19. júní


19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 48
GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR: ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST . . . Það var farið að vora. Ólöf sat við svefnher- bergisgluggann sinn og starði á úðaregnið, sem rlraup hægt og hljóðlega úti fyrir. Það var eins og vætan bæri með sér óskráð fyrirheit, eða þannig liafði Ólöf oft hugsað áður fyrr. Konan stundi. Hún var þreytt, — örþreytt. Svefninn hafði flúið hana undanfarið. Henni var ómögulegt að sofna, þó þreytan í limum hennar væri mikil. — Hún mátti til að hlusta, — hlusta og stara, — stara og hlusta, — eftir andardrætti litla drengsins síns. — Ekki eftir dropatali daggperl- anna, — nei, nei, hún vildi heyra andardráttinn. En hvernig sem Ólöf lagði sig fram að hlusta, heyrði hún ekkert, — ekkert nema drjúpandi döggina, sem hvarf til móður jarðar, til moldar- innar, sem átti óteljandi aragrúa gróðursins í skauti sínu. — Ó að hún Ólöf væri sjálf hluti af móður jörð og mætti finna allan jarðargróðurinn lyftast upp frá brjósti sínu. En hvað það væri hugljúft, og þá gæti hann Nonni litli hennar ver- ið einn sprotinn og náð vexti og þroska, en ekki staðið í stað og skorið sig úr eins og hann gerði. — Ó Drottinn minn, því mátti hann Nonni ekki lifa, andvarpaði konan út í hljóðláta vor- nóttina og tár hennar runnu niður vangana án þess hún vissi af. Hann Nonni var yngstur allra barnanna henn- ar. Hann var það eina þeirra, sem hún gat stöðugt gefið móðurgleði sína. Öll hin börnin voru vaxin og fundu öryggi í sínum eigin mætti. — En nú var til einskis að hlusta, — enginn andardráttur rauf þögnina. — Lífið þurfti hennar ekki með, það vildi ekki móðurást hennar. Ólöf var ennþá á fótum, þegar Helgi, maður- inn hennar, kom heim frá vaktaskiptunum. Hann gekk hljóðlega til hennar og tók um hend- ur hennar. ,,Þér er kalt, Ólöf mín. Komdu að hátta." Hún gerði eins og liann bauð, en það tók lang- an tíma að tína af sér spjarirnar. Loks var því lokið og Helgi kom sjálfur og færði liana í nátt- kjólinn. Auðsveip lagðist liún fyrir í rúmið sitt og lét hann hlúa að sér. „Reyndu nú að sofna,“ hvíslaði hann. „Þú anna, ef þess gerist þörf, án þess að þurfa að leysa þau upp eða neyðast til að kasta börnunum í hendur annarra, sem illa eru færir um að gæta þeirra. En það er flestum heimilum um megn að greiða starfsstúlkum fyrir að taka að sér heimili. Einhleypar mæður með börn þurfa að geta unnið úti og haft bömin hjá sér á kvöldum. Einmitt stórbyggingar gætu stuðlað að því að auka frelsi konunnar og dregið ögn úr þeim heimilisfjötr- um, sem margar konur óumflýjanlega hneppast í. Þetta er að vísu ein leið af mörgum. En hún gæti sennilega á skemmstum tíma, ódýrast og hagkvæmast leyst húsnæðisvandræði margra. Kjörorð kvenna hlýtur því að vera: Mannsæm- andi íbúðir handa öllum, fleiri verkamannabú- staðir, hagkvæm byggingarlán til langs tíma handa þeim, sem fé eða vinnu geta lagt fram til byggingu eigin íbúða eða húsa. Ríki, bæir eða byggingarfélög hefjist hið fyrsta handa um stór- byggingar á íbúðarhúsum til leigu gegn hóflegu gjaldi fyrir þá, sem ekki geta með sæmilegu móti eigna eigin íbúðir. Innrétting slíkra húsa verði hagað svo sem bezt má verða og skipulagningu allri í því sambandi, sem tryggi rétt og frelsi kon- unnar sem mest. Heimilin eru fyrst og fremst vettvangur kon- unnar, þar er hennar aðalstarf. Þess vegna skiptir það hana miklu, að þau séu sniðin sem bezt við hennar hæfi, séu björt og hlý, veiti börnunum ótal yndisstundir, séu griðastaður þreyttum og lúnum. Konurnar sjálfar rnega ekki láta sitt eftir liggja að allir íslendingar eignist góðar íbúðir. Þær eiga að taka forustuna um þau mál í sínar hendur. 34 19. JÚNí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.