Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 13
LABEKK í HASÆTI barns auðið. En eignist þau ekki barn eru næstu erfingjar krúnr* unnar í Grikklandi þeir Pétur og Mikael frændur konungsins. Mikil ólga hefur verið í Grikklandi upp á síðkastið; þar er fátækt mikil og stéttamismunur geipilegur. Konstantín prins veit hvað hann þarf að gera. Honum vinnst áreiðanlega vel, enda stendur þjóðin með hpnum: Hann er virtur og dáður af almenningi, og nýtur töluverðs álits erlendis. Hér á landi mun Framhald á bls. 31. Anna María pakkar saman. Með henni á myndinni eru vinstúlk- ur hennar, Lisbet Rindet og Bernadette Bichard. þótt henni fyndist handavinna skemmtilegust og föndur alls konar ætti bezt við hana. Skóli þessi í Sviss er með dýrustu og beztu skólum sinnar tegundar í því landi og þótt víðar væri leitað. Höfuð- markmið hans er að kenna stúlkunum að stjórna heimili auk þess sem rík áherzla er lögð á það, að stúlkurnar læri mál, svo sem ensku, frönsku og þýzku. Anna María var fyrsta prinsessan, sem gekk í þennan skóla og átti ekki sízt þátt í að vefja veru hennar þar ævin- týrahjúp. Og rómantíkin þar komst á hástig þegar kunn- gerð var trúlofun hennar og Konstantín af Grikklandi. Anna María var ætíð titluð prinsessa á skólanum, en annars var alltaf komið fram við hana eins og hverja aðra óbreytta skólastúlku. Hún eignaðist líka margar vinkonur í skólanum og veran þar hefur áreiðanlega haft þroskandi áhrif á hina verðandi drottningu. Friðrika drottning hefur nú alveg fengið syni sínum völdin. Og þegar hann vann eiðinn, fékk hún Önnu Maríu jarlstafinn í hendur, en Anna rétti Konstantín. 20. marz síðastliðinn kom Anna María í heimsókn í skólann í síðasta skipti. Hún kom til að kveðja skólann og skólasystur sínar, sem voru henni orðnar nokkuð kærar. Hún hafði á þeim mánuði, sem hún var í burtu þroskazt ' mikið; hún var orðin drottning. Það verður enginn dans á rósum að vera drottning í ’ Grikklandi. Fyrst þarf hún að læra málið svo vel að annað verði ekki fundið á tali hennar en hún sé innfædd og hafi aldrei aðra tungu mælt. Konstantin kóngur er aðeins 23 ára, og segja margir að hann sé of ungur til þess að takast svo ábyrgðarmikið starf á hendur. En Grikkir eru vanir svo ungum þjóðhöfðingjum. Þegar Ottó frá Bayern var valinn kóngur 1831, var hann aðeins 16 ára gamall. 32 ára gamall var hann rekinn frá völdum og við tók 17 ára prins, Valdemar af Danmörku. Og þannig hefur það verið í Grikklandi, og oft hefur viljað brenna við að konungar sætu þar heldur skammt að völdum, enda eru Grikkir óróaseggir, og hafa aldrei látið kúga sig. Og þótt Konstantín sé ungur þjóðhöfðingi, er hann ekki sá yngsti í sögu Grikklands, en hann er nú yngsti þjóðhöfðingi í heiminum. Nú er Irena systir Konstantín krónprinsessa og verður það þangað til þeim Konstantín og Önnu Maríu verður Anna María deilir út tertunni á FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.