Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 68
224 Ritsj á. AFMÆLISRIT TIL DR. PHIL. KR. KÁLUNDS, bókavarðar við Safn Árna Magnússonar, 19. ágúst 1914. Gefið út af »Hinu ís- lenzka fræðafélagi í Khöfn«. Khöfn 1914. Aldrei gleymi ég því, hve mjög mér blæddi það í augum á Hafnarárum mínum, er ég kom upp í bókhlöðu háskólans, að sjá útlenda vísindamenn grúfa sig þar yfir skinnbækur vorar og fom- skjöl. Og mér kom þá altaf í hug, hvílíkur þjóðfögnuður væri að því, að þessir sömu menn sætu bognir yfir sömu handritum heima, heima á ættjörðu höfunda þeirra, sem bar og gæfu til að geyma mörg þeirra ósködduð eða lítt sködduð um langan aldur, mun lengur en Danir hafa enn geymt þau. Og mér varð það á, að velta því fyrir mér, hvort þeim biskupunum í Skálholti, sem sátu þar á stóli eftir daga Árna Magnússonar, og vóru yfirleitt merkismenn og unnu fornfræðum vorum, hefði ekki verið trúandi til að gæta þeirra, ef þeim hefði verið safnað þangað, í stað þess að flytja þau út úr landinu. En það á víst ekki við, að telja harma sína í þessu efni. Ritin eru nú komin 1 vörzlur Dana og verða þar víst að eilífu. En játa ber það, að mikla rækt leggja þeir nú við handrit vor. 1883 var stofnuð bókavarðarstaða sérstök við Safn Árna Magnússon- ar, þar sem flest handrit vor eru niður komin. Embætti þetta var skipað dönskum manni, Kr. Kálund, er lagt hafði stund á norræn vísindi og getið sér góðan orðstír fyrir rit í þeirri grein. Dr. Kálund hefir rækt embætti sitt með hinni mestu alúð og dugnaði, samið ná- kvæma skrá um það og unnið íslenzkum fræðum með því ómetanlegt gagn. Árin 1872—74 ferðaðist hann um alt ísland og rannsakaði þar sögustaði forna, og samdi hið mesta heljarrit um ferðir þessar og rannsóknir. í því riti er saman kominn geysimikill fróðleikur um ís- land, menning þess á ýmsum tímum, landfræði þess og sögu. Þá má og geta þess, að hann hefir gefið út Sturlungu (og þýtt á dönsku), og ber sú útgáfa hans mjög af öðrum útgáfum af þessari miklu merkisbók. Það var því vel til fundið, er nokkrir íslenzkir vísinda- og menta- menn gáfu út afmælisrit honum til virðingar, er hann varð sjötugur síðastliðið sumar. Og þvl fegnari mega unnendur íslenzkra fræða verða riti þessu, sem í því eru ritgerðir, sem bæta ofurlitlu við þekk- ingu vora á forníslenzkri menningu, eftir því sem ég veit bezt deili á. Allar greinirnar í riti þessu eiga sammerkt í því, að þær fást við sögu íslands, einhverja grein hennar. En annars eru þær næsta ósam- kynja, sem sjá má af því, að ein hljóðar um eldreykjarmóðuna 1783, en önnur um íslenzka búninga. Finnur Jónsson próf, birtir hér tvö heimildarrit um bygð í Öræfum. Grein próf. Þorv. Thóroddsens um eldreykjarmóðuna sýnir, hve furðulega víða hún hefir borist um heiminn, og er mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.