Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 96

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 96
HELGI SKÚLI KJARTANSSON Vangaveltur um fullveldi íslands 1918 1 Stœrsta skrefið til sjálfstœðis? Við lærum í skólum um áfangana fimm á leið íslands til sjálfstæðis: endurreisn Alþingis 1845; stjórnarskrána (með löggjafarvaldi Alþingis) 1874; heimastjórnina (ásamt þingræði) 1904; fullveldið 1918; og loks lýðveldisstofnun 1944. Af þeim verður lokaáfanginn að sjálfsögðu minnis- stæðastur, stofnun alsjálfstæðs ríkis, og innlendur forseti í stað erlends kon- ungs er áþreifanlegt tákn umskiptanna. Á sama hátt eru umskiptin skýr við heimastjórnina, innlendur ráðherra í stað hins danska. Þá er tilkoma Alþing- is augljós merkisviðburður þótt vald þess væri lítið í fyrstu. Vald sem innlent löggjafarþing fékk það með stjórnarskránni, sem einmitt að því Ieyti markar minnisstæð tímamót, og svo jukust völd Alþingis með þingræðinu 1904 þótt það sé okkur e.t.v. ekki eins minnisstætt og vert væri. Eftir stendur fullveldið 1918 sem miklu erfiðara er að henda reiður á. Það tengist engri sérstakri af hinum æðstu stjórnarstofnunum: þjóðhöfðingja, þjóðþingi eða ríkisstjórn.' Og sjálft fullveldishugtakið er heldur loðið og lögfræðilegt; a.m.k. ber það einhvern varnaglakeim við hlið óskaorðsins sjálfstœðis.2 Þó má með miklum rétti kalla fullveldið 1918 stœrsta einstaka áfangann á leið íslands til sjálfstæðis. Þangað til var ísland hjálenda Danmerkur og naut þeirrar sjálfstjórnar einnar sem herraþjóðinni þóknaðist að unna því. En 1. desember 1918 varð ísland sérstakt ríki, að sönnu í vissum tengslum við Danmörku, en þau tengsl voru ákveðin með samkomulagi beggja aðila, og þau voru uppsegjanleg að ákveðnum fresti liðnum svo að brautin var rudd til fulls sjálfstæðis. Sjálfstæði í daglegri framkvæmd landstjórnarinnar hafði kannski aukist mest 1904, með þingræði og innlendu ráðherravaldi, en form- leg breyting á stöðu íslands varð ntiklu meiri 1918. Þá var ekki óstigið nema stutt skref til fulls sjálfstæðis, og var það gert 1944. Það er því aldeilis ekki að ástæðulausu að samningunum við Dani 1918 og Sambandslögunum er allríkur gaumur gefinn í sagnaritun og sögukennslu. Þá fer ekki hjá því að sagnaritarar leggi, beint eða óbeint, mat á orsakir at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.