Dagrenning - 01.06.1951, Blaðsíða 20
in var gefin út þar til bráðabirgða friðarsamn-
ingar voru gerðir 30. nóvember 1782.
*
Vér gætum haldið endalaust áfram á
þennan hátt. Vissulega eru þessi atvik svo
rnörg að ekki er hægt að telja þau tilviljanir.
Það er greinilega guðleg forsjón, sem stjórnar
öllum hlutum. Guð skóp heiminn á 6 dögum
(einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár
og þúsund ár sem einn dagur, II. Péturs bréf
3:8). Sjöunda daginn hvíldist hann. Dagar
mannsins hafa nú staðið í um það bil 6000
ár — þúsund ár fyrir hvern einn dag. Sjöundi
dagurinn, eða þúsund ára tímabil þúsund
ára ríkisins, er því um það bil að hefjast (Op.
20:4). Þetta tímabil kann að hefjast fvrr en
annars mætti búast við, því að Jesús sagði:
„Og ef dagar þessir yrðu ekki styttir (þ. e.
dagar þrenginganna), kæmist enginn mað-
ur af, en sakir hinna úh'öldu munu þessir
dagar verða styttir" (Matt. 24:22). Upphafs-
stundin getur því komið hvenær sem er.
Fyrri heimsstyrjöldinni lauk á elleftu
stundu ellefta dags ellefta mánaðar (11. nóv-
ember 1918). Þetta bendir til þess að ellefta
stund heimsins sé komin og að tólfta stund-
in, þegar Kristur kemur, geti ekki verið langt
undan, (Matt. 25:6). Margt hefir skeð síðan.
Predikara nokkrum, sem fékk rnikla köllun
fyrir fáum árum, birtist sýn. Var það klukka
og vantaði hana nokkrar mínútur í tólf.
Vissulega er nú kominn tími til þess fyrir
hvern og einn að búa sig undir hinn rnikla
atburð, kornu Krists. Það er aðeins heimsk-
inginn, sem slær því á frest. Síðasta boð
Drottins til kvöldverðar hans var að færa
þangað volaða, vanaða, halta og blinda
(Lúk. 14:21). Hin mikla alda trúarvakning-
ar, sem nú gengur yfir heiminn, og hrífur
með sér mikinn fjölda fólks, er áreiðanlega
að uppfylla þetta síðasta boð Guðs. Það boð
verður efalaust ekki endurtekið.
J. S. Ó. þýddi úr „The Voice of Healing“.
HKYRT OG StÐ.
HVOR VAR HEIMSKINGI?
Hinn frægi stjörnufræðingur 17. aldarinnar Isak
Newton gerðist á efri árum mjög trúaður rnaður og
lagði sérstaka rækt við spádóma Biblíunnar. Sér-
staklega reyndi hann að skilja og skýra spádóma Daní-
elsbókar um „tímabil endalokanna". í ensku Bibli-
unni segir þar á einum stað (Dan. 12. 4.), að þá á hin-
um „síðustu dögum“ nmni fólk „þjóta fram og aftur“
(run to and fro) og komst Newton að þeirri niður-
stöðu, að þessi spádómur gæti ekki þýtt annað en
það, að mannkynið mundi einhvern tíma komast svo
langt að það eignaðist farartæki, sem gætu farið með
allt að 50 mílna hraða á klukkustund. Fríhyggju-
spekingurinn Valtaire gerði eitt sinn þessi ummæli
Newtons að umræðuefni og sagði þá í háði:
„L.itið aðeins á hinn vísdómsfulla Newton, heim-
spekinginn mikla, sem uppgötvaði þyngdarlögmálið.
Þegar hann var orðinn gamall og fór að ganga í barn-
dómi, fór hann að kynna sér bók þá, sem Biblía
kallast, og til þess að fá menn til að leggja trúnað á
þann ótrúlega þvætting reynir hann, að fá menn til að
trúa því, að þekking mannkynsins eigi eftir að vaxa
svo stórkostlega, að okkur muni einhvern tíma í fram-
tíðinni takast að ferðast með 50 rnílna hraða á
klukkustund. Vesalings gamli heimskingi."
Timinn hefir leitt í ljós, að í þessu efni var það
Voltaire en ekki Newton, sem var heimskinginn.
Nú aka menn bifreiðum og bifhjólum á þessum
hraða daglega, að ekki séu nefndar flugvélamar, sem
fara nú orðið með um 500 milna hraða á klukku-
stund.
Ætli það gæti ekki verið fleira en þctta, sem spá-
dómar Biblíunnar gætu frætt okkur um sem tákn
„endalokanna" ef vel væri að gáð?
18 DAGRENN I NG