Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsbending

						Vrf.
icrgfu
Raunhæf áform eða loftsýn?
Einar Benediktsson og Titanfélagið
Ymis orð hafa verið látin falla, fyrr
og síðar, um Einar Benediktsson
skáld og stórfelld áform hans og
hlutafélagastofnanir erlendis um
virkjanir og stóriðju í íslenskum
fallvötnum á fyrstu áratugum 20.
aldar. Sumir hafa látið að því liggja
að þau hafi verið byggð á sandi og
tómir loftkastalar. Hér verður rakin
nokkuð saga Titanfélagsins sem
stofnað var að tilhlutan Einars
Benediktssonar árið 1914, eignaðist
öll vatnsréttindi í Þjórsá og hugðist
beita sér fyrir stórfelldum virkjunum
í ánni og stóriðju í tengslum við þær.
Hún segir nokkuð aðra sögu. Það var
í raun og veru Alþingi og stjórnvöld
sem brugðu fæti fyrir félagið, ekki
einu sinni heldur tvisvar, er það var
reiðubúið til framkvæmda. Hér verð-
ur reynt að meta hversu raunhæfar
áætlanirnar Titanfélagsins voru. Er
meðal annars byggt á heimildum sem
ekki hafa verið dregnar fram áður.
s
Framsæknir Islendingar
Þegar Einar Benediktsson fluttist
búferlum til útlanda haustið 1907
var tilgangur hans fyrst og fremst
sá að reyna að laða erlent fjármagn til
íslands. Hann var þá þegar kominn í
samband við norska kaupsýslumenn
sem farnir voru að líta hýru auga til
fossaafls á íslandi eftir að hafa um árabil
hagnast vel á kaupum og sölu á vatns-
réttindum í norskum fossum og vatns-
föllum. I Noregi var þá fyrir nokkru
hafin allmikil stóriðja með erlendu fjár-
magni, fyrst með Rjukan-orkuverinu á
Þelamörk árið 1905 og saltpétursverk-
smiðju í tengslum við það. Noregur
hafði fram að því verið eitt fátækasta ríki
Evrópu og var iðnvæðing landsins nær-
tæk fyrirmynd fyrir framsækna
Islendinga.
Næstu ár vann Einar ótrauður að því
að stofna félög erlendis um íslenska
fossa og kaupa upp eða leigja vatnsrétt-
indi í mörgum af helstu vatnsföllum
íslands. Helstu samstarfsmenn hans og
bakhjarlar á Islandi voru bræðurnir
Sturla og Friðrik Jónssynir sem yfirleitt
voru kallaðir Sturlubræður eða Sturl-
ungar og voru meðal ríkustu kaupmanna
í Reykjavík. Nokkur virkjanafélög voru
þannig stofnuð að fyrirlagi Einars
Benediktssonar með norsku og ensku
fjármagni, öll með það að markmiði að
efna til stóriðju, einkum var rætt um salt-
pétursframleiðslu að norskri fyrirmynd.
Guðjón Friðriksson
Hið síðasta var Titanfélagið sem
stofnað var um virkjunarframkvæmdir
í Þjórsá í febrúar 1914 og var hlutafé
þess orðið 12 milljónir króna að
nafnvirði árið 1917 eða sem svaraði
tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins.
í norska hópnum um Titanfélagið voru
vel metnir lögmenn, verkfræðingar og
kaupsýslumenn í Kristjaníu (nú Osló) og
nágrenni og var forystumaður þeirra
Oluf Aall hæstaréttarlögmaður sem
lengst af var stjórnarformaður félagsins.
Hann var tíu árum yngri en Einar
Benediktsson, sérhæfði sig einkum í
lögfræðilegri ráðgjöf fyrir norsk
fyrirtæki á erlendri grund, sat í stjórn
fjölmargra fyrirtækja og tók virkan þátt
í stjórnmálum á vegum Hægri flokksins
í Noregi. Sjálfur átti hann umtalsverðar
eignir. Meðal íslendinga sem tóku þátt
í Titanfélaginu frá byrjun voru auk
Einars þeir Sturlubræður og Eggert
Claessen lögmaður.
Norðmenn stóðu utan við fyrri
heimsstyrjöldina, eins og aðrar Norður-
landaþjóðir, og græddu mikið á henni
vegna stórhækkaðs verðlags á helstu
afurðum þeirra en ekki síður á umfangs-
miklum siglingum. Sagt var að í Bergen
einni hefðu orðið til 70 nýir milljóna-
mæringar á fyrsta ári stríðsins. Mikið
fé lá á lausu í landinu og leitaði ávöxtun-
ar samtímis því sem þrengdist almennt
um möguleika til fjárfestingar í heim-
inum vegna stríðsátakanna. Þetta er ein
af skýringunum á því hversu auðvelt var
að fá norska peninga í Titanfélagið.
Öflun vatnsréttinda
s
Aárunum 1914 til 1918 var unnið
kappsamlega að því á vegum Titan-
félagsins að tryggja öll vatnsréttindi í
Þjórsá og aðliggjandi ám allt upp til
jökla og voru öll þessi réttindi keypt en
ekki leigð eins og verið hafði aígengt
áður í íslenskum vatnsföllum. íslenskir
bændur á Þjórsársvæðinu voru búnir að
átta sig á því hvert verðmæti var fólgið
í vatnsaflinu og höfðu fengið Gest
Einarsson, bónda á Hæli í Gnúpverja-
hreppi, til að vera umboðsaðila við sölu
á vatnsréttindunum. Það voru því
umtalsverðir peningar sem runnu í vasa
einstakra bænda þar og hrepps-
félaganna. Sem dæmi má nefna að í
febrúar 1914 keypti SturlaJónssonfyrir
hönd Titanfélagsins eignarhlut Gnúp-
verjahrepps í Gljúfurleitarfossi, Tröll-
konuhlaupi, Þjófafossi, Hávafossi,
Hjálparfossi og Geldingaárfossi fyrir
samanlagt 23 þúsund krónur og í júlí
1916 keypti Einar Benediktsson fjöllin
Við Höfða í Reykjavík 1919. Einar Benediktsson keypti húsið 1914 og seldi
það Titanfélaginu 1917 sem átti það til 1924. Lengst til hœgri er Oluf Aall,
stjórnarformaðurfélagsins en á skjótta hestinum þriðjifrá vinstri situr Gotfred
Sœtersmoen, yfirverkfrœðingur félagsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32