Janúar. Próf. séra Bjarni Þorsteinsson. Hinn 2. ágústmánuð síð- astl. andaðist séra Bjarni próf. Þorsteinsson, fyrrum prestur á Siglufirði, í Reykjavík, eftir alllanga vanheilsu. Séra Bjarni var fæddur að Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu 14. okt. 1861. Foreldrar hans voru Þor- steinn Helgason, síðar í Bakkabúð í Reykjavík, og kona hans Guðný Bjarna- dóttir frá Straumfirði á Mýrum. Voru foreldrarn- ir fremur fátæk, en börn- in mörg, svo að ekki var til þess stofnað í fyrstu, að þessi sonur þeirra gengi skólaveginn. En fyrir atbeina góðra manna og áhuga hans sjálfs varð það úr, að hann lærði undir skóla og settist í 1. bekk Latínuskólans haustið 1877. Útskrifaðist hann þaðan 5. júli 1883 með hárri 1. einkunn. í Latínuskólanum vakti hann þegar athygli sem góður námsmaður, og sérstaklega latinumaður. Á siðustu skólaárum hans var hann verðlaunaður fyrir afburða leikni i latneskum stíl með því, að söngkennari skólans var látinn veita honum lítilsháttar ók,eypis tilsögn í orgelleik og tónfræði. Mun þar hafa verið lögð fyrsta undirstað-