Morgunblaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. ágúst 1965 Aksel Sandemose látinn 66 ára Fnjóskárbrú SUNNUDAGSK V ÖLDIB 25. júlí flu'tti hr. Jóbann Skapta son, sýslumaður, erindi um Fnjóská og vék þar að brúar gerðinni 1908. Um tvö atriði í erindi hans langar mig að ræða nokkru nánar en hann gerði, af því að um þau er ég fróðari. Þess er þá fyrst að geta, að hr. sýslumaðurinn taldi svo, að skilja mátti, að brúin væri að öllu leyti dönsk smíði. Rétt er það, að firmað Christiani & Nielsen tók að sér smíðina og bar á henni alla ábyrgð unz brúin var fullgerð. En það var þáverandi landsverkfræðing- ur, Jón Þorláksson, sem teikn aði brúna og reiknaði. Hann var þá eini starfandi verk- fræðingur í landsins þjónustu og hafði því allt eftirlit með framkvæmdum. A méðan á verkinu stóð, dvöldum við hjónin ýmist hjá síra Ásmundi Gíslasyni að Hálsi í Fnjóska- dal eða á Akureyri. í þessu sambandi er mér minnisstætt, hversu manni mínum gramdist, þegar yfir- smiðurinn danski fékkst eigi til að reka staura undir mót- in nógu djúpt eða eins og fyr ir var mælt og um samið. Má vera, að honum hafi þótt það fjarstæða og naumast þörf um hásumarið. En þegar allt hrundi, varð honum a'ð orði, að þar hefði hann misst af au'kaþóknun, sem bann átti í vændum hjá húsbændum sín um, ef alit gengi vel. Að öðru leyti var samkomulagið við verktakana ágætt. Þegax hr. sýslumaðurinn gat þes6, að „heimamenn" hefðu bent hinum danska verkfræð ingi á mistök þessi, þá væri nákvæmara að segja, að hinn íslenzki verkfræðingur hefði bent hinum danska verkstjóra á þau — en raunar eðlilegast að geta þess, að mistökin hefðu ekki átt sér stað, ef útboðsskilmálunum hefði ver ið fullnægt. Það hefði ekki verið óvið- eigandi um leið og haldíð er á lofti „danskri verksnilli“, sem hr. sýslumaðurinn lofaði að verðleikum, að minnast þess að það var íslenzkur verk frgeðingur sem hugsaði og skapa'ði mannvirki sem fyrir 57 árum var lengsta stein- bogabrú Norðurlanda og að verktakarnir notuðu myndir af brúnni í auglýsingum sín- um víða um heim um langan tíma. Látum svo útrætt um erindi hr. sýslumannsins, sem var að öðru leyti hið fróðlegasta. En að lokum langar mig til þess að segja örlitla sögu, til þesis að sýna hversu litla trú suimir Islendingar höfðu þá, á árinu 1908, á þessari miklu framkvæ-md. Þegar vi'ð hjónín héldium heim um haustið fréttum við hjá bónda í Hörgárdal, að hann hefði hitt annan bónda, sem ekiki kvaðst myndi þora að reka rekstur sinn yfir Fnjóskárbrúna. Svo veigalíti'U þótti honum þessi stein-bogi, sem þó hef-ur þolað hina þungu umferð síðustu ára, eins og sýsluimaður tók rétti- lega fram. Með þökk fyrir birtingun-a. Reykjavík, 5. ágúst 1965. Ingibjörg Cl. Þorláksson - KONSTANTIN Framh. af bls. 1 um á þinigi. Taki einhver úr þeim fiiok-ki að sér stjórnarmyndun, verður hann hins vegar að fá tul þess samþykki Papandreou, sem er formaður flokksins. Margir stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að óvildin milli konungs og Papandeou sé nú komin á það stig, að vart megi búast við, að þeir komist að nokkurri sameiginlegiri lausn. - KHANH Framhald af bls. 1 röngum málstað, og því mun hann verða að láta í minni pok- ann“. Forsætisráðherrann b o ð a ð i strangari aðgerðir til að auka varnarmáttinn, og sagði almenn- ing mundu verða að leggja meira á sig en áður. Fréttamenn í New York reyndu í morgun að ná tali af Ngyen Khanh, er fréttin um brottvikningu hans barst þangað. Einn aðstoðármanna Khanh lýsti því yfir, að hann væri farinn frá landinu, til Evrópu, þar sem hann hefði haft í hyggju að skýra ástandið í málum Vietnam fyrir ráðmönnum. Vitað er, að Khahh hefur haft slíka ferð í huga. Aðstoðarmaðurinn sagðist hins vegar ekki vita, hvar Khanh væci niður kominn þessa stund- ina. Hann- hefði ekki birt ferða- áætlun sína, sem samin hefði ver- ið með slíkri leynd. að iafnvel eiginkona Khanh vissi ekki um dvalarstað manns síns. - KOMST FRÁ KÚBU Framhald af bls. 1 komið fangavist minni að ég var öðru hvoru í or- lofi fangelsisstjórnarinnar fór ég á borgarbóka- safnið og grúskaði í landabréfum og bókum. Svo varð ég mér úti um vistir á svartamarkaðsverði þegar ég fékk næst leyfi fór ég ekki aftur í fangelsið og lét eng- an vita hvar ég væri niður kominn. Ég beið í tvo daga á norðurströndinni eftir byr og þegar ég loks lagði upp, seint að kvöldi 17. júlí, gat ég séð ljósin í Havana næstu þrjú kvöld á eftir og var farinn að verða hræddur um að ég myndi aldrei komast svo langt að ná Golfstraumnum." Casas sagðist hafa séð 40 skip fara fram hjá sér þá 12 daga sem hann rak á flekan- um yfir hafið.Tvisvar datt hann af honum, en hafði ver- ið svo forsjáll að binda flek- ann fastan við sig. Loks varð honum bjargað í fyrri viku eins og áður sagði og flutt- ur til Miami, þar sem Gface systir hans, sem áður jtafði flúið frá Kúbu, tók á móti borium. Kona Luis Casds, og borh og aldraður fáðif éru enn eftir á Kúbu og er óttast að þau verði iátin gjalda flótt ans. Oseló, 7. ágúst (NTB) LÁTINN er Aksel Sandemose, rithöfundur, 66 ára að aldri. Sandemose var danskur að ætt, en hefur búið í Noregi síðan 1929, er hann lýsti því yfir, að hann vildi vera norskur rithöf- undur. Sandemose hefur lengst af ver ið umdeildur maður, ekki sizt vegna stjórnmálaskoðanna sinna, en hann hefur alla tíð verið vinstrisinnaður. Megin viðfangsefni hans í bók menntum hafa verið ástin, hatrið og minnimáttarkenndin. Fyrst bók Sandemose kom út 1923, og fjallaði u-m æskuárin. Nefn-dis-t hú-n „Fortællinger fra Labrador". Eftir að han-n flutt- ist til Noregs tók hann að rita á norsku, fyrsta bók hans á því máli var „En sjöman gár í land“. A:f fleiri bókum má nefna „Bn flykting krysser sit spor“, „Alice Atkinson og h-endes elskere". „Det svun-de er en dröm“, „Klabavtermanden", „Septem- ber‘“ „Felicias bryllup“, „Mur -ene omkring Jeriko“, „Ross Dane“, „En palm-egrön ö“, „Tjæ-re Sandemose Vi han'dleren“‘ „Varulven'* og pynter os med horn“. Sú bck hans, sem h-vað mes-ta athygli hefur vakið, er „En flykting krysser sit spor“, og hafa margir talið h-ana a-thygliis- verðus-tu skáldsögu, som rituð var á norsku á árunum milli -h-eimsstyrjaldanna. Hækkerup forseti Allsherjarþingsins? Kaupmannah-öfn, 7. á-gúst (NTB) HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Kaupmannahöfn, að Per Hækkerup, utanríkisráð- herra Dana, hafi verið beðinn um að verða forseti næsta Alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Blaðamenn, sem borið hafa fréttina undir Hækkerup, hafa ekki fengið staðfestingu hans, og hefur hann ekki viljað láta uppi, hvort hann hafi áhuga á því að taka að sér embætti þetta. Hins Réttarhöldin um hand- ritin hefjast 20. ágúst DANSKA blaðið „Informa- I tion“ hefur skýrt frá því, i að ákveðið hafi verið að i réttarhöldin um handrita- | málið hefjist 20. ágúst nk. i fyrir Eystra Landsrétti í | Kaupmannahöfn- | Blaðið segir, að ýmsir | lögfráeðingar, sem hafi | kynnt sér málið, telji, að | endanlegur úrskurður muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár. Sem kunnugt er, var það Árnanefnd, sem höfðaði mál- ið gegn ntenntamálaráðuneyt- inu danska í þeim tilgangi að reyna að fá lögin um afhend- ingu handritanna til íslands ógilt. — Lögfræðingur Árna- nefndar er G. L. Chritrup, hæstaréttarlögmaður, en Ponl Sehmith, hæstaréttarlögmað- ur, flytur málið af hálfu menntamálaráðuneytisins. vegar sagði Hækkerup, að danska stjórnin myndi ræða mál ið, ef til kæmi. Þótt Hætokerup tæki að séir embætti forseta Allsherjarþíngs- ins, þyrfti hann ekki að segja af sér embætti utanrí-kisráðherra. Forsetinn situr aðeins í New York, meðan þingið stendur. Þa<5 hefur áður gerzt, að utanríkisráð herra hafi gengt. þessu embæ-ttu Haft er á orði í New' York, a<5 til greina komi einni-g, að fiull- trúi Norðmanna, Sivert Nielsen, v-erði beðin-n um að taka við em- bættin-u, svo og jafn-v-el f-ulltrúi Finna, R. Enckel. Ekiki er vi-t- að um undirtektir þessara manna að öðru leyti en því, að Nielsen er ekki sagður mjög á- -hugasamiiir um starfið. í GÆRMORGUN var Sv-gola og úrkomuvottur við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum, en léttskýjað ig hægviðri sunnan lands og austan. í Vestur- Evrópu var fremur svalt, en léttskýjað og hiti á austur- strönd Bandaríkjanna. — Við Langasjá Framhald af bls. 32 virkj unarverkfræðingur og Nic- hol frá Bandaríkjunum, en sér- grein hans er virkjunarjarð- fræði. Norðmaðurinn er fram- kvæmdastjóri þeirra rannsókna er hér fara fram. Þess má að lokun geta að rannsóknir þessar standa ekki einungis í sambandi vð Búrfellsvirkjun heldur allt Hvítár og Þjórsársvæðið. ATBDQID að borið sarnan við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgitnblaðinu en öðrum blöðum. > ir lUMIUIMMUIMHUMUMUtUIIIHMUIHIIimUIIUItlUlilMUII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.