Menntamál


Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.10.1952, Blaðsíða 28
98 MENNTAMÁL Freysteinn Gunnarsson sextugur. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri átti sextugsaf- mæli 28. ágúst s. 1. Þann dag birtust margar grein- ar um hann í blöðum, þar sem honum voru þökkuð störf í þágu íslenzkra menningarmála. Freysteinn Gunnarsson er fæddur í Vola í Árnes- sýslu 28. ágúst 1892. For- eldrar hans voru Gunnar Jónsson bóndi og kona hans Guðrún Guðbrands- dóttir. Freysteinn stundaði nám í Kennaraskólanurn og lauk þaðan prófi 1918, las síðan til stúdentsprófs og lauk því 1915. Að því búnu lagði hann stund á guð- fræði og varð kandidat 1919. Framhaldsnám stundaði hann erlendis á árunum 1920—1921. Kennari gerðist hann við Kennaraskólann 1921 og skólastjóri 1929. Því starfi hefur hann gegnt síðan af umhirðusemi, lipurð og góðvild. Fræðimennsku og ritstörf hefur Freysteinn iðkað af mikilli elju, og hafa flest landsins börn notið góðs af. Kennslugrein hans er íslenzk tunga, og segja mér fróðir menn, að lærdómur hans í þeirri grein sé fágætlega mikill, þegar þess er gætt, að hann er fenginn með ein-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.