Vikan

Tölublað

Vikan - 01.03.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 01.03.1973, Blaðsíða 8
í sjö ár var Harry S. Truman voldugasti maður í heimi. Hann beitti kjarnorku- sprengjum í hernaði fyrstur leiðtoga, réði ferð Vesturlanda í kalda stríðinu gegn Sovétríkjunum og hindraði að kommún- istar legðu undir sig Kóreu alla. I þau tuttugu ár, sem liðin eru frá því að hann lét af völdum, var hann ^engu að síður flestum gleymdur. „Meiri trúmann ei veröldin veit /vopnjn góð eiga slíkir . . ." segir Jóhannes úr Kötlum í Sóleyjarkvæði. Sennilega muna flestir eftir Truman sem þeim Bandaríkjaforseta, sem varpa lét atómsprengjunum ó Hírósíma og Nagasaki. Af völdum þeirra biðu þrjú hundruð og fimmtíu þúsund manneskjur bana og tvö hundruð þúsund varanlegt heilsutjón. Sumir ætla að með þessu hafi Truman ekki einungis viljað skelfa Japani, heldur og Rússa. HALSBINDASALiNN SEMVARB HEIMSSKELFIR Þegar Harry S. Truman dó, var hann afgamall og löngu gleymdur. Fæstir tóku einu sinni eftir dánarfregninni; það sem yfirgnæfði hana voru drun- urnar frá sprengjunum, sem eftirmaður eftirmanns eftir- manns eftirmanns Trumans lét rigna yfir Hanoi og Haiphong. Sumir sperrtu brýrnar hissa; Truman, hafði hann virkilega verið lifandi til þessa dags? Þessi gleymdi, gamli maður hafði þó flestum eða kannski öllum fremur mótað heim nú- tímans. Hann var forseti Banda- ríkjánna 1945—1952. Þau árin áttu Bandaríkin ein ríkja kjarn- orkuvopn og dollarinn var þá eini gjaldmiðillinn, sem eitt- hvert gildi hafði. Bandaríkin voru þá langvoldugasta ríki veraldar. Enginn Bandaríkja- forseti fyrr eða síðar hefur haft eins mikið vald og Truman, og ekki verður annað sagt en að hann beitti því valdi. Undir hans stjórn hleyptu Banda- ríkjamenn af stað Marshall- áætluninni, til að gera Vestur- Evrópu efnahagslega séð varn- arhæfa gegn kommúnismanum og tengja hana efnahagskerfi Bandaríkjanna. Hann kom upp loftbrúnni til Berlínar og und- ir hans forustu var Nató stofn- að. Það var á stjórnarárum Trumans, sem íslendingar gengust inn á að leyfa Banda- ríkjamönnum að hafa bæki- stöð á Keflavíkurflugvelli, þótt ætlazt hefði verið til að þeir hyrfu með öllu af fslandi að stríðinu loknu. íslendingar gerðust líka aðilar að Marsh- all-áætluninni og Nató og stjórn okkar tók aftur við bandarísk- um her í stjórnartíð Trumans. 8 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.