Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 14

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 14
Socorro býr í verkamannabverfinu La Rosa í nœststœrstu borg Colombíu, iðnaðarborginni Medellin. Hún er sú ellefta í röð sextán systkina, en tíu þeirra náðufullorðinsaldri. Frá sjö ára aldri bjó Socorro ýmist hjá foreldrum sínum, elstu systur sinni, eða móðurömmu, sem líka bjuggu í La Rosa. Soccoro r i La Rosa Faðir hennar var oft veikur. Þegar hann var ekki veikur var hann oft að heiman, jafnvel svo mánuðum skipti. Hann vann ýmis störf, en var aldrei lengi á sama stað. Móðir Socorro vissi aldrei hve mikil laun maður hennar hafði. Oft vissi hún ekki hvort hann var í vinnu, eða hvar hann var niöur kominn. Móðirin hafði byrjað að þvo þvotta barn að aldri og hélt því áfram eftir að hún giftist. Þrjár elstu systurnar voru teknar úr skóla þegar þær urðu tíu ára til þess að vinna fyrir heimilinu. Tvær þær elstu, Lucia og Elvia unnu hjá skraddara, en sú þriöja við heimilisstörfin svo að móðir þeirra gæti unnið meira utan heimilisins. Sá fjórði í systkinahópnum var drengur, Mario. Vinnuafl hans var aldrei nýtt í þágu heimilisins eins og systranna. Hann vann annað slagið, en eins og faðirinn var hann aldrei lengi á sama stað. Hann réði sjálfur yfir launum sínum og gaf stundum móður sinni pening ef hann vildi vera góður sonur. Mestum tíma sín- um eyddi hann í að slæpast um með öðrum ungum mönnum, sitja á börum, reyna að verða sér úti um sambönd, ,,í leit að betri vinnu". Hinirsynirnirtveir lifðu svipuðu lífi. Dæturnar bjuggu við mikið ófrelsi. Mjög ungar fóru þær að sjá um þvotta og þrif á heimil- inu, jafnhliða skólanum. Eftir að þær fóru að vinna launuö störf, um tíu ára aldur, rann allt kaupið þeirra beint til fjölskyld- unnar. Þær fengu aldrei aö fara af heimilinu nema með sérstöku leyfi og aldrei einar. Þannig var það þangað til þær giftust, um tvítugsaldur. Ein dóttirin tók við af annarri, eftir því sem þær eldri giftust, að afla tekna til heimilisins. Frá því að sú fyrsta fór að vinna, þar til móðir þeirra dó, þrjátíu árum seinna, var næstum alltaf einhver þeirra sem vann fyrir heimilinu. Konurnar sáu því í raun og veru fyrir fjölskyld- unni i sameiningu, þótt faðirinn ætti að heita fyrirvinnan. Samkvæmt viðteknum hug- myndum um hlutverk kvenna eigaþærekkiaðvinnaúti. Þær líta aldrei á sig sem fyrirvinnur, i 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.