Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 5
Hallur Símonarson: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEIKARAR Sueinn Ólafsson Maðurinn, sem ég- ætla að kynna fyrir ykkur núna, á einna mestan þátt í því að við Islendingar erum orðnir óháðir erlend- um hljóðfæraleikurum í dansmúsik okkar, því hann sannaði með afburða leik sínum, uð íslendingar geta lært að leika á hljóð- feri eins vel og útlendingar og breytti þar með því almenningsáliti, sem ríkti hér fyrir tíu til fimmtán árum. Sveinn Ólafsson er vestfirðingur að ætt, fæddur á Bíldudal 6. nóvember 1913. Hann komst, eins og flestir aðrir drengir, sem alast upp í sjávarþorpum, fljótt í kynni við sjóinn því hann byrjaði kornungur að fara til sjós á sumrin og var m. a. þrjú sumur á skútu. Sjórinn varð hans líf og yndi og hann var ekki hár í loftinu, þegar það var orðin „óhagganleg“ ákvörðun hans að verða sjómaður, og þá náttúrlega skip- stjóri. En aðstæðurnar breyttust þegar hann fluttist til Reykjavíkur 192G, og minn- ingin um sjóferðirnar smá fyrnist fyrir þeim áhrifum, sem hann varð fyrir þegar hann fékk áhuga fyrir tónlistinni og byrj- aði að læra að leika á hljóðfæri, enda kom þá fljótt í ljós hin mikla tónlistargáfa, er hann hafði hlotið í vöggugjöf. Hann eign- aðist fiðlu skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur, mesta kostagrip, er kostaði 19 krónur og fiðluboginn kr. 7,50. Fyrsti kennarinn hans var Þórarinn Guðmunds- son, hinn góðkunni fiðluleikari og hljóm- sveitarstjóri. En árið 1931, þegar Sveinn var 18 ára, innritaðist hann í tónlistaskól- ann og lauk þar námi í fiðluleik 1935, síð- ar gerðist hann svo kennari við skólann. Arið 1934 eignaðist Sveinn saxafón og byrjaði strax að læra á hann hjá Jack Quinet, sem var þá hljómsveitarstjóri á Hótel Borg. Árið 1933 byrjaði Sveinn að leika dans- músik opinberlega og þá fyrst á Hótel Birninum í Hafnarfirði, ásamt Árna Björnssyni (fiðla og píanó). Árið eftir ræðst hann til Aage Lorange í Iðnó, og- var með honum í tvö ár, en hljóðfæraskip- un hljómsveitarinnar var þessi: Aage píanó, Sveinn tenór-sax, Vilhjálmur Guð- jónsson altó-sax, Bjarni Guðjónsson banjó, og danskur maður að nafni Kragh á ti'omm- ur. 1936 byrjaði hann svo að leika á Hótel Borg, ásamt Bjarna Böðvarssyni (kontra- bassa) og fimm Englendingum, en hljóm- sveitarstjórinn hét Rosburry. Á eftirmið- dögum lék hann létta klassiska músik með fjórum Ungverjum, spiluðu þeir í ungversk- um þjóðbúningi, sem Sveinn kunni afar illa við sig í. Á árunum 1937 og 38 lék hann um átta mánaða skeið í hljómsveit Carls Billich að Hótel ísland, annar íslendingur lék í hljómsveitinni, Þorvaldur Steingríms- son, hinir voru Þjóðverjar. Um vorið 1938 brá Sveinn sér til Dan- merkur og verður síðar vikið að því. Þeg- ar hann kom aftur, fór hann að leika á Hótel Borg, og hefur hann leikið þar síðan. 1 Borgarhljómsveitinni 1939 voru eftirtald- ir menn. Hljómsveitarstjórinn Jack Quinet, Sveinn Ólafsson, Vilhjálmur Guðjónsson, (fazzUakt 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.