Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.02.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Gdö samtíÖBPÍnnar. 15. Frank Kellogg. Kellogg-sáttmálinn liótti um eitl skeið merkilegastur þeirra samn- inga sem gerðir höfðu verið eftir heimsstyrjöldina til þess að koma jafnvægi á heiminn og afstýra styrj- öldum. Og merkilegastur þótti hann fyrir það, að með honum viður- kenclu Bandaríkjamenn eftir langa mæðu, að þeim bæri skylda til að hafa afskifti af ástandinu í Evrópu. Maðurinn, sem þessi samningur er kendur við, andaðist i hárri elii Iiinn 22. desember síðastliðinn og skorti þá einn dag á að verða 81 árs. Hann dó úr lungnabólgu. — við Standard Oil. Jafnframt fór hann að gefa sig að stjórnmálum. Skandinavar og Þjóðverjar eru mjög fjölmennir í Minnesota og þykja róttækir í stjórnmálum. Þeir kusu Frank Ivellogg fyrir senator árið 1917 og þóttust þá senda mik- inn og róttækan umbótamann á þing. En rauði liturinn á Ivellogg upplitáðist brátt er hann kom á þingið í Washington og bændunum í Minnesota þótti Kellogg liafa brugð- ist illa enda brugðust þeir honum líka við kosningarnar 1923 og kusu norska framhjóðandann Shipstead á þing. En Kellogg var ekki á flæðiskeri staddur fyrir það. Hann varð sendi herra Bandaríkjanna í London árið 1924, en árið eftir kvaddi Calvin Coolidge hann heim og gerði hann Mijndin er lekin á járnbrautarstööinni i Haag. Keltogg sjest á miöri mgndinni. — Manni finst það nærri því lygi- Jegt núna, að fyrir hálfu tíunda ári, 27. ágúst 1928 undirskrifuðu stór- veldi alls heimsins, þar á meðal Japan, Þýskaland og Ítalía Kellogg- samninginn og lýstu þar fordæmingu sinni á stríði til þess að ráða fram úr deiluefnum þjóða á milli. Þessar þjóðir skuldbinda sig til þess að nota ekki stríð til þess að knýja fram málstað sinn, heldur skyldu þær leggja deilumálin i gerð! Frank B. Kellogg átti ekki frum- kvæði að þessum samningi en liann var utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar jjetta gerðist og samningur- inn var kendur við hann í virðing- arskyni. Aristide Briand var eigin- lega upphafsmaðurinn og Borah senator var mesti fylgismaður máls- ins á þingi Bandaríkjanna, Undir þennan fræga samning rituðu 62 jóðir.------- Kellogg var „selvmade man“ eftir bestu ameríkanskri fyrirmynd. Fað- ir lians var fátækur bóndi er flutt- ist til Minnesota er Frank var barn að aldri. Hann ólst upp í skógar- kofa, þrælaði baki brotnu, fjekk enga skólamentun nema eitl ár í lit- ilfjörlegum farskóla. En 19 ára komst hann á skrifstofu hjá lögfræðingi. Ekki sem skrifari. Hann þvoði gólfin og lagði í ofnana. Hann hafði hús- næði hjá bónda einum og var þar í fjósinu. Á sumrum var hann í kaupavinnu fyrir 13 dollara á mán- uði. En jafnframl þessu lagði hann stund á lögfræði og náði málaflutn- ingsfnannsprófi án þess að hafa stigið fæti sínum í skólann nema dagana sem hann tók prófið. Nú varð honum það til happs að hann kyntist Davis senator, sem var mikill áhrifamaður og varð ráðunautur ríkisins í málaferlunum sem það átti að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sat hann í jjeirri stöðu til ársins 1929, eftir að Hoover var orðinn forseti. Sem utanríkisráðherra lenti honum oft illa saman við Breta. Bar- áttan um oliulindirnar í heiminum stóð þá sem hæst en þar voru hug- myndir Breta og Bandaríkjanna á öndverðum meið og Bretar höfðu betur í þeirri viðureign. Bandaríkin voru ágeng i Panama og Nicaragua um þessar mundir og komu þar ár sinni fyrir borð, betur en Bretum þótti hæfilegl. Til andsvhra gerðu Bretar leynilegan flotasamning við Frakka til þess að styrkja aðstöðu sína á hafinu og vakti sá samningur megna gremju í Bandaríkjunum. Var þetta rjett áður en stórveldin komu saman til þess að undirrita Kellogg- samninginn og lýsti Kellogg van- þóknun sinni á Bretum er liann kom til Evrópu í samningserindunum, með því að fara af skipinu í írlandi til þess að þurfa ekki að koma til Fnglands. Kellogg bætti i ýmsu starfshætti utanríkisráðuneytisins meðan hann var ráðherra. Skömmu eftir að Hoov- er var orðinn forseti sagði hann af sjer og hvarf aftur að málafluln- ingsstörfum. Hann fjekk friðarverð- laun Nobels haustið 1929 fyrir það að lána nafn sitt á Kelloggssamning- inn, og hafa víst fáir minna til þeirra verðlauna unnið. Það má segja að þau verðlaun hafi verið „uppfylling í eyður verðleikanna". Árið 1930 var hann skipaður dóm- ari í alþjóðadómstólnum í Haag og gegndi því starfi í fimm ár. Lítið kvað að honum í þeirri stöðu, enda var hann þá búinn að lifa sitt feg- ursta. ----x---- Frú Frank Scott kom inn i stræl- isvagn með þrettán hörn með sjer. Samkvæmt venju þar í landi getur móðir tekið börn sin undir fimm ára aldri með sjer ókeypis í slrætis- vagni, en vagnstjóranum þótti til mikils mælst þegar hún borgaði að- eins eitt fargjald fyrir sig og öll börnin. — Þjer ætlist varla til að jeg taki heilan sunnudagsskólabekk ókeypis? sagði hann. - Þetta eru alt mín börn og þau eru öll undir fimm ára aldri, svar- aði konan. Og svo dró hún vottorð upp úr töskunni sinni. Abel og Abner voru missiris gamlir og Asgel, Ar- clier og Austin voru 4% árs. Scott- hjónin liöfðu unnið það afrek að eignast þrettán börn á fjórum árum þrenna þríbura og tvenna tvi- bura. Geri aðrir betur! ----o---- Seytjándi júni er merkisdagur hjer á landi, því að þá fæddist Jón Sig- urðsson. En merkilegri varð hann þó í æfi Jans III. Sobieski Pólverja- konungs. Hann fæddist 17. júní, var krýndur 17. júni, kvæntist 17. júni og dó 17. júni. ----o---- A norðausturströnd Afriku er á til sem heitir Tadjouda og rennur ekki til sjávar heldur öfugt — úr sjó og inn í land. Hún „sprettur upp‘ i Tadjouraflóa og rennur i stöðuvatn inni í landi og gufar þar upp jafn- óðum. ----o---- Það er fleira undarlegt i liænsn- anna ríki en hænuhaninn í Grinda- vik. James Cook í Bedford, Massas- chucetts á hænu, sem verpir fer- hyrndum eggjum. ----o---- Elísabet Itathory greifafrú i Ung- verjalandi, sem uppi var 1560—1614, sjálfri sjer og öðrum til skapraunar, var einn mesti vinnukonuböðull, sem sögur fara af. Hún drap 650 vinnukonur sínar á sex árum. En svo hátt var hún sett í mannfjelag- inu, að enginn refsing náði til henn- ar fyrir þessi hermdarverk. ----o---- Danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe lenti i einvígi á yngri árum og andstæðingur hans hjó af honum nefið. Þessi andstæðingur hans hjel Passberg. Neflausa ásýndin var Bralie til ama, því að hann var mik- ill tilhaldsmaður, og ljet hann því smíða sjer nef úr gulli og límdi það á stúfinn. En ekki var smíði þassi betri en svo, að samskeytin sáusl jafnan og bera myndir af Tocho Brahe það með sjer, að eitthvað var bogið við gullnefið á honum. ----o---- Ameríkumenn telja föstudaginn lukkudag og færa þetta til: föstudag 3. ágúst 1492 sigldi Columbus til Ameríku, föstudag 12. okt. 1492 fann Columbus Ameriku, föstudag 22. nóv. 1493 kom Columbus ])angað i annað sinn, föstudag 12. júní 1494 fanst meginland Ameríku, föstudag 5. mars 1496 sendi Hinrik VIII. Cabot í leið- angur, sem varð til þess að hann fann Norður-Ameríku, föstudag 7. sept. 1565 stofnaði Mendez bæinn Sl, Augustine í Florida, elsta bæinn i Bandaríkjunum, föstudag 10. nóv. 1620 lenti Mayflower með pílagrim- ana í Provincetown, föstudag 22. febr. 1732 fæddist George Washing- ton, föstudag 17. okt. 1777 gafst Burgoyne upp við Saratoga, föstu- Skák nr. 37. Skákþing íslendinga, Reykjavík, 1. febrúar 1938. Niemzo-indverskt. Hvitt: Ásmundur Ásgeirsson. Svart: Eggert Gilfer. 1. d2—d4, Rg8—f6; 2. c2—c4, e7— e(>; 3. Rbl—c3, Bf8—b4; 4. Ddl—b3, (í skákinni Einar Þorvaldsson— Sturla Pétursson, Skákþing Reykvík- inga 1938, lék Einar í þessari stöðu Ddl—c2, sem nú er talið best. Sbr. Lesbók Morgunblaðsins 23. jan. 1938. Því miður fylgjast þeir Ásmundur og Gilfer ekki einsvel og skyldi meðnýj- ungum í skákfræðinni); 4.....c7— c5; 5. d4xc5, Rb8—c(i; 6. Rgl—f3, Rf6—e4; (4. leikur livíts Ddl—c2 er settur til liöfuðs þessum leik) 7. Bcl—d2, Re4xd2; (Niemzowitsch á- leit Re4xc5 besta Ieikinn i þessari stöðu); 8. Rf3xd2, 0—0; 9. e2—e3? (g2—g3 var rétti leikurinn. Biskup- inn á að komast lil g2 til þess að hindra bö og Bb7 og neyða svart til að brjóta biskupnum leið gegnum d7 og e6); 9....Bb4xc5; 10. Bfl— e2, b7—h(>; 11. Rd2—f3, I)d8—e7; 12. 0—0, Bc8—b7; 13. a2—a3, (Aðgerða- litið. Svart liefir fengið tíma til að koma mönnunum sínum vel fyrir á borðinu og á þegar a. m. k. eins góða stöðu); 13.... f7—f5; 14. Hal—dl, Ha8—d8; 15. I)b3—c2, Bc5—d6; 1(>. Dc2—d2, Bd6—1>8; 17. b2—1>4 (Til- gangslaust var Rc3—b5 vegna d7— d(>); 17...a7—a5; Rc3—a4 (Reyn- andi var l>4xa5 og síðan Hdl—bl); 18.....a5xl>4; 19. a3xb4, Rc6xb4; 20. Ra4xb0, Ra4 -1)6; 21. Dd2—d4 (Til mála kom að leika Hdl—bl, með ógnuninni Rb6—d5); 21......... d7—d6; 22. Hdl—bl, Ra6—c5; 23. Hbl—b4, Bl>8—a7; 24. Hfl—al, Bb7—e4; 25. Dd4—c3, Be4—c6; 26. Rf3—d4, Bc6—e8; 27. Dc3—a3, Ilf8 —f7; 28. Be2—f3, De7—c7; 29. Rbö —a8, Dc7—e7; 30. h2—h3 (Betra var Rd4—c6); 30......Rc5—e4; 31. Ra8—b6, Re4—d2; 32. Bf3—c6? (Yf- % irsjonir sem þessi stafa fyrst og fremst af æfingarleysi. Ásmundur hefir algerlega vanrækt að æfa sig síðan hann kom frá Stokkhólmi og geldur þess. Nauðsynlegt var Be2); 32......Ba7xb6; 33. Hb4xb6, Rd2x c4; 34. Ila3—1)3, Rc4xb0; 35. Db3x 1)6, Ild8—c8; 36. Bc6—f3, e6—e5; 37. Rd4xf5, (það skiftir vitanlega engu máli hverju hvilt leikurt; 37. .... IIf7xf5; 38. Bf3—g4, IIc8—c(>; 39. Db6—b8, Hf5—f8; 40. Hal -a7, Be8—17. 41. gefið. dag 19. sept. gafst Cornwallis upp við Yorktown. ----o---- Dóttir Shakespeares kunni hvorki að lesa nje skrifa. ----o---- Keisaraættin í Japan er langlengsti þjóðhöfðingjaættbálkur i veröldinni. Komst lnin til valda fyrir rúmum 2590 árum og hefir setið að völdum óslitið til þessa dags. Núverandi Japanskeisari, Hirohito, er 124. keis- arinn í ættinni,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.