Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 66

Kirkjuritið - 01.09.1953, Blaðsíða 66
Bœkur. Sören Holm: Protestantisme. Nordisk Forlag. Köbenhavn 1950. Höfundur bókar þessarar er prófessor í guðfræði við Hafnar- háskóla og þjóðkunnur fyrirlesari, enda mikill mælskumaður og lærður vel. Hann leiðir ljós rök að því, hver sé meginmunur kaþólskunnar og mótmælendastefnunnar. Kaþólskan leggur höfuðáherzlu á myndugleikavald kirkjunnar, en mótmælenda- stefnan á samvizkufrelsi einstaklingsins. Orþódoxa mótmæl- endastefnu telur höfundur því ekki vera í raun réttri mótmæl- endastefnu, hún lúti myndugleikavaldi með sams konar hætti sem kaþólskan, setji aðeins Biblíuna í stað páfans. Síðasti kafli ritsins er veigamestur. Þar eru þræðirnir teknir saman og lýst einkennum mótmælendastefnunnar. 1. Hún heldur fram aðli einstaklingsins. Hver maður stend- ur frammi fyrir augliti Guðs án allra milliliða. Svo er hinn „almenni prestsdómur". En af því leiðir, að einstaklingurinn verður einnig að taka tillit til reynslu og skoðana annarra. 2. Mótmælendastefnan er hugsjónastefna og ber traust til gildis mannsins. Hún hlýtur að hafna fullkomnum aðskilnaði milli Guðs og mannsins, því að af því leiddi að maðurinn værj gerspilltur og ekki um neina kristilega siðfræði að ræða. I hverjum manni er eitthvað gott, þrátt fyrir allan veikleik hans og syndir. 3. Mótmælendastefnan miðar við söguna. Þar birtist persona Jesú og boðskapur. Þar er uppsprettan. Þangað á hver einstakl- ingur að leita. Og til þess styðja hann rit Biblíunnar. Það er aldrei unnt að sanna ytri rökum, að kristindómurinn sé hm rétta eða sanna trú. Það verður aðeins lifað. 4. Mótmælendastefnan er gagnrýnistefna. Menn verða að rannsaka auðæfin andlegu, sem þeir eiga. Sögukönnun verður jafnan að leita elzta vitnisburðar kristindómsins, Nýja testa mentisins, svo að skilningurinn á honum verði sífellt dýpri °& fyllri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.