ERU mjög ósammála um, hver sé ætlun Rússa með hinni breyttu stefnu sinni. Skiptast menn aðallega í tvo hópa. Annars vegar eru hinir efa- gjörnu og spyrja sem svo: Er þetta ekki aðeins eitt herbragðið enn í „kalda stríðinu" milli austurs og vest- urs? Og hinir svartsýnustu taka enn- þá dýpra í árinni og segja: Þegar æðsti maður Sovétríkj anna talar á vestræna vísu, eins og Bulganin gerði á Genfarráðstefnunni, er aðeins um að ræða snjallt herbragð í hinni lang- vinnu sókn kommúnista eftir heims- yfirráðum. — Hins vegar er hópur manna, sem hefur þá trú, að hér sé i raun og veru um breytta stefnu að ræða, sem eigi rætur sínar að rekja til einlægs samstarfs- og friðarvilja. VONANDI hafa hinir síðarnefndu á réttu að standa, og sé svo, mun nafn Bulganins forsætisráðherra lengi í minnum haft. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.