Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 34
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201330 Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger barðist allt sitt líf fyrir kynfræðslu og rétti kvenna til að takmarka barneignir sínar. Segja má þó að hún sé hjúkrunarhetja með ákveðnum fyrirvara. Hún er fyrirmynd þeirra sem vilja lögleiða fóstureyðingar en hefur verið gagnrýnd fyrir að hallast að arfbótastefnunni sem naut vinsælda fram að seinni heimsstyrjöldinni. HJÚKRUNARHETJUR FRUMKVÖÐULL UM KYNFRÆÐSLU Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Margaret Sanger fæddist 14. september 1879 í New York­ríki í Bandaríkjunum. Hún var sjötta barnið af ellefu en móðir hennar, sem var kaþólsk, varð reyndar ófrísk 18 sinnum á 22 árum. Foreldrar Margaretar voru fátækir og strangtrúaðir og höfðu hvorki þekkingu né áhuga á getnaðarvörnum. Auk þess voru fóstureyðingar og fræðsla um getnaðarvarnir bannaðar með lögum. Þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á lífshlaup Margaretar. Móðir hennar lést svo um fimmtugt úr berklum og leghálskrabbameini. Fyrstu starfsárin Margaret varð hjúkrunarfræðingur um aldamótin og vann við heilsugæslu og heimahjúkrun. Hún giftist William Sanger 1902 og áttu þau fljótlega þrjú börn, tvo drengi og eina dóttur sem lést í barnæsku. 1910 fluttust þau til New York­borgar. Margaret fékk þar vinnu sem ljósmóðir í hinum fátæka austurhluta borgarinnar. Í starfinu fólst að taka á móti börnum í heimahúsum, aðallega hjá innflytjendum, og ekki óalgengt að barnið létist í fæðingu. Stundum höfðu mæðurnar áður misst fóstur, reynt ólöglegar fóstureyðingar eða jafnvel sjálfar framkallað fósturlát og í leiðinni stefnt eigin lífi í hættu. Konurnar vissu lítið um hvernig forðast mátti óæskilega þungun og voru því oft ófrískar. „Mér bárust til eyrna margar sögur,“ segir Margaret Sanger í ævisögu sinni. „Barn fætt dáið, mikill léttir. Eldra barn látið, sorg en samt eins konar léttir. Sama saga sögð þúsund sinnum um börn dáin í fóstureyðingu og börn sem fara á stofnun. Mig hryllti við þegar ég heyrði smáatriðin og kynnti mér aðstæður, örbirgð í bland við of margar barneignir. Þessi lífseyðing virtist algjörlega tilgangslaus.“ Þessi reynsla fékk Margaret til að móta sínar róttæku skoðanir um frelsi kvenna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.