Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.06.1961, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 liliimenni 22 HABIB BOURGUIBA, forseti Túnis HANN ER einn athygliverðasti stjórn- inálamaður þeirra Afríkuríkja, sem nú eru i óða önn að brjóta af sér fjötra seig- drepandi nýlendukúgunar, enda mjög sterkur persónuleiki. Bourguiba befur losað þjóð sína und- an frönskum yfirráðum og er nú i óða önn að ala hana upp í anda vestur-evr- ópskrar siðmenningar. Hann befur h’yggt sér óskorað vald til að gera Túnis- nienn að lýðræðisþjóð. Hann er einn'af niestu ræðuskörungum Arabakynstofns- nis, en jafnframt einn gætnasti stjórn- málamaður þess kyns. Hjá Bourguiba fer saman sterk greind, ágæt menntun, mikill skapstyrkur og traust dómgreind. Miklum bluta ævinnar hefur liann varið hl pólitískrar baráttu við Frakka, og 12 af 57 æviárum sínum befur hann setið í ft'önsku varðhaldi. Hann talar betur h'önsku en arabisku, og er engan veginn Handsamlegur Frökkum, þrátt fyrir allt. Bourguiba hefur hlotið franska skóla- ^enntun, lokið frönsku háskólaprófi ,i higfræði og er kvæntur franskri konu. Hún er 10 árum eldri en bann og er tal- 111 hafa stutt hann dyggilega, er mest á yeyndi. Frúin kvað njóta mikillar virð- *ngar forsetans. Barátta Bourguiba gegn Frökkum hófst, er liann var sextán ára gamall. ^endi bann þá franska landstjóranum i lúnis mótmæla-símskeyti, vegna þess að hann bafði látið handtaka einn af ætt- Jarðarvinum landsins. Árið 1934 stofnaði Bourguiba ásamt nokkrum jafnöldrum sínum þjóðernisflokk, Neo-Destour, í Túnis. En allir leiðlogar flokksins voru brátt handteknir og fluttir í ömurlegt virki í Sahara-eyðimörkinni. Áður langl um leið, buðust Frakkar til að leysa pilt- ana úr lialdi gegn skuldbindingu um, að þeir skyldu aldrei framar skipta sér af stjórnmálum! Til þess að losna úr eyði- merkurprísundinni undirrituðu þeir all- ir þetta réttindaafsal, að Bourguiba ein- um undanskildum. Upp frá þvi var liann sjálfkjörinn foringi Neo-Destour flokks- ins. Eins og títt er um mikla skaphafnar- menn, er Bourguiba yfirleitt ósveigjan- legur, þegar hann vill það við liafa. Hins vegar er bann lipur samningamaður. Ár- ið 1950 eggjaði hann þjóðernissinna i Túnis til uppreisnar gegn Frökkum. Þannig urðn Túnismenn á undan Alsír- mönnum i frelsisbaráttunni. En i hjarta sínu var Bourguiba mótfallinn uppreisn. Hann vildi semja. Franska menntunin varð arabiska eðlinu yfirsterkari. Og þeg- ar Frakkar sýndu Túnis sanngirni og Mendés-France kom suður þangað 1954, var Bourguiba fús til samninga. Hann

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.