Saga - 1993, Blaðsíða 270
268
RITFREGNIR
Það er einnig merkilegt að sjá hvergi vitnað til greina í tímaritinu Monthly
Review (New York), en þar hafa birst vel á annað hundrað greinar um Róm-
önsku Ameríku á síðustu áratugum, margar þeirra í hæsta gæðaflokki.
Um heimildatilvísanir í bókinni allri mætti hafa mörg orð. Af 134 tilvís-
unum í heimildir sýnist mér alls staðar vitnað til heilla verka nema í 8-9 til-
vikum. Slík notkun tilvísana er gagnrýnisverð og næsta undarleg og lítt
gagnleg lesandanum, vilji hann skoða þau atriði nánar sem um er fjallað.
I bókalista aftast í bókinni sakna ég sem fyrr segir margra gagnmerkra
verka um Rómönsku Ameríku, en fremst á þeim lista er hið ágæta ritsafn
Cambridge University Press, The Cambridge Histori/ ofLatin America, undir rit-
stjórn Leslies Bethells. Höfundur segir verkið átta bindi og útgáfuárið 1986.
Fyrsta bindi verksins kom hins vegar út 1984 og enn var síðasta bindið, það
sjötta, ókomið þegar bók Jóns Orms kom út.
Ekki er unnt að ljúka þessari umfjöllun án nokkurra orða um kort þau og
myndir sem í bókinni eru. Ekkert samræmi er í vali og frágangi kortanna.
Sum þeirra eru góð en önnur síðri, t.d. á bls. 140 og 145. Á sumum kortanna
eru öll heiti á íslensku, en á öðrum að hluta ellegar að öllu leyti á ensku.
Margar myndanna í bókinni virðast nokkuð út í hött og ættu frekar heima í
túristabæklingum, t.d. á bls. 31, 135, 156, 161 og 163. Heimilda er og hvergi
getið um myndirnar og tímasetning hefði mátt fylgja sumum þeirra.
Prentvillur eru fáar, en þó má nefna villu á bls. 196 þar sem hinn afdrifa-
ríki jarðskjálfti í Nicaragua er sagður hafa orðið 1976 í stað 1972.
Þrátt fyrir ýmsa þá ágalla sem hér hafa verið tíundaðir skal það ítrekað að
verulegur fengur er að þessari bók Jóns Orms Halldórssonar. Bókin ætti að
verða gott og tímabært innlegg í þá fátæklegu og þröngu umræðu sem hér
hefur löngum átt sér stað um málefni suðursins, um tengsl okkar við suðrið
og um þróunarmálefni yfirleitt. Megi bók þessi víkka þá umræðu og gera
hana ögn frjórri.
Sigurður Hjartarson
Gunnar Helgi Kristinsson, Halldór Jónsson og Hulda Þóra
Sveinsdóttir: ATVINNUSTEFNA Á ÍSLANDI 1959-
1991. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. Reykjavík
1992.142 bls.
Mikið og merkilegt efni er undir í þessari litlu bók. Til umræðu er opinber
stefna í atvinnumálum á íslandi á undanförnum áratugum og er reyndar
skotist allt aftur til stjórnartíma Dana á Islandi til að grafast fyrir um söguleg-
ar rætur hennar. Jafnframt er almenn stjórnmálafræðileg umfjöllun um at-
vinnustefnu, mótun hennar og framkvæmd.
Höfundar færast mikið í fang, ekki síst þegar hugsað er til þess hve fáar