Saga - 1974, Blaðsíða 192
Ritfregnir
Lýður Björnsson: FRÁ SIÐASKIPTUM TIL SJÁLF-
STÆÐISBARÁTTU. íslandssaga 1550—1830. Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík 1973. 157
bls.
Bók þessi er ýmsum kostum prýdd, og hún verður að teljast ný-
stárleg- um margt. Fyrst má telja, að fremst í bókinni er myndaskrá
og rækilegur formáli, en aftast er nafnaskrá, stutt atriðisorðaskrá
og ítarleg heimildaskrá. Myndir eru margar og yfirleitt allvel
prentaðar. Fjallað er um einstök stórmenni sögunnar í sérstökum
köflum með smáu letri. Á spássíum eru tilfærð ýmis minnisatriði.
Að útliti og uppsetningu er bókin hliðstæða bókar Heimis Þorleifs-
sonar, sem einnig er fjallað um í þessu hefti Sögu.
Bókin Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbaráttu er fjörlega sett
upp, frásögnin er yfirleitt lifandi og skýr og skiptist í fremur
stutta kafla. Lesmálið er víða kryddað tilvitnunum í rit frá tíma-
bilinu, sem um er verið að fjalla, og er bót að slíku, því að þessar
tilvitnanir færa lesandann iðulega í átt til anda þessara horfnu
tíma. Mikil og góð nýlunda er að því, að stór hluti bókarinnar, um
50 af 130 textasíðum, er helgaður landi og þjóð, eins og það er
kallað. Fremst í bókinni er ágrip af sögu Norðurlanda á þessu
tímabili, og má segja, að það falli vel að öðru efni bókarinnar,
enda þótt meinlegar villur sé að finna í þessu ágripi.
í þessari bók gætir lítt þeirrar andúðar í garð Dana, sem lengi
vel hefur borið mjög um of á í íslandssögubókum. Þó má vera,
að hér sé tæplega stigið til fulls það skref, sem stíga þyrfti. Ef vel
ætti að vera þyrfti nefnilega að benda á, að íslendingar voru einatt
sízt verr leiknir af yfirboðurum sínum en gekk og gerðist í nágranna-
löndunum, og mun lega landsins hafa haft talsvert að segja hvað
þetta varðaði. Hins vegar kom auðvitað hér á móti, að þessi sama
lega landsins og náttúrufar þess reyndist íbúunum hvað eftir annað
háskasamlegt á ýmsan veg. En sem sagt, Lýður gerir tíðarfari,
eldgosum og heilsufari fólks allrækileg skil í upphafi kaflans um
land og þjóð. Sú skilagrein er að vísu fremur neikvæð — langmest