Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 2
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár. Manninum er gefið að sök að hafa slegið eign sinni á farsíma að verðmæti 173.700 kr. í hús- næði Háskólabíós við Hagatorg í Reykjavík. Þar starfaði maðurinn sem húsvörður. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsidóm yfir manninum krefst eigandi símans þess að hann verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð 173.700 krónur. - jss Óskilamunur í Háskólabíói: Húsvörður sló eign á farsíma LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem leitað var að í New York eftir að greint var frá því í fjölmiðlum á föstu- daginn að hann væri grunaður um fjárdrátt frá íhaldshópi Norður- landaráðs er kominn í leitirnar heill á húfi, samkvæmt upplýsing- um úr utanríkisráðuneytinu. Eins og fram kom á föstudag var maðurinn starfsmaður íhalds- hóps Norðurlandaráðs á Íslandi með aðsetur á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins. Hann var leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína og dregið sér á annan tug milljóna af reikningum ráðsins. Það var á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins sem grunsemdir um misferli vöknuðu við athugun á reikningum vegna starfsemi íhaldshópsins og kærði skrifstofan málið til lögreglunnar. Grunaður um fjárdrátt: Maðurinn kom- inn í leitirnar Neistaflug frá pitsubakstri Slökkviliðið var kallað að pitsustað við Laugaveg upp úr klukkan ellefu á sunnudagskvöld þar sem neistaflug stóð upp úr reykháfi. Enginn eldur logaði á staðnum og reyndist neista- flugið koma úr pitsuofninum, því það hætti um leið og slökkt var á honum. LÖGREGLUMÁL SKIPULAGSMÁL Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magn- ús Sædal Svavarsson, bygginga- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar. „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pott- ur brotinn,“ segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæð- ið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunar- aðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum.“ Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvara- laust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tíma- frest lagðar fram fyrir viðkom- andi aðila. Eigendur hafi þó and- mælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eig- andi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum. „Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin,“ segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á.“ Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd mið- borgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dag- sektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgar- saga,“ segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt.“ Páll segir þó vissulega tvinn- ast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en ein- faldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd Skipulagsnefnd Reykjavíkurbogar sendi hundruð aðvarana til húseigenda árið 2008 vegna niðurníddra bygginga. Hótað var dagsektum ef ekkert yrði að gert. Enginn hefur verið sektaður og segir byggingafulltrúi marga hafa tekið sig á. RÚSTIR EINAR Baldursgata 32 í Reykjavík er rústir einar eftir mikinn bruna. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi endurbætur á húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PÁLL HJALTASON MAGNÚS SÆDAL SVAVARSSON ALLIR Í KAFI Leikurinn gengur út á að koma bolta í körfu andstæðingsins á botni sundlaugar. HEILSA Sundruðningur, sem hefur verið vinsæl íþróttagrein víða um heim, barst nýverið til Íslands. Ástralski skiptineminn Bobby Chen á heiðurinn að fyrsta Sund- ruðningsfélagi Íslands. „Ég hef æft sundruðning af kappi í Ástralíu og það var annað hvort að leggja sundbuxurnar á hilluna eða að stofna félag,“ segir Bobby. Sundruðningur er þrívíddar liðaíþrótt þar sem leikmenn keppa um að koma bolta í körfu andstæðinganna á botni sund- laugar. Boltinn er fylltur salt- vatni og sekkur niður á botn. Íþróttagreinin á rætur að rekja til Þýskalands og er mikið spiluð í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Kólumbíu. Sex leikmenn eru í hverju liði en auk þess eru varamenn á bakkanum. Bobby segir venju- lega spilað á nokkru dýpi, lág- markið er þrír metrar. - ve / sjá Allt í miðju blaðsins Ný íþrótt komin til landsins: Leika ruðning í sundlaugum Um 200 börn læra í Hörpu Um 200 börn leggja stund á tónlistar- nám í Tónskóla Hörpunnar. Skólinn sinnir hljóðfærakennslu í tíu grunn- skólum Reykjavíkur, auk þess sem kennsla fer fram í aðalstöðvum skól- ans í Grafarvogi. Sú málvenja hefur myndast að þær eru nefndar Harpan, segir í tilkynningu frá Tónskólanum. MENNING ORKUMÁL Hópur lífeyrissjóða hefur ákveðið að hefja áreiðanleikakönn- un á orkufyrirtækinu HS Orku vegna mögulegra kaupa á fjórð- ungshlut í fyrirtækinu. Í tilkynningu frá lífeyris- sjóðunum segir að þetta sé næsta skref í viðræðuferlinu við Magma Energy, en verði af umræddri fjárfestingu er gert ráð fyrir að greiddir verði um 8,06 milljarðar króna fyrir hlutinn. Þá hefur Magma boðið sjóðunum að auka hlut sinn í HS Orku upp í 33,4 prósent með kaupum á nýjum hlutum í febrúar á næsta ári. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Aðilar eru sammála um að verði af fjárfestingunni verði lífeyrissjóðunum tryggð rík minnihlutavernd með setu fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórn HS Orku og formlegri aðkomu að öllum meiriháttar ákvörðunum á vegum félagsins.“ Það er þó háð því að eignar- hlutur lífeyrissjóðanna verði ekki lægri en 22,5% í fyrirtækinu. Kaupin eru einnig háð útkomu áreiðanleikakönnunarinnar sem og samþykkis stjórna lífeyrissjóð- anna sem um ræðir, en ákvörðun mun sennilega liggja fyrir í næsta mánuði. - þj Lífeyrissjóðir undirbúa innreið sína í íslenskan orkuiðnað: Gera áreiðanleikakönnun á HS Orku VILJA HLUT Í HS ORKU Lífeyrissjóðirnir sem hafa hug á að kaupa hlut í HS Orku hafa ákveðið að láta gera áreiðanleika- könnun á fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÍGERÍA, AP Goodluck Jonathan var í gær útnefndur sigurvegari forsetakosninga í Nígeríu, fjölmenn- asta ríki Afríku. Jonathan, sem tók við forseta- embættinu í þessu mikla olíuríki um mitt síðasta ár, fékk rúmlega tíu milljónum atkvæða meira en helsti keppinautur sinn, Muhammadu Buhari. Auk þess sigraði Jonathan í nógu mörgum fylkjum til að ekki þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu. Miklar óeirðir upphófust eftir að úrslitin urðu ljós, en landið er skipt milli fátækra múslima í norðurhlutanum og kristnum mönnum í hinum olíuríka suðurhluta. Óeirðaseggir kveiktu í húsum þar sem fánar stjórnarflokksins blöktu við hún og skothvellir heyrðust í mörgum borgum og bæjum. Í gegnum árin hefur ofbeldi og svindl einkennt kosningar í landinu og tveir stærstu stjórnarand- stöðuflokkarnir höfðu kært niðurstöður kosning- anna strax í gær. Flestar eftirlitsstofnanir voru þó á því að kosningarnar hefðu farið löglega fram, þar sem til að mynda var færri kjörkössum stolið í þessum kosningum en þingkosningunum í síðasta mánuði. - þj Goodluck Jonathan sigraði í forsetakosningum í Nígeríu með miklum mun: Endurkjörinn í skugga óeirða ENDURKJÖRINN Goodluck Jonathan var endurkjörinn forseti Nígeríu í kosningum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-AFRÍKA Ítalski súkkulaði- framleiðandinn Pietro Ferrero lést þegar hann féll af reiðhjóli í Höfðaborg í gær. Ferrero hefur verið við störf í Suður-Afríku undanfarið. Ferrero var stjórnarformaður Ferrero Group, sem framleiðir meðal annars Nutella-súkkulaði- álegg og Kinder-eggin. Faðir Ferrero er sagður ríkasti maður Ítalíu. - sv Súkkulaðiframleiðandi lést: Datt af hjóli í S-Afríku og dó Vilhjálmur, er allt með kyrrum kjörum? „Já, því miður.“ Lítið þokast í kjaraviðræðum. Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. SPURNING DAGSINS fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.