Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Rétt eins og engin ein þjóð hefði getað tryggt frið í Evrópu á tímum kalda stríðsins getur engin ein þjóð komið í veg fyrir hryðjuverk eða tryggt stöðugleika innan þeirra ríkja sem þurfa á slíku að halda. Ég trúi því að framtíð Atlantshafsbandalagsins (NATO) muni byggja á breiðri samvinnu,“ sagði Petr Pavel, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, í ávarpi sem hann flutti á hádegis- fundi Varðbergs sem fram fór í Norræna húsinu í gær. Pavel hershöfðingi hóf feril sinn innan tékkneska hersins árið 1983. Hefur hann m.a. verið yfirmaður herafla Tékklands, gegndi þeirri stöðu frá júlí 2012 til maí 2015. Hann tók við núverandi stöðu inn- an NATO í júní 2015 og er það í fyrsta skipti sem einstaklingur frá fyrrverandi austantjaldsríki skipar stöðu formanns hermálanefndar bandalagsins. „Styrkur okkar er ekki ein- göngu kominn til vegna herafla okkar, heldur tengsla milli banda- manna, vina og þjóða sem hugsa eins. Samvinna við tví- og marg- hliða stofnanir er framtíð Atlants- hafsbandalagsins. Með því að nýta núverandi sambönd, auka tengsla- netið og um leið samvinnu við marghliða öryggisstofnanir getum við tryggt sameiginlegan frið okk- ar og hagsæld,“ sagði Pavel. Skilja mikilvægi samvinnu Hershöfðinginn vék einnig að stöðu Íslands innan bandalagsins í ávarpi sínu og sagði landið hafa gegnt mikilvægu hlutverki í gegn- um tíðina, m.a. með þátttöku sinni í starfi alþjóðaliðsins í Afganistan (ISAF) og með beinum fjárfram- lögum til hinna ýmsu málaflokka. „Þið skiljið hve mikilvæg sam- vinna er. Í reynd er samvinna ykk- ar og samband við þjóðir á borð við Finnland og Svíþjóð öðrum bandamönnum til eftirbreytni. Þið og aðrar þjóðir Norðurskautsráðs- ins hafið byggt samband ykkar upp á samvinnu í stað átaka,“ sagði hann. Petr Pavel hershöfðingi kom einnig inn á málefni Rússlands í ræðu sinni og sagði stefnu Rússa hafa breyst nokkuð á undanförnu frá því sem áður var. „Það hefur komið í ljós á undan- förnum árum að Rússar vilja ekki eingöngu auka svæðisbundin áhrif sín heldur reyna þeir nú að endur- heimta stöðu sína sem heimsveldi,“ sagði Pavel og bætti við að Vladi- mír Pútín Rússlandsforseti setti hersveitir sínar í leiðandi hlutverk. „Þetta hófst fyrst með Trans- nistríu, síðan innan Georgíu og loks á Krímskaga og í austur Úkraínu. Þessi hegðun á sér einn- ig stað á Atlantshafinu og norður- heimskautinu.“ Ekkert kallar á varanlega veru NATO hér á landi Pavel var á fundinum spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að auka veru Atlantshafsbandalagsins hér á landi og hafa hersveitir stað- settar hér varanlega. „Sem stend- ur og þegar litið er til hættumats eru engar raunverulegar ástæður sem kalla á varanlega veru NATO í þessu landi,“ sagði hann. Þá kom loftrýmisgæsla Atlants- hafsbandalagsins einnig til um- ræðu á fundinum, en Tékkar eru í hópi þeirra þjóða sem sent hafa orrustuþotur hingað til eftirlits. Aðspurður sagðist Pavel það hafa reynst flugsveitunum og bandalag- inu dýrmæt þjálfun. „Þetta veitir ekki einungis Ís- landi vernd heldur var þetta frá- bær þjálfun fyrir tékkneska flug- herinn. Að auki veitir þetta báðum aðilum tækifæri til að efla vináttu sína og samband. Og ég verð að segja að félagar mínir í tékkneska flughernum njóta mjög veru sinn- ar á Íslandi og eru reiðubúnir að koma aftur,“ sagði hann. Breið samvinna er NATO framtíðar  Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins hélt í gær erindi á vegum Varðbergs  Styrkur NATO felst ekki einungis í herafla bandalagsins heldur tengslum milli bandamanna og vina, sagði hann Morgunblaðið/Golli Hershöfðingi Petr Pavel, formaður hermálanefndar NATO, flytur ávarp. Málefni Tyrklands voru á meðal þess sem bar á góma á hádegis- fundi Varðbergs sem haldinn var í gær, en Tyrkir hafa að undanförnu verið gagnrýndir innan alþjóðasamfélagsins og m.a. sakaðir um að skorta hörku í aðgerðum gegn vígasveitum. Petr Pavel, hershöfðingi og formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, sagði stöðu Tyrkja hins vegar flókna. „Þeir eru undir þrýstingi af hendi Rússa en einnig frá víga- mönnum. Þeir hafa margsinnis orðið fyrir árás hryðjuverka- manna,“ sagði hann og hélt áfram: „Þeir taka jafnframt þátt í hernaðaraðgerðum gegn Ríki íslams og leggja talsvert fram í þeim efnum. Af og til heyrum við ásakanir þess efnis að Tyrkir séu ekki að leggja sig nægjan- lega fram. [...] En þegar horft er til þess hve flókin staðan er í Mið-Austurlöndum og hags- munirnir ólíkir er ég þeirrar skoðunar að Tyrkir séu að taka sanngjarnan þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum.“ Staða Tyrkja sögð flókin MIÐ-AUSTURLÖND Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flísfóðraðar dömubuxur með teygju í mittið Kr. 5.900 Str. 38-50/52 Pelsjakkar - Leðurjakkar Loðskinnsvesti og loðskinnstreflar Tryggvagötu 18 - Sími 552 0160 - Opið alla virka daga kl. 13.00-18.00 CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Nánar á balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.