Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 32
BJÖRN ÓLAFSSON ARKITEKT:
ER AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR ÚRELT?
Við mótum borgir, síðan móta þær okkur.
Borgaþróun og skipulagning breytir lífsvenj-
um okkar og lífsviðhorfum. Höfuðborgar-
svæðið er nú heimkynni meirihluta Islend-
inga, meirihluta sem stækkar. Skipulagning
svæðisins er nú einn áhrifavaldur íslenzkrar
menningar.
Borgarskipulagning sú, sem nú er víðast beitt,
er orðin gömul og hrum. Eins og margir
áhrifamestu þættir nútímalífs varð hún til um
aldamótin, náði fullum þroska milli stríð-
anna, og er nú talin af flestum framúrstefnu-
mönnum veikburða og vanmáttug.
Nútíma borgarskipulagning varð til fyrir áhrif
iðnvæðingarinnar og tilkomu bílsins sem sam-
göngutækis. Henni óx fiskur um hrygg á
fyrstu áratugum þessarar aldar og 1933 varð til
stefnuskrá hennar, fullmótuð: La Charte
d’Athenes, Aþenusáttmálinn. Samtök ungra
arkitekta, C.I.A.M., sömdu sáttmála þennan
á fundi í Aþenu þetta ár og síðan hefur sátt-
málinn haft bein eða óbein áhrif á alla skipu-
lagsvinnu af viti.
Aþenusáttmálinn setur sér sem höfuðmark-
mið að bæta umhverfi borgarbúa, hann setur
meginreglur sem fara ber eftir í allri skipu-
lagningu til að fullnægt sé þörf einstakling-
anna fyrir Ijós, athafnasvæði og kyrrð, ein-
staklingsfrelsi og félagsstarfsemi. Til þess að
ná þessu takmarki leggur sáttmálinn til
að jafnan séu gerð aðalskipulög borga sem
kveða á um notkun helztu svæða. Aðalsvæðin
verði íbúðasvæði, iðnaðarsvæði og miðbær, og
þau verði vandlega aðskilin með „grænum
svæðum“. Umferð gangandi fólks og bíla
skyldi vera vandlega aðskilin og umhverfis að-
alumferðaæðar bíla yrðu græn belti þéttvaxin
skógi til að vernda hverfin fyrir ryki, stybbu
og hávaða. Að lokum gerir sáttmálinn ráð fyrir
því að nútíma byggingartækni sé beitt. til hins
ýtrasta við skipulagningu borga.
Þótt þessar tillögur sýnist eðlilegar nú, komu
þær eins og hvirfilvindur inn í rykmettað logn
arkitektúrskólanna um 1930. Þó var öruggt þá
að hefðbundin gatnagerð skólanna eða sveita-
rómantík úthverfanna yrðu ekki til lengdar
tæki til að leysa vandamál borganna. Meiri
hluti íbúa borga hins hvíta heims starfaði
við iðnað, sem að miklu leyti var drifinn kola-
orku. Ibúðir þessa fólks voru umhverfis verk-
smiðjurnar eða inni í hávaðasömum sam-
byggðum og þéttbyggðum borgum gjörsneydd-
um ljósi, kyrrð eða garðsvæðum. Þessi atriði
eru skýrt dregin fram í Aþenusáttmálanum.
Öll atriði sáttmálans virðast fljótt á litið vera
mannúðleg og skynsamleg. Hverju veldur þá,
að talað er hér í upphafi um hrörnun „nú-
tímaskipulags"?
Svarið er að meginreglum þess hefur verið
beitt gagnrýnislaust, þrátt fyrir gjörbreyttar
30
BIRTINGUR