Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1966, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1966, Blaðsíða 11
Halldór Laxness íslensk kona í Kaupmannahöfn Ásta í Grafarholti einsog hún var kölluð hér heima í sveit sinni brá sér til Kaupmannahafnar snöggva ferð haustið 1919. í fyrrahaust sagði ég við hana á heimili hennar í Valbý, leiðist þér ekki að búa altaf hér í út- löndum? Hún svaraði tafarlaust af þeirri hreinskilni hugans sem henni var gefin umfram flesta menn: Mér hefur einlægt fundist ég væri hér að- eins um stundarsakir og mundi leggja á stað heim núna einhvern daginn. Nú heyri ég að duft vinkonu minn- ar sé komið heim í æskubygð hennar meðal kærra fjalla þar sem hugur hennar jafnan hjó, eins þó hún væri fjarri. Hún hét fullu nafni Þórunn Ástríð- ur og kaus á fullorðinsárum að vera ávörpuð með Þórunnar-nafninu. Hún var fædd 25. mars 1895 og lifði barn- æsku sína á einstöku menníngarheim- ili í Gröf, síðar Grafarholti, hjá for- eldrum sínum Birni hreppstjóra Bjarnarsyni og Kristrúnu Eyjólfs- dóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði. í Grafarholti var mikill og mennilegur systkinahópur og hefur margt af þessu ættfólki verið forgángsfólk og ekki alténd þrætt troðnar brautir; Steinunn föðursystir Þórunnar gerð- ist jósefsnunna í Frakklandi, systir María Hilda. Þórunn nam í Kvennaskólanum í Reykjavík og iðkaði tónlist sér til skemtunar í æsku, en vann fyrir sér sem miðstöðvarstúlka við bæarsím- ann í höfuðstaðnum uns hún fór hurt úr landi. Hún var mikið eftirlæti síns fólks enda í almælum haft í Kjalar- nesþingi að hún bæri af úngum stúlk- um að fríðleik með tígulegu yfir- bragði og látprúðri framkomu. Þór- unn var meðalkona á vöxt, björt yfir- litum, svipmikil til augnanna, jarp- hærð, kvenna hárprúðust. f hrosi hennar vakti einstæð kátertni með stórum töfrum og lýsti alt umhverfis. Þessu æskubrosi hélt hún þó aldur færðist yfir. Samt var hún umfram alt sú systir sem virtist hafa verið til kjörin af æðri forsjón að geyma fjár- sjóðs í huldum stað. Þetta var þeim einkanlega ljóst sem áttu trúnað hennar og ugglaust aungvum hetur en þeim sem stóðu henni næstir. Hún var sú sem geymdi íslands fyrir Jón Helgason í erlendri stórborg um öll þessi ár. Það liggur í hlutarins eðli að sá 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.