Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 4
H a l l u r S í m o n ar s o n : ÍSLENZKIR H LJDÐFÆRALEI KARAR ) Guömundur Finnbjörnsson Eftir margra mánaða illviðri, rok og rign- ingar, þrumur og eldingar, birtir nú skyndi- lega til í lofti. — Sólin skín í heiði og það er eins og allt vakni af drunga vetrarins. — Eftir margra mánaða leti og ómennsku vöknum við líka af vetrardrunganum og veðrið drífur okkur til dáða. Við göngum vestur í bæ á Birkimel 6. Fórnarlambið í þetta skipti er Guðmundur Finnbjörnsson. Bað er hann, sem í þetta sinn verður yfir- heyrður um það, sem á dagana hefir drifið. Og svo áfram með smjörið: ★ Guðmundur er fæddur á ísafirði 1. nóv- ember 1923, sonur Finnbjörns Finnbjörns- sonar málarameistara þar. Það er dálítið skennntilegt að geta þess, að faðir Bubba — við köllum Guðmund alltaf Bubba og verður því haldið hér — já, faðir hans og föðurbróðir léku á dansskemmtunum fyrir þrjátíu árum síðan, svo að Bubba væri illa í ætt skotið, ef hann léki ekki á eitthvert hljóðfæri, — enda gerir hann það, leikur liæði á altó-saxafón og fiðlu. Lék auk þess á tenór-saxafón og trompet með Jóhannesi heitnum Þorsteinssyni á Akureyri sumarið 1945. í Lúðrasveitinni á ísafirði lék Bubbi 1. trompet. ★ Tólf ára gamall byrjaði hann að læra á fiðlu hjá Gunnari Hallgrímssyni, er kenndi á hijóðfæri á ísafirði. Fyrst í stað tók hann námið ekki alvarlcga og heilir mán- uðir liðu án þess að hann snerti hljóðfærið. En áhugi hans vaknaði fyrst verulega, þeg- ar hann stundaði nám í Gagnfræðaskólan- um á ísafirði og hann byrjaði að leika þar á skóladansæfingum. Er liann útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum, eftir þriggja vetra nám, fór hann til Reykjavíkur og scttist í Verzlunarskólann og hóf meðfram nám í Tónlistarskólanum í fiðluleik hjá Birni Ólafssyni. Á þessum árum lck hann tals- vert opinberlega og þá aðallega á skóla- dansæfingum. Nítján ára gamall útskrif- aðist Bubbi úr Verzlunarskólanum og fór hann þá vestur aftur og byrjaði að leika þar í hljómsveit, sem danskur maður, að nafni Herlufsen stjórnaði. En það er ekki nóg með, að Bubbi sé fær maður í hljóðfæraleik. Hann hefir lagt gjörva hönd á margt um æfina og auk þess sem liann er útskrifaður úr Verzlunarskól- anum, er hann bæði lærður málarameistari og meiraprófs bifreiðarstjóri, svo að varla þarf hann að kvíða að hann verði atvinnu- laus. En það verður ekki tekið fyrir hér í þessum fáu orðum, aðeins minnst á það, sem sönnun þess hvað í manninum býr. I fyrravctur lék Bubbi í Tjarnarcafc með Baldri Kristjánssyni og fór með honum til Akurcyrar í sumar sem leið. „Akureyri er skemmtilegur bær, sérstaklega á sumrin", segir Bubbi og við trúum því af hjartans sannfæringu. „En Reykjavík er skemmti- legri“. Það samþykkjum við auðvitað á augabragði, ekki sízt þar sem við vitum að Reykjavík hefur nú gefið Bubba stóran „sjens“, kannske þann stærsta, sem hann hefur fcngið á músíkferli sínum. Hann er 4 JlaiJ/aJíJ I

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.