Saga - 1992, Blaðsíða 374
372
RITFREGNIR
Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Hallgerð-
ur Gísladóttir: MANNGERÐIR HELLAR Á ÍSLANDI.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1991. 332 bls.
Ljósmyndir, uppdrættir, teikningar, heimildaskrá og skrá
um staðanöfn, manna- og vætta-.
Hversu margir núlifandi manna hafa ekki komið í einn eða fleiri sandsteins-
eða móbergshella á Suðurlandsundirlendi, velt vöngum yfir hvernig þeir
hafi myndast, til hvers þeir hafi verið notaðir og hversu lengi. í leiðinni hafa
menn reynt að ráða í fornlegar og nýlegar ristur í hellunum og margir hafa
tekið sig til og rist fangamark sitt í hellisvegg, ártal og jafnvel dagsetningu.
Hellarnir vekja margar spurningar enda hafa þeir ekki látið fræðimenn ó-
snortna; þeir Brynjúlfur frá Minnanúpi og Einar Benediktsson töldu að papar
hefðu hafst við í sunnlensku hellunum en Matthías Þórðarson var á önd-
verðum meiði við þá, kannaði marga hella rækilega og reyndi að kveða niður
hugmyndir um hellavist papanna. Þær hafa samt lifað góðu lífi. Krossar og
óræð tákn hafa haldið þeim hugmyndum vakandi að kristnar trúarathafnir
hafi farið fram í sumum hellanna.
Búandi fólki á Suðurlandi hafa hellarnir verið annað og meira en upp-
sprettur áleitinna spurninga um trúarathafnir á liðinni tíð, þeir hafa verið
mörgum fjarska hagkvæmir sem skjól fyrir búfénað og hey og geymslur mat-
væla. Hversu gamall er sá siður að nota hellana sem gripahús, hlöður og búr
og hversu algengt hefur þetta verið og hversu mikilvægt? Hér er spurt áleit-
inna hagsögulegra spurninga.
Fyrir síðustu jól kom út bók um hellana eftir þau Árna Hjartarson jarð-
fræðing, Guðmund J. Guðmundsson sagnfræðing og Hallgerði Gísladóttur
þjóðháttafræðing. í bókinni eru veitt svör við flestum þeim spurningum urn
hellana sem áhugasamir kunna að bera upp og ætti hún því að vera kærkom-
in og forvitnileg lesning mörgum. Einkum á þetta við um inngangskafla
bókarinnar, samantekt um hellana á blaðsíðum 11-59. Á blaðsíðum 63-309
eru síðan birtar „uppmælingar, almennar lýsingar og vangaveltur um 170
manngerða hella, hellaleifar og horfna hella á um 90 bæjum". Á blaðsíðum
63-114 eru gerð skil hellum í Árnessýslu en langdrýgstur hluti bókarinnar, á
síðum 117-269, er helgaður hellum í Rangárvallasýslu. Síðan er kafli um
Vestur-Skaftafellssýslu, á blaðsíðum 273-304, og loks kafli um hella á
Norðurlandi, á síðum 305-9. Manngerðir hellar eru því nánast eingöngu
sunnlenskt fyrirbrigði.
Mestu tíðindin sem þessi bók færir finnst mér vera þau hversu hagnýhr
sunnlensku hellarnir voru. Þeir voru fjós, fjárhús og hlöður, hesthús og
smíðahús og afbragðsgeymslur fyrir matvæli. Þeir voru betri en venjuleg hus
og stóðust Suðurlandsskjálftann 1896 (11, 22). En það sem kemur á óvart er
að það var ekkert sjaldgæft að þeir væru notaðir sem mannabústaðir (32-3,
sbr. td. 112, 259, 291). Hinir frægu Laugarvatnshellar voru engin undantekn-
ing að þessu leyti og Blefken hefur haft nokkuð til síns máls þegar hann seglf