Árvakur - 14.11.1913, Page 1
ÁRVAKUR
I. árg.
Reykjavíb, Föstudag 14. Nóvember 1013
1.
tbl.
-A.NNAR adaZtilgangur ,Árvákurs‘ er, að sporna við þeirri stórhættu
fyrir land og lýð, sem brytt hefir mjög á, bæði innan þings og utan,
sérstaklega 1912 og 1913, þeirri sem sé, að fela landsmál fyrir kjósend-
nm fram undir eða jafnvel fram yfir síðustu forvöð.
í því efni þarf ekki að fara lengra en til bræðingsins sæla, sem
komst upp fyrir tilviljun eina, og til niðursuðu grútsins svokallaða
á alþingi 1913.
Þessi Ijósfœlni hefir gengið svo úr hófi fram, að gerðar voru til-
raunir. til þess bæði 1912 og 1913, að koma ílestum eða öllum blöðum
landsins á sama spenann, bræðings- og síðar grútar-spenann, enda lán-
aðist það að miklu leyti 1912.
Hinn aðaZtilgangur jÁrvakurs4 er að reisa rönd við þeirri afsláttav-
pólitík, ekki síst gagnvart Dönum, sem dafnað hefir síðustu árin í
skúmaskotum noltkurra stjórnmálamanna og gróðabrallsmanna. Það
eru dæmi þess, að menn, er þótst hafa verið andstæðir hverir öðrum,
hafa undir hinu eða þessu yfirskyni tekið saman höndum um mál, sem sam-
takamönnum hefir staðið af meiri vegur og gróði heldur en almenningi.
Gegn þessum þjóðarhættum hrópar ,Árvakur‘: Fram úr myrkrinu!
Fram í dagsljósið!
Niður með vígslsporin! TJpp með hreina ganginn!
Að öðru leyti þykir óþarfi að svo stöddu að gera grein fyrir stefnu
blaðsins. Hún sýnir sig og vill læsa sig í lesendur, fastar og fastar
með hverju blaði.
Þó vill ,Árvakur‘ ekki leyna því, að hann er Heimastjórnarblað, enda
aðallega gerður út af Heimastjórnarflokknum á alþingi 1913, og
fylgir því Millilandanefndarfrumvarpinu frá 1908, en telur hinsvegar eftir
öllum atvikum rétt, að það liggi niðri, þangað til Danir hafa gengist
við því aftur og íslenskir kjósendur lýst ótvíræðu fylgi við það, helst með
leynilegri atkvæðagreiðslu. Upp úr frumvarpi Millilandanefndarinnar má
og á vitanlega að fara á sínum tima, sé þess nokkur kostur. En niður úr
því má enginn íslendingur með nokkru móti fara.
Annars fylgir ,Árvakur‘ málum en ekki mönnum.
Beinar línur í birtu dagsljóssins!
Fyrir hönd útgefendanna.
Lárus H. Bjarnason.
langmerkilegasta meðal margra mjög
svo merkilegra þingmannairumvarpa,
á næsta Alþingi fortakslaust að
samþykkja, enda þó að ráðherra
hafi tekist miður hönduglega*) að
réttlæta tvö af einna helstu ný-
mælum þess: úrfellingu ríkisráðs-
ákvæðisins og skildagann um fæð-
ingu eða 5 ára heimilisfestu hér á
landi sem skilorð fyrir kosningar-
rétti. En sú ólægni ráðherra stafar
vafalaust mestmegnis af því, að
hann átti engan þátt í frumvarpinu,
enda þátttöku af hans hendi ekki
að vænta, þar sem hann hafði Iagst
á móti flutningi málsins á alþingi,
á síðustu þingmálatundum í kjör-
dæmi sínu, þó að hann og meiri
hluti flokksmanna hans snerist til
fylgdar við frumvarpið á þingi, af
hér ónefndum, sérstökum ástæðum.
Frumvarpinu mun og ekki standa
hætta af öðrum ílokkum en sljórnar-
flokknum eða Sambandsflokknum
svokallaða. En þaðan hefir líka
við og við heyrst blása heldur ó-
byrlega, ekki síst á fjölmennum
fundi 1. þ. m,, er einn af nánustu
’) Sbr. síöasla Lögbirtingablaö.
yfirmönnum ))Lögréltu« lýsti því
yfir að »mjög vafasamt væri, hvort
rétt væri að endursamþykkja stjórn-
arskrárfrumvarpið á næsta þingi«.
Þessu lík hljóð heyrðust á alþingi
úr sama stjórnmála horni, og jafn-
vel miklu sterkari, svo sem Þing-
tíðindin sýna á sínum tíma og
»Lögrj.« hefir auðsjáanlega hingað
til verið hlýrra til desemberburðar-
ins en stjórnarskrárfrumvarpsins.
Er þvi allur varinn góður, að
reifa málið sem áreiðanlegast og
Ijósast fyrir kjósendum, enda skal
hér gerð tilraun til þess.
Og er þess þá fyrst getandi, að
frumvarpið gerir mikilsverðar breyt-
ingar á liögum vorum út á við,
gagnvart Dönum, enda þó að rétt-
arbæturnar horfi eðlilega flestar inn
á við.
I.
Til fyrra flokksins heyrir fyrst og
fremst áðurnefnt skilorð frumvarps-
ins fyrir kosningarrétti: fæðing hér
á landi eða 5 ára heimilisfesta, sem
bitnar jafnt á Dönum og öðrum hér
búsettum útlendingum, og í annan
stað nýmælið um heimilisfestu hér
sem skilyrði fyrir björgengi ZíZ al-
þingis. Það miðar sérstaklega á
Danmörku eða danska þegna, hvort-
heldur eru af íslensku eða dönsku
bergi brotnir.
Þá verður og hér að telja úrfell-
ingu rikisráðsákvœðisins, þótt minna
sé um vert á borði, eftir undirtekt-
unum suður í Kaupm.höfn, en mátt
hefði vera
Enn verður hér að nefna afnám
dansks fœðingfaréttar, sem skilyrði
fyrir embættisgengi hér á landi.
Og loks má nefna hér áskilnaðinn
um eið konungs að sjórnarskránni,
nm ábyrgðarleysi konungs og frið-
helgi og um afnám tilvitnunar i stöðu-
lögin um árgjald Danmerkur til Ís-
lands.
Óll þessi ákvæði eru fyrst og
fremst princip-sigur og i annan stað
ekki afleiðingasnauð til frambúðar,
ef fast og viturlega verður áhaldið
af vorri hálfu. Nokkur þeirra eru, auk
þess, vottur þess, aðrýmka má með is-
lenskum lögum svokallað sérmála-
svið vort, sbr. t. d. annars vegar 1.
gr. stjórnarskipunarlaganna 1903 og
lög nr. 17, 3. okt. s. á., og hins
vegar 6. gr. stöðulaganna, enda
finnur prófessor K, Berlín auðsjáan-
lega til þess í grein nokkurri í
danska blaðinu »Kjöbenhavn« frá
13. f. m. Framh.
Hvað skilur?
Eftir Jón Ólafsson.
I.
Eftir kosningarnar 1911 stóð
Hannes Hafstein vel að vígi. Þingið
var þá skipað 21 Heimastjórnar-
mönnum, að honum meðtöldum,
og átti hann auk þess vísan stuðn-
ing 3—4 manna, er töldu sig utan
flokka.
Hann stóð svo sterkur sem fram-
ast varð á kosið. Alt of stór meiri-
hluti er líka viðsjárverður.
Og þessi flokkur var allur sam-
huga í fylgi við hann. — Þetta var
því sannarlega álitleg byrjun fyrir
ráðherra, sem auk þess naut trausts
og álits frá fyrri ráðherratíð sinni.
Og ekki skorti verkefnin.
Sambandsmálið var auðvitað farið
út um þúfur fyrir grátlega ófram-
sýni forsprakka Sjálfstæðisflokksins
— forsprakka, sem sumir vóru
millilandafrumvarpinu hlyntir í
hjarta sínu, en tóku meira tillit til
flokks síns, en hagsmuna þjóðar-
innar.
En önnur verkefni vóru ærin
fyrir hendi. Sjávarútvegurinn var
að taka stórum framförum ár frá
ári. Þar var mikið verkefni fyrir
stjórn, að styðja hann.
Ef stjórnin hefði gefið því gaum,
þá var framleiðslan hraðfara að
breytast í þeim löndum, er ráðið
hafa kjötverðinu i heiminum, —
breytast í þá átt, að framleiða kjöts
er að þverra stórum í öllum ríkj-
um Vesturheims, og lxlýtur að halda
áfram að þverra, svo að fyrirsjáan-
legt er, að kjötverð hér á landi
hlýtur að fara hækkandi ár frá ári
nú um tíma, óvíst hvað langan* 1).
Hér lá verkefni fyrir stjórninni, að
vekja athygli landsmanna á þessu,
og grenslast eftir, hvernig ketið
yrði útgengilegast handa hverju landi
(Bretlandi, Þýzkalandi, Norðurlönd-
um).
Þröngvað er mjög að verzlun
vorri með viðleitni Samein.gufusk.-
félagsins til að binda viðskifti vor
óeðlilega við Danmörk með hlutfalls-
lega óhæfilega háu farmgjaldi frá
Bretlandi og með neitun um að láta
skipin koma við í Þýzkalandi.
Hér var mikið og þarft verk fyrir
hendi.
Samgöngur vorar bæði milli landa
og með ströndum fram hafa verið
og eru í megnasta ólagi.
Hvað hefir svo stjórnin gert til
þess að leysa úr þessum viðfangs-
efnum? Hvað hefir hún gert sjávar-
útveginum til eflingar? Pað, að
gefa Sameinaðafélaginu alveg ófyrir-
synju leyfi til að hækka farmgjöld,
sérstaklega á þeim varningi, sem
sjávarútvegsmönnum er nauðsyn-
legur, svo að hann hlaut að hækka
í verði. Og þá er því ekki að
gleyma, hve ótrauðlega núverandi
ráðherra barðist fyrir því að veita
einstökum manni eða félagi einka-
sölurétt á kolum, og var það ekki
honum að þakka, heldur þeim
þingmönnum, sem reynst hafa sann-
ir Heimastjórnarmenn, ásamt öðrum
fleiri þingmönnum, að þessum voða
fyrir sjávarútveginn var afstýrt. En
þegar þetta tilræði við sjávarútveg-
inn mistókst, gekk hann i lið með
Sjálfstœðismönnum, til að koma þó
tilfinnanlegum álögum á kolin í
farmtollslögunum.
Hvað hefir hann gert fyrir land-
búnaðinn? Svarið er: alls ekki
neitt.
Hvað hefir hann gert fyrir verzl-
unina? Eg leita í huga mér eftir
svari, og þá heyrist mér að verzl-
unarstétt landsins hvísli í eyra mér:
»karamellu-frumvarpið!«
Að samgöngunum á sjó og landi
(sem teljast mega verzluninni til
stuðnings) hefir verið vikið lítillega
hér að ofan. En segja má það hér,
sem satt er, að hvorki alþingi né
nokkurt annað islenzkt afl hefir fyr
né síðar orkað því, að knýja hann
til að líta í nokkra aðra átt en til
Sameinaða gufuskipafélagsins danska
í samgöngumálum; það var eins og
hann þekti ekkert annað gufuskipa-
félag í heimi. Til þess að opna augu
hans í þessu efni dugði ekkert
annað, en ósvífni Sameinaða gufu-
skipafélagsins sjálfs, eða sú afleiðing
hennar, að öll íslenzka þjóðin reis
upp eins og einn maður og tók til
1) Eg benti á þetta í grein í »Reykja-
vík« 26. Júlí s. 1. Ekkert blað né
búnaðarrit hefir mér vitanlega prentað
hana upp, og er það þó óefað ekki ó-
merkilegasta grein fyrir landbúnað
I vorn, sem út heflr komið siðari árin.