Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 12
Landsþing sambandsins Er þriðja stjórnsýslustigið að myndast? Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerði eflingu sveitarstjórnarstigsins að sérstöku umræðu- efni í setningarræðu sinni á XXVI. landsþingi sambandsins, enda eitt stærsta málið í allri umræðu um sveitarstjórnarmál um þessar mundir. Hann nefndi tillögur nefndar innan- ríkisráðuneytisins frá febrúar sl. og kvað flestar þeirra í fullu samræmi við áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór sagði að sambandið gæti því vænst stuðnings innanríkisráðherra við að finna leiðir til þess að hrinda þessari stefnumörkun í framkvæmd. Hann sagði að þó yrði að flýta sér hægt í þessum efnum og ræða þyrfti verkaskipt- inguna og finna leiðir til að ná þeim mark- miðum sem gert væri ráð fyrir og varpaði fram nokkrum spurningum í því sambandi. „Gerum við það með auknu samstarfi sveitarfélaga um samnýtingu rafrænna lausna? Eigum við að halda áfram þeirri þróun að mynda þjónustusvæði - ekki hafa byggðasamlögin verið vinsæl og okkur þótt þau vera fjarlæg frá kosnum fulltrúum. Eða eigum við að leggja megináherslu áfram á sameiningu sveitarfélaga með frjálsum hætti eins og verið hefur megináherslan í áratugi?" Vaxandi samstarf sveitarfélaganna Halldór ræddi síðan nánar um vaxandi sam- starfsverkefni sveitarfélaganna og sagði að af hagnýtum ástæðum sé verið að byggja upp þriðja stjórnsýslustigið þrátt fyrir að því hafi verið hafnað ítrekað allt frá árinu 1945. „Við yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk til sveitar- félaga var miðað við að þjónustusvæði þyrftu að jafnaði að hafa a.m.k. 8.000 íbúa. Einungis 7 af 75 sveitarfélögum uppfylla það skilyrði. Það þýddi að flest sveitarfélög þurftu að taka upp samstarf um framkvæmd þjón- ustunnar á ákveðnum landsvæðum. Stjórnun slíkra samstarfssvæða er því samvinnuverk- efni margra sveitarfélaga. Ef það sama mun verða reyndin þegar þjónusta við aldrað fólk, og hugsanlega heilsugæsla einnig, verður tekin yfir af sveitarfélögunum má segja að einhvers konar þriðja stjórnsýslustig geti verið að myndast hér á landi. Yfirtaka landshluta- samtaka á almenningssamgöngum og fleiri verkefnum ýtir undir þá þróun. Jafnframt munu landshlutasamtök sveitarfélaga leika stórt hlutverk við gerð sóknaráætlana í landshlutum samkvæmt stefnumörkunar- áætluninni (sland 2020." Ræða þarf lýðræðishalla Halldór benti á að ræða þyrfti þann lýðræð- ishalla sem mun eiga sér stað ef aukin verk- efni og ábyrgð flytjast til byggðasamlaga eða landshlutasamtaka sem ekki bera beina ábyrgð gagnvart íbúunum þar sem þeir koma ekki að beinni kosningu í stjórnir slíkra sam- starfsverkefna. „Sagan og umræðan sem ég þekki um þriðja stjórnsýslustigið hér á íslandi nær allt aftur til ársins 1945 þegar Austfirðingar lögðu fram tillögur um slíkt í tengslum við til- lögur um endurskoðun glænýrrar stjórnar- skrár sem við (slendingar fengum 1944 um leið og sjálfstæðið frá Dönum. Þeim tillögum var hafnað ítrekað og áhersla frekar lögð á sameiningu sveitarfélaga. Ég held að ég fari rétt með að fyrsta samþykkt landsþings sam- bandsins í þá veruna sé frá érinu 1950." Halldór sagði að sveitarstjórnarmenn og aðrir yrðu að vera vel meðvitaðir um hvað í þessu felist og bætti því við að ef til vill verði menn sammála um að setja þriðja stjórn- sýslustigið á stofn með formlegum hætti og að kosið verði til þess í sveitarstjórnarkosn- ingum eins og forðum var gert til sýslunefnd- anna. „Það kæmi í veg fyrir lýðræðishalla því þá hefðu íbúarnir ákvörðunarvaldið um full- trúana. Þegar sýslunefndirnar voru lagðar niður voru settar á stofn héraðsnefndir en nú hafa þær verið lagðar niður að því leyti að þeirra er ekki lengur getið í sveitarstjórnar- lögum," sagði Halldór. Þess má geta að fyrirhugað er að fjalla nánar um þetta stóra mál í næsta tölublaði sveitarstjórnarmála. Sagt verðurfrá niðurstöð- um nefndar innanríkisráðuneytisins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og rætt við Þorleif Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúa í Reykjavík og formann nefndarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.