Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, krafðist þess í gær að refsiaðgerðir alþjóðasamfélags- ins gegn Norður-Kóreumönnum yrðu hertar í kjölfar þess að þeir náðu að skjóta á loft lang- drægri eldflaug (e. ICBM) í fyrsta sinn síð- astliðinn þriðjudag. Sagði Moon að tilrauna- skotið hefði verið „stórkostleg ögrun“ og fordæmdi Norður-Kóreu fyrir kjarnorkuáætl- un sína. Moon var staddur í Berlín, þar sem hann ræddi við Angelu Merkel Þýskalands- kanslara, sem einnig lýsti sig samþykka hert- um aðgerðum. Nær alla leið til Alaska Fyrr um daginn hófu Bandaríkin og Suður- Kórea tilraunir með eldflaugavarnakerfi sín og var þeim ætlað að senda skilaboð til Norð- ur-Kóreumanna í kjölfar tilraunaskotsins. Heppnuðust tilraunirnar vel að sögn banda- rískra embættismanna og áttu þær að sýna að bæði Bandaríkin og Suður-Kórea væru örugg fyrir hugsanlegum árásum frá Norður- Kóreu þrátt fyrir að óháðir sérfræðingar hefðu staðfest að nýja eldflaugin sem Norður- Kóreumenn búa yfir gæti náð alla leið til Alaska og jafnvel lengra inn að meginlandi Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkja- forseti hélt uppteknum hætti á samfélags- miðlinum Twitter og gagnrýndi Kínverja fyrir aðgerðaleysi sitt gagnvart Norður-Kóreu- mönnum. Benti hann meðal annars á að viðskipti á milli Kína og Norður-Kóreu hefðu aukist um nærri því 40% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Gaf Trump í skyn að þessar tölur sýndu að það hefði verið fásinna af sér að reyna að fá Kínverja til þess að halda aftur af Kim Jong- un, en hann hefði þurft að reyna það fyrst. Boðað til fundar í öryggisráðinu Viðbrögð umheimsins við tilraunaskoti Norður-Kóreu héldu áfram í gær, en boðað var til sérstaks fundar öryggisráðsins að kröfu Bandaríkjastjórnar, sem átti að hefjast klukkan 19 að íslenskum tíma. Antonio Guter- res, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi tilraunaskot Norður-Kóreumanna fyrir fundinn og sagði það stórhættulega ögr- un við umheiminn. Kínverjar og Rússar hvöttu til þess að báð- ir deiluaðilar sýndu stillingu og reyndu að lægja öldurnar. Rex Tillerson, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að þjóð sín gæti aldrei sætt sig við að Norður- Kórea yrði að kjarnorkuveldi. Þrýst á um hertar aðgerðir SÞ  Bandaríkin og Suður-Kórea prófa eldflaugavarnir sínar í kjölfar tilraunaskots Norður-Kóreumanna AFP Ögrun Kim Jong-un fagnar hér tilraunaskoti Norður-Kóreumanna á þriðjudagsmorguninn. Franska stjórnmálakonan Simone Veil, sem lést 30. júní síðastliðinn, verður grafin í Pantheon í París. Frá þessu greindi Emmanuel Macron Frakklandsforseti í gær. Veil var hvað þekktust í Frakk- landi fyrir hlutverk sitt og baráttu fyrir lögleiðingu fóstureyðinga en hún sat jafnframt á Evrópuþing- inu um hríð og gegndi þar hlut- verki forseta þingsins. Þá sneri Veil sér aftur að frönskum stjórn- málum og sat í ríkisstjórn á 10. áratugnum. Veil verður fimmta konan sem grafin er í Pantheon í París þar sem margir af merkustu Frökkum sögunnar hvíla. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, minntist Veil og sagði hana vera öðrum innblástur og Frakklands allra besta. Þá var hún valin í hóp hinna 40 „ódauðlegu“ af frönsku akademíunni árið 2010, sem er mikill heiður í Frakklandi. urdur@mbl.is Veil grafin í Pantheon  Ein af merk- ustu Frökkum sögunnar AFP Veil Macron segir Veil vera öðrum innblástur og Frakklands allra besta. Meirihluti Rússa, eða um 63%, eru á þeirri skoðun að Sovétríkin hefðu unnið „föðurlandsstríðið mikla“, líkt og þeir kalla síðari heimsstyrjöld, án þess að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu komið þeim til aðstoðar. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðhorfs- könnunar Levada Center. Þar kom fram að einungis um 28% Rússa telji aðstoð bandamanna hafa skipt máli, og um 9% voru ekki viss eða vildu ekki svara. Interfax- fréttastofan rússneska greindi frá þessum niðurstöðum, en könnunin var framkvæmd dagana 19. til 22. maí meðal 1.600 einstaklinga af 48 ólíkum svæðum í Rússlandi. Levada Center er óháð könnunarfyrirtæki í Rússlandi og nýtur ekki stuðnings stjórnvalda þar í landi. Í síðasta mánuði birti það könnun þar sem fram kom að meirihluti Rússa telur að Jósef Stalín, einræðisherra Sov- étríkjanna, hafi verið merkilegasti einstaklingur mannkynssögunnar. ragnheidur@mbl.is Segja að stríðið hefði unnist án aðstoðar  Segja Stalín þann merkilegasta AFP Stríðslok Stalín var gert hátt undir höfði í Rússlandi í maí síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.