SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Blaðsíða 30
30 23. maí 2010 H ann varð níræður í febrúar, hann Sun Myung Moon, þessi auðjöfur sem kallað hefur sig ýmsum nöfnum, þeirra á meðal Messías. Lítið hefur verið skrifað á Íslandi um þennan mann og söfnuð hans sem stund- um er kallaður valdamesti sértrúarsöfn- uður heimsins. Lesendur þekkja Moon sennilega best fyrir fjöldabrúðkaupin sem hann hefur stýrt með reglulegu millibili og þykja yfirleitt skondið fréttaefni. Fréttunum fylgir þó sjaldan umfjöllun um söfnuðinn og þær vafasömu hliðar sem hann virðist eiga sér. Jesús birtist á fjallinu Sun Myung Moon fæddist í Kóreu árið 1920 inn í fátæka bændafjölskyldu. Kórea laut á þessum tíma stjórn Japanskeisara og samfélagsaðstæður hreint ekki þær skemmtilegustu. Moon þótti vitur langt umfram það sem aldur hans gæfi til kynna og á jafnvel að hafa verið sagður skyggn. Segir sagan að þegar Moon var 16 ára hafi hann haldið upp á fjall þar sem hann bjó í norðurhluta landsins, og lagst þar á bæn. Þar birtist sjálfur Jesús honum, steig úr gylltu skýi og færði honum þær fréttir að hann væri hinn nýi Messías og skyldi klára það starf sem trésmiðnum frá Galíleu hefði ekki tekist að ljúka. Í gegnum tíðina eiga fleiri vættir heims- trúarbragðanna að hafa tekið hús á Moon. Konfúsíus, Búdda og jafnvel Múhameð sjálfur hafa að sögn trúarleiðtogans opin- berast honum og aðstoðað við útbreiðslu trúarinnar. Seinna á lífsleiðinni á Moon að hafa gagnrýnt Jesú Jósefsson fyrir það einmitt að vera of linur, og öðruvísi hefði farið ef hann hefði fengið til lags við sig trúheitari lærisveina, tilbúna að fórna lífinu fyrir hann. Lærdómsrík fangabúðavist En það er önnur saga. Áfram hélt hinn ungi Moon á sinni braut. Hélt til Tókýó þar sem hann lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Waseda-háskóla í miðri seinni heims- styrjöld. Stríðinu lauk og Moon sneri aftur til sjálfstæðrar Kóreu. Slegið á að hafa í brýnu milli Moons og leiðtoga öldunga- kirkjunnar sem hann tilheyrði. Honum var vikið úr söfnuðinum og, til að gera langa sögu stutta, hélt norður í land til að boða þar trú á eigin forsendum. Um það leyti réðust kommúnistar inn í landið að norðan, og Kóreustríðið hófst. Fyrir boð- unarstörf sín var Moon hent í hræðilegar fangabúðir þar sem hann sat í þrjú ár, pyntaður og kvalinn allt þar til herlið SÞ bjargaði honum, að sögn á síðustu stundu. Söfnuðurinn kennir að í fangabúðunum á þjáning Moons að hafa verið slík að hann frelsaði mannkynið undan syndum sínum og „hreinsaðist“. Það sem moonistar minnast sjaldnar á er að í búðunum lærði hann mörg þau heilaþvottarbrögð sem áttu eftir að vera límið í trúarsöfnuðinum. Moon lýsti trúarkenningum sínum í rit- inu sem á ensku hefur fengið heitið Divine Principle, og stofnaði formlega árið 1954 Sameiningarkirkjuna, eða Holy Spirit Association for the Unification of World Christianity eins og hún heitir fullu nafni á enskri tungu. Utan safnaðarins er talað Hinn dularfulli hr. Moon Hann er voldugur maður með stóran skara fylgjenda og jafnvel enn stærra við- skiptaveldi. Hér er skoðaði óvenjulegt lífs- hlaup Sun Myung Moon og hvers vegna varla má borða sushi í Bandaríkjunum án þess að styrkja um- deildan ofsatrúar- söfnuð Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Moon ásamt þriðju eiginkonu sinni, henni Hak Ja Han. Þau gengu að eiga hvort annað árið 1960. Hún var þá nýorðin 17 ára og hann fertugur. Saman hafa þau átt 14 börn. Moon hefur, allt síðan hann fór að geta látið að sér kveða sem safnaðarleið- togi, verið með fingurna í stjórnmálum með einum eða öðrum hætti. Bæði með því að veita mjög rausnarlega í kosn- ingasjóði, og svo vitaskuld með því að beita Wash- ington Times fyrir sig. Þegar Watergate- hneykslið gróf undan Nix- on, ágætum vini Moons og samherja í baráttunni gegn kommúnistum, voru sýndar fréttamyndir af stuðnings- mönnum forsetans sem mótmæltu í Washington. Nú hefur komið í ljós að ekki var um sjálf- sprottinn stuðning almennra bandarískra borgara við forsetann sinn að ræða, held- ur voru þar á ferð meðlimir safnaðarins sem Moon hafði skipað að fara af stað. Ætli hápunktinum hafi ekki verið náð árið 2004 þegar fríður hópur fólks – þeirra á meðal 12 meðlimir Bandaríkja- þings – hittist við hátíð- lega athöfn í einni af byggingum þingsins í Washington. Eftir at- höfnina, sem finna má kostulega upptöku af á Youtube, eiga sumir þingmannanna að hafa lýst því yfir að þeir hafi verið gabbaðir til sam- komunnar: þeir héldu að þar ætti að fara fram einhvers konar verð- launaathöfn. En nei, þar fór fram eitthvað annað og meira. Þar færði einn þingmannanna trúar- leiðtoganum og konu hans ríkulega skreyttar kórónur, og Moon var krýndur „friðarkonungurinn“. Við sama tækifæri lýsti Moon því yfir að hann hefði bjargað sálum Hitlers og Stalín, frelsað þá til betri siða, og í sýn sem hefði birst honum hefðu þeir félagar lýst Moon sem bjargvætti mannkyns. Ekki amaleg veisludagskrá það. Konungur Bandaríkjanna? Moon og kona hans hátíðlega krýnd í þinghúsi bandaríkja- þings Næstelsti sonur Moons, Heung-Jin Mo- on, fórst í bílslysi á öðrum degi ársins 1984. Þá upphóst undarleg atburðarás, því andi sonarins fór að birtast í safn- aðarmeðlimum víða um heim. Andinn lét að lokum staðar numið í moonista frá Simbabve, Cleopas Kundioni að nafni. Kundioni var fljótlega vippað upp í flug- vél til fundar við „fjölskyldu“ sína, og á heimili Moons var honum tekið opnum örmum sem Heung-Jin endurholdguðum. Fyrr en varði var söfnuðurinn farinn að kalla hinn svarta Heung-Jin Moon hinn nýja Krist, og andi Jesú sjálfs væri þar með í för. Svarti Heung-Jin Nim („Nim“ er kóreskt heiðursviðskeyti sem notað er t.d. um fjölskyldumeðlimi leiðtogans) var síðan sendur af stað að heimsækja útibú safn- aðarins víða um heim. Þar lét hann hend- ur bókstaflega standa fram úr ermum og lúbarði þá meðlimi sem skrikað hafði fót- ur á einstigi hins góða siðferðis. Suma setti hann í gyllt handjárn, tók síðan fram hafnaboltakylfuna og lét höggin dynja á þeim. Jafnvel leiðtogar innan safnaðarins sluppu ekki við barsmíðarnar, og einn þeirra – gamall og hrumur – lá á spítala í vikutíma eftir meðferðina. Smám saman fór söfnuðurinn að ókyrr- ast, og á endanum var nýja Kristi bægt til hliðar, og hafnaboltakylfunni hans með. Síðast þegar fréttist til Cleopasar var hann á leið aftur heim til Simbabve. Svarti nýi Jesús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.