Vísbending


Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING Kínversk bardagalist Bardagaspeki Sun Tzu var skyldu- lesning fyrir alla stjórnendur á tíunda áratuginum. Sun Tzu var kínverskur einræðisherra sem var uppi fyrir 2.500 árum, á sama tíma og Kon- fúsíus. Hugmyndafræði þessararbardaga- speki er enn hornsteinn í kínverskri stefnumótun. Ymislegt er hægt að læra afþessari fomu bardagalist. Eftirfarandi umtjöllun, sem gengur út á að reynda draga fram gullkornin er byggð á nýlegri þýðingu á The Art of War (talsverður munur er á einstökum þýðingum). Það er ekki ólíklegt að íslenskir viðskiptamenn þurfi í auknum mæli fleiri tæki til þess að berjast í hinum alþjóðlega viðskipta- heimi þar sem þeir hafa margir hverjir hreiðrað um sig. ^Fimm grundvallaratriði Ifyrsta kafla bókarinnar nefnirTzu þau fimm atriði sem eru grundvöllurstefnu- mótunar samkvæmt bardagalistinni. Pólitík: Sameiginleg hugmyndafræði og tilgangur hópsins, s.s. liðsandi, sameigin- leg gildi og föðurlandsást. Himirm: Umhverfislegir þættir eins og tími, árstíð, birta, veður o.s.frv. Landssvœöi: Aðstæður, s.s. fjarlægð frá óvininum, lega landsins og yfirferð. Leiðtogi: Sásem leiðir hópinn, spumingin er hvort hann er skynsamur, trúverðugur, hugrakkur, skipulagður og býr hann yfir samkennd. Kenning: Listin eða hæfileikinn til þessa að skilja stefnumótunina og gera stefnu að veruleika. Til þess að skilja þessi gmndvallar- atriði hjá Tzu betur er hægt að draga upp skýringarmynd af þessum fimm meginatriðum í hugmyndafræði hans. Atriðin sem kölluð eru himinn og lands- svœði snúast um að skilja aðstæðumar og gera sér grein fyrir að þær geta verið mismunandi. Það er hægt að notfæra sér mismunandi aðstæður ef maður skilur í h verju þær em fólgnar. Atriðið sem nefnt er leiðtoginn snýst um hæfni þess sem leiðir herinn og getu hans til þess að takast á við aðstæðurnar og ó vi n i nn. Pólilikin er að mörgu leyti nátengd leiðtoganum þar sem hún snýst um samkennd og tilgang hópsins en þetta tvennt ræðst oft að miklu leyti af því hver leiðir hópinn og hvernig honum tekst að höfða til sameiginlegs tilgangs hópsins og hvetja hann áfram. Kenningin felur í sér sjálfa útfærsluna og framkvæmdina á stefnumótuninni. I henni felst listin að vinna orrustuna og stríðið. Tzu bendir á að allir herfor- ingjar verða að skilja og þekkja þessi fimm grundvallaratriði. Þeir sem verða sérfræðingar í þeim verða sigursælir og verða ekki sigraðir. Að mæla út óvininn ikið af listgreininni að sigra í baráttunni, samkvæmt Tzu, felst í að skilja aðstæðumar og andstæðinginn. Frekari útfærslu á gmndvallaratriðunum fimm er að finna í sjö liðum sem snúast um að geta metið hverjir eru líklegir til þess að verða sigurvegarar í bardaganum og hverjir ekki. 1. Hvor stjórnandinn er vitrari og betur búinn? 2. Hvor leiðtoginn er hæfileikaríkari? 3. Hvor herinn virkar betur við gefnar aðstæður? 4. Hvor herinn hlýðir skipunum og reglum betur að jafnaði? 5. Hvor herinn hefur sterkari her- menn? 6. Hvor herinn hefur betur þjálfaða stjómendur og liðsmenn? 7. Hvor herinn notar umbun og refsingu með skynsamlegri hætti? Tzu leggur mikla áherslu á að skilja andstæðinginn og koma honum úr þeirri kjörstöðu sem hann kann að vera í. Meg- inhugmyndin er að stríð er alltaf byggt á skynjun eða öllu heldur ímynduðum vemleika. í því felst að það er mikilvægt að láta líta út fyrir að staðan sé öðmvísi en hún er. Þegar maður er vel hæfúr til þess að láta til skarar skríða skal maður gera sérupp vanhæfni, þegarþörf er fyrir hreyfanleika skal láta líta út eins og herinn geti illa hreyft sig, þegar herinn er fjarri skal láta líta út eins og hann sé nærri. Leikurinn gengur út að fá andstæðinginn til að berjast við aðstæður sem henta honum illa þegar hann er úr jafnvægi. Þannig er mikilvægt að koma honum úr jafnvægi með því að ögra honum ef hann er skapbráður, ýta undir hrokann ef hann er hrokafullur o.s.frv. Ef búið er að leggja línumar um hvemig hægt er að koma því við að bardagi verði háður við eigin kjöraðstæður frekar en kjöraðstæður andstæðingsins, áður en farið er til bardagans, er auðveldara að meta útkomuna og miklu meiri líkur eru á að herinn verði sigursæll. Bardagalistin Hinn fullkomni sigur er að sigra án þess að þurfa að berjast. Stríð snýst alltaf um að ráðast að stefnumótun and- stæðingsins. Þannig er fyrsta skrefið alltaf að nota pólitískan þrýsting til þess að brjóta niður þau bandalög sem and- stæðingurinn hefur gert við aðra aðila. Eftir að búið er að veikja hann með öllum tiltækum ráðum er kominn tími til að ráðast gegn honum með herinn í fararbroddi. Mynd Mels Gibsons Brave- heart um skosku frelsishetjuna William Wallace er ágætt dæmi um þessa bardaga- list Tzu. Þegar Skotarnir mæta Bretum í fyrsta stóra bardaganum gerir Wallace í því að ögra Bretunum og ýta undir hroka þeirra til þess að fá þá til þess að berjast með öðrum hætti en þeir gera venju- lega. Þannig bíða Skotamir rólegir og verjast örvaárásum Breta og bíða eftir að Bretamir sendi riddarasveitina af stað. Skotamir hafa nefnilega búið til ljöldan (Framhald á síðu 4) ^ Grundvallaratriði í bardagalist Sun Tzu J Himimi Leiðtogi Keimina Landssvæði 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.