Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 48

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 48
02/05 kjarninn Rússland U ndanfarna mánuði hefur Vladimír Pútín Rússlands forseti sýnt tilburði til þess að herða tök sín enn frekar á rússnesku samfélagi. Meðal ástæðna þess eru fjölmenn mótmæli gegn honum og stjórnvöldum. Raunveruleg stjórnarandstaða er komin upp á yfirborðið og við því ætla stjórnvöld að bregðast af hörku. Á sama tíma og þetta á sér stað fer fram valdabarátta sem sumir lýsa sem stríði milli klíkanna í kringum forsetann. Fréttaskýrendur þykjast í það minnsta margir sjá að sitthvað skrýtið eigi sér nú stað á bak við tjöldin í Kreml. Mál stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny er besta dæmið um það, en hann var handtekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi í sumar. Eftir mikil mótmæli var honum sleppt úr haldi innan við sólarhring eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum. Honum var einnig leyft að bjóða sig fram til borgarstjóra í Moskvu, á meðan áfrýjun á málinu var til meðferðar fyrir dómstólum. Hann tapaði kosningunum, eins og búist var við, en hlaut tæplega þrjátíu prósent atkvæða. Það telst stórsigur fyrir stjórnarandstæðing. Fyrr í þessum mánuði komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að Navalny væri sekur um þjófnað en dómurinn yfir honum var skilorðsbundinn. Það þýðir að hann er frjáls ferða sinna en má ekki bjóða sig fram í kjörið embætti. Flestir eru sammála um að stjórnvöld hafi haft mikið um einkennilega framvindu málsins að segja, og er hún talin til merkis um breytingar á baráttunni milli valdahópa. Hverjar eru klíkurnar? Á bak við tjöldin í Kreml takast á flóknir hópar valdamanna, sem hafa áhrif á Pútín forseta með ýmsum hætti. Hóparnir eru oft uppnefndir klön og margir hafa reynt að skilgreina hópana. Flestir eru sammála um tilvist að minnsta kosti tveggja valdaklíka en sumir telja þær allt að tíu. Mikill hluti stjórnmála í Rússlandi myndi flokkast sem óformleg stjórn- mál og fer fram bak við luktar dyr en ekki í þinginu. Hlutir eru ákveðnir á reglulegum en óformlegum fundum með Rússland Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.