Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 62
GÍSLI GESTSSON: TÖFTIR í SNJÖÖLDUFJALLGARÐI Tungná heitir ein af stórám þeim, sem úr Vatnajökli koma. Efstu upptök hennar eru þar, sem heita Innri-Tungnárbotnar hjá Kerling- um vestan í Vatnajökli, þaðan rennur allmikil á suður með jökli aust- an undir Bláfjöllum í Fremri-Tungnárbotnum, en það er um 15 km sunnar við jökulinn. Frá Fremri-Tungnárbotnum rennur áin svo að segja þráðbein til suðvesturs, unz hún beygir hjá Kýlingum fyrst til norðurs ogsíðan hlykkjótta leið norðvestur í Þjórsá. Á þeirri leið fell- ur Kaldakvísl í hana, allstór jökulá, sem kemur úr Vonarskarði. Frá Fremri-Tungnárbotnum og vestur undir Stóra-Kýling er óslit- inn f jallgarður sunnan Tungnár, sem heitir Tungnárf jöll, en norðan ár eru fjöllin skörðóttari, heita austast Ljósufjöll, þá Svartikambur, Snjóölduf jallgarður, hann er um 18 km langur, Snjóalda, mikið og hátt fjall, og vestur á alboganum gegnt Kýlingum Austur-Bjallar. Á þess- um 50 km lækkar áin aðeins um 100 m, og frá Svartakambi að Austur- Bjöllum, sem er 80 km, er halli árinnar aðeins 30 m. Rennur áin því á þessum slóðum mjög lygn á blautum sandeyrum. Tungná er mikið vatnsfall, þar sem hún rennur frá jöklinum. Eru fá og heldur vond vöð á henni, og eftir að Kaldakvísl er komin í hana, er hún orðin ein af mestu ám landsins, er t. d. snöggt um meiri en Hér- aðsvötn eða Skjálfandafljót. Helzta vað á Tungná í seinni tíð er Bjallavað hjá Vestur-Bjöllum. Má það heita ágætt vað á jafnmikilli á; er venjulega neðan á síðu, og er tæpra 15 mín. reið yfir ána. Rétt ofan við vaðið hafa verið settir tveir bátar við ána, og er þar hinn bezti ferjustaður. Svo er að sjá, að þetta vað hafi verið ókunnugt í gamla daga. Árni Magnússon segir (í AM 213, 800, sbr. Árb. Fornleifafél. 1940, bls. 78): „Þeir af Landi í Rangárvallasýsdu sækja og til Fiskivatna, upp með Þjórsá austan fram, til þess Túná kemur í hana, síðan yfir Túná hjá Hestabrekku, og svo upp með henni allri norðan fram í landnorður eða austur; skal vera álíka langt af Landi og úr Skaftártungu".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.