Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 20
Andakt og veraldarvafstur Hugleiðingar um lesturinn Ég syng þér lofsöng ljóssins herra - Um lesturinn þomar flekkurinn - Láttu ei þína líknsemd þverra. - Líklega verður bundið inn - Græddu mín fúnu syndarsár. - Svo verða beitta línur þrjár - Til lífs og dýrðar þér ég þreyi. - Nú þyrfti að reita sáðgarðinn - Eg geng á þínum guðdómsvegi. - Gott væri að koma mónum inn - Hjálpa mér synd og eymdum úr. - Svo ætla eg á skeljatúr - Eg neyti af þínum nægtabrunni. -Nú þarf að brúa keldurnar - Eg hrópa bæði af hjarta og munni: -Hvemig slösuðst börumar- ? Blessun og von í brjósti grær. - Best er að rýja nokkrar ær - Eg finn svo glöggt þinn föðuranda. - Fiskurinn verður dýr í ár - Eg vil í trúnni stöðugt standa. - Stór eru bein í húðarklár - Eg breyti eins og mér best er kennt. - Bankarnir gefa fimm prósent - Svo þegar lífsins dagar dvína. - Dreg eg loks saman renturnar - Sýn þú mér ljóssins sali þína, - Svo koma allar skuldirnar- þar sem að andinn þroskast minn. - Þakka þér fyrir lesturinn - Antoníus Sigurðsson Djúpavogsskáld, fæddist að Skála eða Kelduskógum þann 14. október 1875. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Halldóra Gísladóttir og munu þau bæði hafa verið kynjuð af Berufjarðarströnd. Antoníus ólst upp í Kelduskógum hjá Kristínu Bessadóttur. Hann kvæntist um aldamót Þórunni Erasmusdóttur sunnan úr Meðallandi og eignuðust þau eina dóttur barna, Rögnu. Antoníus lést 1941. Snemma á öldinni flutti fjölskyldan til Djúpavogs. Þar vann Antoníus það sem til féll, var sóknar- nefndarformaður, meðhjálpari og fékkst við barnakennslu. Hann þótti lipurt skáld, fékkst töluvert við yrkingar og eru ljóð hans varðveitt á Landsbókasafni. í handritum Antuníusar er að finna erfiljóð eftir vini og ættingja, ljóðabréf og náttúrulýsingar. Hann átti það til að vera góðlátlega glettinn í kveðskap sínum eins og ljóðið. “Hugleiðingar um lesturinn”, sem hér birtist, ber með sér. Kvæðið orti hann um stöndugan frænda sinn. atorkusaman sjósóknara og bónda. Var sá fésýslumaður mikill en iðkaði jafnframt af alúð guðrækni og góða siði. AÞ Heimild: Austfirsk skáld og rithöfundar. eftir Stefán Einarsson - Austurland VI, Reykjavík, 1954. /\ Félagsfundur SíðastifélagsfundurÆttfræðifélagsinsvarhaldinn að Hótel Lind 28. nóv. s. 1. Kári Bjarnason frá handritadeild Landsbókasafns Islands flutti mjög fræðandi erindi um gömul handrit og Maríukvæði og las upp nokkur fyrir fundargesti. Margir báru framfyrirspumirumhandritogútgáfuráhandritum, enda margvíslegan fróðleik þar að finna sem ættfræðiáhugamenn fýsir að komast í. Eftir kaffi las Sigurður Magnússon húslestur í bundnu máli eftir Antoníus Sigurðsson Djúpavogsskáld. Guðfinna Ragnarsdóttir ritari. 20

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.