Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 4
Wlur S ímonaróon: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Öskar Cortes Óskar Cortes er fæddur í Reykja- vík 21. janúar 1918. Faðir hans var sænskur, en fluttist hingað til lands um þrítugt og gerðist íslenzkur ríkisborg- ari. Annars er Cortes nafnið spaanskt að uppruna. Eftir barnaskólanám hóf Ósk- ar nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (eins og svo margir íslenzkir hljóðfæra- leikarar) og var þar í tvo vetur. Þá eignaðist liann fiðlu og ákvað að verða hljóðfæraleikari. Byrjaði hann fyrst að læra hjá Karli Runólfssyni og stundaði nám hjá honum í einn vetur, en síðan hjá Þórarni Guðmundssyni í annan vet- ur. Þá hóf hann nám í Tónlistarskólan- um 1936 og stundaði það næstu árin, unz hann var útskrifaður 1940. Með skólanáminu vann hann ýrnsa vinnu, m. a. við hljóðfæraleik. Fyrsta atvinna hans sem hljóðfæraleikara var á Siglu- firði 1935 og lék hann þar á fiðlu í Bíó Café. Næsta sumar lék hann aftur á Siglufirði í Alþýðuhúsinu. Hafliði Jóns- son píanóleikari lék þar með honum. Var það skilyrði í samningnum, að Óskar léki einnig á eitthvert annað hljóðfæri, en f járhagur hans var nú ekki betri en það, að hann hafði ekki efni á að kaupa sér annað hljóðfæri, en Hafliði var eitthvað stöndugri og keypti hann gamlan saxafón-hólk, og á hann lék Óskar. Um kennslu á fóninn var ekki að ræða, en Óskar tók sjálfan sig í tíma, og tókst ágætlega. Með þessari hljóm- 4 jazzUaM sveit byrjaði ungur drengur að syngja, er síðar átti eftir að verða einn bezti gamanleikari íslendinga, nefnilega Al- freð Andrésson. Um haustið 1937 kom Óskar til Reykjavíkur og byrjaði að leika að Hótel ísland í hljómsveit Carl Billich, og lék Jósef Felzmann einnig i hljómsveitinni. Árið eftir lék hann að Hótel Borg í hljómsveit Páls Dáhlmans, en þá höfðu Sveinn Ólafsson og Vil- hjálmur Guðjónsson skroppið til Dan- merkur og léku Óskar og Þorvaldur Steingrímsson í þeirra stað. í þessari hljómsveit byrjaði Óskar að leika á klarinett, en það var skilyrði fyrir ráðn- ingunni. Þegar Páll hætti með hljóm- sveitina á Borginni, tók J. Quinet við og lék Óskar hjá honum, þar til Þórir Jóns- son kom heim frá námi í Danmörku og tók við hljómsveitinni. Árið 1939 fór Óskar til Siglufjarðar og lék þar um sumarið, en á þessum ár- ur var það mjög almennt að reykvískir hljóðfæraleikarar réðust út á land yfir sumartímann. Um haustið byrjaði hann í hljómsveit, er Fritz Weisshappel var með í Iðnó og lék Óskar þar næstu þrjú árin, og var Weisshappel með hljóm- sveitina I eitt ár, en hætti þá vegna ann- ríkis við Rikisútvarpið. Tók þá Einar Markússon við hljómsveitinni. í nokkra mánuði 1941 hætti Óskar alveg að spila og byrjaði að stunda „heiðarlega vinnu“, en þá bauðst honum staða í Útvarps-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.