SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 6
6 10. október 2010 Þrátt fyrir erfið viðfangsefni á löngum köflum í lífinu er Desmond Tutu þekktur fyrir hlýtt bros, smit- andi hlátur og almennan léttleika. Hann gefur lítið fyrir hefðbundna framkomu sem gjarnan vill loða við hina geistlegu stétt, slær sér á lær, þegar það á við, og stígur jafnvel dans. Tutu hefur löngum þótt orðhepp- inn maður og þegar aðskiln- aðarstefnan var endanlega afnum- in var hann ekkert að flækja málið. Spurður um viðbrögð sagði hann einfaldlega: „Jibbí.“ Fleyg eru ummæli hans frá 1984: „Komið vel fram við hvíta manninn, hann hefur týnt mennsk- unni.“ Árið 1986 lagðist Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti gegn refsiað- gerðum suðurafrískum stjórnvöld- um til handa, Tutu til lítillar gleði. „Mín vegna,“ sagði hann þá, „má vestrið fara til andskotans.“ Reynslan hefur greinilega kennt Tutu að dæma fólk ekki af útlitinu einu saman. „Misindismenn hafa hvorki horn né hala, þeir líta bara út eins og ég og þú,“ sagði hann árið 2006. „Áhangendur Adolfs Hitlers voru ekki djöflar, í mörgum tilvikum voru þeir virðulegt fólk.“ Tutu var einhverju sinni staddur í San Francisco þegar kona nokk- ur vék sér að honum og ávarpaði: Sæll Mandela erkibiskup. Þá varð honum að orði: „Þetta kallar mað- ur að slá tvær flugur í einu höggi.“ Einu sinni lét Tutu hafa eftir sér að enda þótt Nelson Mandela væri vandaður maður væri fatasmekk hans augljóslega ábótavant. Ekki stóð á svari frá Mandela: „Það er undarlegt að heyra þetta frá manni sem gengur dags daglega í kjól.“ Þegar barn spurði Tutu hvað menn þyrftu að gera til að fá Nób- elsverðlaun svaraði hann: „Það er þrennt sem þú þarft að hafa: Ein- falt nafn, eins og Tutu, stórt nef og þokkafulla fótleggi.“ Einfalt nafn, stórt nef og þokkafullir fótleggir Tutu ásamt Nelson Mandela. Reuters M aðurinn sem kallaður hefur verið „samviska Suður- Afríku“ tilkynnti á 79 ára afmæli sínu í vikunni að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Desmond Tutu erkibiskup var á sinni tíð einn helsti baráttumaðurinn gegn að- skilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í landinu og eftir að hún var afnumin hefur hann í mörgu tilliti verið samein- ingartákn þjóðarinnar, lægt ófáar öld- urnar á erfiðum tímum aðlögunar. „Gremja og reiði hafa slæm áhrif á blóðþrýstinginn og meltinguna,“ sagði Tutu einhverju sinni, dæmigert fyrir umburðarlyndi hans og sáttavilja. Það var engin tilviljun að Tutu fékk frið- arverðlaun Nóbels árið 1984. En nú er sumsé mál að linni. Tutu var sáttur við Guð og menn þegar hann til- kynnti að hann hygðist hverfa úr sviðs- ljósinu til að verja meiri tíma með fjöl- skyldunni og horfa á krikket. Þeir sem þekkja til þeirrar göfugu íþróttar vita að það getur verið tímafrekt. Fátt markvert gerist að jafnaði fyrir te. Það er önnur saga. Tutu sagði líka tímabært að hleypa yngri og sprækari mönnum að. Tutu andmælti aðskilnaðarstefnunni fyrst svo eftir var tekið á áttunda ára- tugnum. Alla tíð hafði hann aðeins orð- ið að vopni enda trúði hann ekki á of- beldi, þrátt fyrir harðneskju hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Frægt var á níunda áratugnum þegar hann skarst í leikinn á ögurstundu og kom í veg fyrir að æstur múgurinn tæki meintan lög- reglumann í dulargervi af lífi án dóms og laga á götu úti. Undiraldan var þung og ekki alltaf létt að standa fast í ístaðið þegar réttlætinu var misboðið. Viðeigandi var að Tutu skyldi fara fyrir sannleiksnefndinni svonefndu sem rannsakaði glæpi aðskilnaðarstjórn- arinnar eftir fyrstu lýðræðislegu kosn- ingarnar árið 1994. Sú reynsla var Tutu ákaflega þungbær og táraðist hann margsinnis yfir upplýsingunum sem fram komu. „Mér blöskrar andstyggðin sem við höfum afhjúpað,“ var haft eftir honum. Þegar vinnu nefndarinnar lauk gagnrýndi Tutu oddvita fyrri stjórnvalda harðlega fyrir að hafa logið kerfisbundið að henni. Víða fenginn til að miðla málum Ekki voru allir sáttir við störf nefnd- arinnar, þótti hún ekki ganga nægilega langt. Tutu var til að mynda legið á hálsi fyrir að fara of mjúkum höndum um Winnie Mandela, eiginkonu Nel- sons, sem grunuð var um alvarlega glæpi. Almennt óx vegur Tutus þó vegna framlags hans til sannleiksnefndarinnar og hafa fjölmargir aðilar leitað til hans með sambærileg verkefni síðan, allt frá Norður-Írlandi til Solomon-eyja. Und- anfarin ár hefur erkibiskupinn verið hluti af hópi eldri heiðursmanna, „Öld- ungunum“, sem reynt hafa að stemma stigu við spillingu og deilum, ekki bara í Afríku heldur víðsvegar um heim. Meðal leiðtoga sem hópurinn hefur gagnrýnt eru Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en Tutu hefur margoft lýst því yfir að stríðið í Írak sé bæði ómaklegt og ósið- legt. Hefur hann hvatt Barack Obama, núverandi Bandaríkjaforseta, óspart til að biðja írösku þjóðina afsökunar á þessum miklu mistökum. Erkibiskupinn hefur einnig hýtt Ísr- aelsríki duglega með tungu sinni en hann hefur meðal annars sakað stjórn- völd þar um að halda úti aðskiln- aðarstefnu. „Framkoma Ísraelsríkis í garð Palestínumanna minnir mig um margt á það sem henti okkur svarta hluta þjóðarinnar í Suður-Afríku.“ Lengi hefur líka verið grunnt á því góða milli Tutus og Roberts Mugabes, forseta Simbabves, sem erkibiskupinn hefur gengið svo langt að kalla „teikni- myndaútgáfu af erkitýpu einræðisherr- ans í Afríku“. Mugabe hefur svarað því til að Tutu sé „illmenni“. Margur heldur mig sig. Samvisk- an dregur sig í hlé Desmond Tutu erkibiskup sest í helgan stein Desmond Tutu er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir, hér stígur hann æðisgenginn dans á útifundi í Bandaríkjunum. ReutersVikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Desmond Tutu fæddist árið 1931 í litlum gullnámubæ, Klerksdorp, í vesturhluta Suður- Afríku. Faðir hans var kennari og ætlaði Tutu að feta í fótspor hans, þangað til aðskiln- aðarstefnan lagðist af fullum þunga á menntakerfið. Hann gekk kirkjunni á hönd og komst snemma til metorða. Tutu hefur alltaf haldið því fram að erindi hans við þjóðina – og aðrar þjóðir – sé trúarlegt en ekki pólitískt. Ætlaði að kenna Nýtt steinbakað, heilkorna brauð frá Jóa Fel Kóngabrauð - þétt, heilkorna, bragðgott, dökkt og án sykurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.