Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 4

Nýr Stormur - 14.11.1969, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969. io*o*o«o««ö«o«o«o*o«o«o«o*oi Út um skjáinn !0*0«0« i«o«o«a D»o»o«o*o*o«o»o«o*o*o«o«o*o«o*o»o< Varaforseti Bandaríkjanna SPIRO AGNEW Varaforseti Bandaríkjanna er ekki vald?Mnikill og sjaldan í sviðsljósinu, en það hefir ekki komið ósjaldan fyrir, að varaforsetinn hafi orðið að taka við völdum, við fráfall forsetans, eða þá verið í kjöri, er forseti lét af völdum. Hinn nýi varaforseti aBnda- ríkjanna, Spiro Agnew, virðist ekki njóta mikils álits út fyrir þröngan hóp utan um forset- ann. Það gæti þó auðveldlega komið fyrir, að þessi maður yrði skyndilega valdamesti maður heims. — Ég er undrandi, sagði Spiro Agnew ríkisstjóri, þegar hann heyrði að hann var orð- inn varaforsetaefni Nixons. Ef til vill var hann það, en aðrir áttu svo erfitt með að skilja það, að þeir næstum neituðu að trúa. Næsta dag spurðu allir: Spiro — hver? Einn af útvarps fréttamönnunum lýsti van- þekkingu fólks á manninum með því að segja, að sumir héldu að Spiro Agnew væri nafn á sjúkdómi, en aðrir héldu að það væri nafn á eggjarétti. Hvað var það þá, sem olli þvi, að á einni nóttu breyttist tilvera hans frá þvi að vera lítið þekktur stjórnmálamað- j ur, í það að verða varaforseti | Bandaríkjanna? Svarið getur verið lærdóms- rik lexía í hinni pólitísku ring ulreið, þar sem ómögulegt er að sjá fram í tímann. Ringul- reið, þar sem auðmjúkur stjórnmálamaður getur skyndi lega náð skjótum frama og áhrifamikill maður getur á sama hátt horfið í skuggann á skammri stundu. Beztu vinir Agnews segja, að hann sé hvorki lélegur eða framúrskarandi, heldur mitt á milli. Hann er hreinskilinn og sem stjórnandi kærir hann sig ekki um ónawðsynleg auka atrjJSL Þótt hann sjálfur njóti virðingar samstarfsmanna sinna, voru þessir eiginleikar ekki nægir til að hann yrði valinn sem varaforseti. Sumir fréttaskýrendur hafa bent á, að einmitt það, að hann var lítt þekktur, hafi ver ið stærsta trompið í kosninga- baráttu Nixons, og af slíku átti hann nóg. Faðir hans var innflytjandi og breytti nafni sínu úr Ana- gnostopolus, opnaði veitinga- stofu í Baltimore og giftist amerískri stúlku, sem hét Ak- ers. Sonurinn Spiro gekk und- ir nafninu Ted og hann yfir- gaf grisk-ortodoksisku kirkj- una og gekk síðar í biskupa- kirkjuna. Hann talar ekki eitt orð af móðurmáli föður síns. Áður en hann fór í herinn í síðustu heimsstyrjöld, stund- aði hann nám í efnafræði við amerískan háskóla. í styrjöld- inni barðist hann í Frakklandi og Þýzkalandi þar sem hann var herdeildarforingi. Er hann kom heim aftur, hóf hann nám í lögfræði og lauk prófi 1947. Hann gegndi herþjónustu á ný og nú í Kóreu og eftir að hann kom heim, stofnaði hann eigið lög- fræðifirma í Baltimore. Hann fékk áhuga á stjórnmálum er hann aðstoðaði frambjóðanda við kjör til fulltrúadeildarinn- ar. Hann hafði áður fylgt Demo krataflokknum en gekk nú í Rebublikanaflokkinn. Hann reyndi einu sinni að ná kosn- ingu til dómara, en tapaði fyr- ir starfandi dómara. Árið 1966 bauð hann sig fram til ríkisstjóraembættis fyrir Republikana. Demokrat- arnir voru sundraðir og Agnew vann kosninguna — og ekki óvænt, en fáum til ánægju. Hannn byrjaði mjög frjáls- lynt með því að taka negra í ríkisráð sitt, fyrsta skipti í sög unni. Eftir þetta varð Agnew vin- Isæl meðal svertingjaleiðtoga | og fullvissaði þá um, að hann myndi berjast fyrir málstað þeirra með öllum ráðum. En þessi frjálslynda stefna Agnew leið undir lok við morðið á Martin Luther King og upp- þotunum sem af því leiddi. í marga daga var Baltimore í upplausnarástandi. Þegar því lauk hafði það valdið millj ijiiiiiiiaiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiniiiiiiiiiiaiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiitaiiiiiiiiiaiiiiiiiiai PRENTMYNDAGERÐIN Hverfisgötu 4 Framleiðir hverskonar MYNDAMÓT í blöð og bækur llllllllllllllllllllllllllllllllll........IIIIII.IIIIIIIIIIIIIIMI.Illlll.lll...11.11.11.1.......I.I.I.....I.IIIIII.IIII.II.II.II,Mllllll.im óna dollara tjóni, og valdbeit- ingin hafði brotið niður hug- sjónirnar. Agnew varð aldrei sami mað ur eftir þetta. Hann hitti hina gömlu vini sína og hellti yfir þá úr skálum reiði sinnar fyrir að hafa ekki stöðvað uppþotin. Flestir þeirra gengu öskureiðir af fundi hans. Stuttu síðar gaf hann skipun um að handtaka 230 negrastúdenta og hann skýrði frá því að hannn hefði gefið lögreglunni skipun um að skjóta alla þá, sem ekki hlýddu tafarlaust. Um hina miklu kröfugöngu fátæklinganna sagði hann hæðnislega: „Mér var sagt að þar hefðu verið margir kádil- jákar. Og hann talaði gegn mótmælaaðgerðum fátækling- anna á fundi í Washington. Hin grátbroslega mynd var fullkomin, þegar stjórnmála- mennirnir í Baltimore sögðu um hann: — Negrarnir hér geta alveg eins kosið Goldwat- er eins og Agnew. Snemma á síðasta ári hafði Agnew gengið í lið meö Nelson Rockefeller, er hann hugðist bjóða sig fram til forseta. „Rockefeller er sá, sem hefir bezta hæfileika til að verða forseti“ endurtók hann hvað eftir annað. Hann vann að því að undirbúa framboð hans, þar til Rockéfeller ákvað að draga sig í hlé. Agnew móðgaðist alveg sér- staklega af því að honum var ekki sagt frá þessum tiðindum sérstaklega, heldur sá hann þau í sjónvarni. Á flokksþinginu í Miami var ekki sérlega hátt á honum ris- ið — hann tilheyrði engum lengur. Eftir að Nixon var valinn forseti fór hann í gegnum langan lista til að velja sér varaforseta og að klukku- stund liðinni hafði hann strik að út öll nöfn, nema þrjú. Agnew var eitt þeirra. Agnew segir að afstaða sín til negranna sé misskilin. Ég hef alltaf samúð með málstað þeirra, segir hann — en ég þoli ekki valdbeitingu. Þessi yfirlýsing fellur vel í smekk millistéttanna amerísku. Agnew hefir síðan hann varð varaforseti lítið puntað upp á forsetaembætti Banda- ríkjanna og hefir nú upp á síðkastið hneykslað samlanda sína með ósæmilegri fram- komu og hefir verið mikið í sviðsljósinu, en fáir telja lík- legt að hann eigi miklar vonir til að verða forseti eða vara- forseti Bandaríkjanna að nýju. Þó kynni það að koma fyrir. Og má gera ráð fyrir að mörgum Bandaríkjamönnum muni nú þykja meira um vert en nokkru sinni fyrr að vernda líf forseta síns, jafnvel hatrömmustu andstæðingum Nixons. Kæri Nýr Stormur. Gaman er að sjá þig aftur, heilan á húfi og vera þess með vitandi, að þú sért ekki dauður úr öllum æðum. Afturkoma þín verkar á mann eins og heitur sólskinsdagur, eftir langt og hráslagalegt vætu- sumar. Já, þú hressir svo sann arlega upp á sálina, sem varla er vanþörf á, á þessum síðustu og verstu tímum. Að lesa þig, er eins og að fá sér vænan sjúss, til að taka úr sér mesta hrollinn, sem ekki virðist af veita, þegar maður hugsar um ástandið í þjóðmálum okkar í dag. Ekki hefur það batnað, síðan þú varst á ferðinni sein- ast, heldur versnað til mikilla muna og má segja, að allt sé komið á „tamp“. „Lengi getur vont versnað“, segir máltækið, en nú held ég, að ástandið hér sé farið að nálgast botninn á þeim máls- hætti. Menn verða samt að halda áfram að vona það bezta, því að um leið og vonin er látin lönd og leið, er allt búið að vera, allt er þá von- laust (að sjálfsögðu), menn eru þá gjörsigraðir og eiga að- eins eitt úrræði: Að leggja upp laupana. En til þess að vonir almennings geti veru- lega glæðst á ný, verður nu- verandi stjórn að fara frá, ný viðhorf þurfa að skapast og mórallinn að breytast. Vertu sæll að sinni. S. Þ. í Keflavík.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.