Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 50
10. október 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 „Mér datt aldrei í hug að þetta myndi gerast, ég er djúpt snort- inn,“ sagði franski rithöfundurinn Patrick Modiano, sem í gær hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, í símaviðtali sem birtist í gær á heimasíðu Nóbelsverðlaunanna, nobelprize.org. Hann sagði jafn- framt að skriftirnar hefðu verið hluti af lífi sínu frá upphafi og í raun hefði hann alltaf verið að skrifa sömu bókina. Modiano fæddist í útborg Parísar, Boulogne, þann 30. júlí 1945, tveimur mánuðum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Faðir hans, Alberto Modiano, var ítalskur gyðingur sem hafði tengsl við Gestapo og slapp því við að bera gulu stjörnuna sem gyðing- ar voru neyddir til að bera. Móðir hans var flæmsk leikkona, Louisa Colpeyn að nafni. Þrátt fyrir að hafa ekki verið fæddur á þeim tíma hefur Modiano sagt að her- námsárin í París séu sá jarðvegur sem hann sé vaxinn úr. Þessi flókna fjölskyldusaga er talin valda því að bækur Modi- anos fjalla oftast um líf fólks í París undir hernámi Þjóð- verja, um sjálfsmynd, uppruna, minningar, leit og missi. Flest- ar bækur hans tengjast innbyrð- is að því leyti að í þeim koma oft fyrir sömu persónur en þær eru þó engan veginn framhaldsbækur eða bókaflokkur. Sautján ára gamall sleit Modiano öll tengsl við föður sinn og fyrsta bók hans, La place de l’étoile, sem kom út þegar hann var 22 ára gamall, fjallaði um þá skömm sem fylgdi því að vera af gyðinglegum uppruna en hafa sloppið við ofsóknir nasista. Minn- ingar eru þungamiðjan í bókum hans og haft hefur verið eftir honum að hann eigi minningar frá því áður en hann fæddist. Ein frægasta bók hans, Rue des Bouti- ques Obscures frá 1978 sem þýdd var á ensku undir heitinu Missing Person, fjallar um rannsóknarlög- reglumann sem missir minnið og notar aðferðir glæparannsókna til að raða saman fortíð sinni. Modiano er einn virtasti höf- undur Frakka og hefur hlotið ýmsis verðlaun og viðurkenning- ar í Frakklandi. Þriðja bók hans, Les Boulevards de ceinture, hlaut skáldsagnaverðlaun frönsku aka- demíunnar árið 1974, Rue des boutiques obscures hlaut Gon- court-verðlaunin 1978 og árið 1996 hlaut hann æðstu bókmenntaverð- laun Frakka fyrir ævistarf sitt. Bækur hans hafa verið þýddar á um þrjátíu tungumál og ýmsar þeirra eru fáanlegar í enskum þýðingum ef fólki hugnast frem- ur að lesa þær á því tungumáli en frummálinu. Nýjasta bók hans, Pour que tu ne te perdes pas dans le quartier, kom út fyrir nokkrum dögum. fridrikab@frettabladid.is Heimildir: Luxemburger Wort, The Guardian, Nobelprize.org Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin Franski rithöfundurinn Patrick Modiano hlaut í gær Nóbelsverðlaunin í bók- menntum 2014. Hann á að baki langan feril, fyrsta bókin kom út 1967, og er einn virtasti höfundur Frakka. Hefur verið kallaður Marcel Proust okkar tíma. „Megnið af því sem er á efnis- skránni hjá okkur Gunnari eru verk sem hafa fylgt okkur lengi og við höfum dálæti á. Við eigum jú tutt- ugu ára samstarfsafmæli,“ segir Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari um tónleika hennar og Gunnars Kvaran sellóleikara í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún segir um róm- antísk verk að ræða, bæði erlend og íslensk. „Þetta er falleg tónlist og angurvær sem passar vel fyrir sellóið því það hefur þann eigin- leika að geta sungið svo fallega á lágu nótunum,“ tekur hún fram. Nefnir Ave Mariu eftir Bach-Goun- od, Svaninn eftir Saint-Saëns, Rondo og Menuett eftir Boccherini, Nótt eftir Árna Thorsteinsson auk lengri tónverka eftir Robert Schu- mann og François Couperin. Gunnar hefur spilað fjölmarga tónleika í Hafnarborg ásamt Tríói Reykjavíkur. Tónleikar Gunnars og Selmu á sunnudaginn eru fyrstu kvöldtón- leikarnir í Hafnarborg á þessu hausti. Þeir hefjast klukkan 20. - gun Falleg og angurvær tónlist, bæði íslensk og erlend Selma Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran spila þekktar tónlistarperlur í Hafnarborg á sunnudagskvöld. PATRICK MODIANO Nóbelsskáldið á langan feril að baki og nýjasta bók Modiano kom út fyrir nokkrum dögum. NORDICPHOTOSGETTY ➜ Bækur Modianos fjalla oftast um líf fólks í París undir hernámi Þjóðverja, um sjálfs- mynd, uppruna, minningar, leit og missi. TÓNLISTARFÓLKIÐ Gunnar og Selma ætla að leiða gesti Hafnar- borgar inn í heillandi heim tónlistarinnar. Þetta er falleg tónlist og angurvær sem passar vel fyrir sellóið því það getur sungið svo fallega á lágu nótunum. ALÞJÓÐLEG BARNA- OG UNGLINGABÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 9.–12. OKTÓBER 2014 WWW.MYRIN.IS WWW.NORRAENAHUSID.IS Tabú og tíðarand i Áhugave rð málst ofa um hvað má í barnabók menntum Lau 11. október kl. 15:00 VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD DAG SEM NÓTT Save the Children á Íslandi MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.