Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nįttśrufręšingurinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nįttśrufręšingurinn

						Krókar og
KRÆÐUR
HÖRÐUR  KRISTINSSON
Hér birtist fyrsta greinin í greinaflokki
um íslenskar fléttur. Margir hafa óljósa
hugmynd um að fléttur séu sambýli
frumstœðra plantna en oftast fer lítið
fyrir þekkingu á einstökum tegundum.
Flestir þekkja hreindýramosa en fœrri
vita að hann erflétta en ekki mosi. Enn
fœrri hafa gert sér grein fyrir því að
fleiri en ein tegund af fléttum ganga
undir nafninu hreindýramosi.
ítið hefur verið ritað á íslensku
um fléttur fram að þessu. Undir-
ritaður hefur áður birt greinar
um íslenskar geitaskófir og
engjaskófir í tímaritinu Flóru (1963 og
1964) og um nytjar af fléttum í sama riti
árið 1968. í ársriti Útivistar birtist 1982
grein um íslenskar fléttur og nöfn þeirra
ásamt litmyndum af nokkrum tegundum.
Þá hefur verið stuttorð umfjöllun um ís-
lenskar fléttur í nokkrum kennslubókum,
svo sem Plöntunum eftir Stefán Stefáns-
son, Gróðrinum eftir Ingólf Davíðsson og
síðast en ekki síst í Lífrfkinu á landi eftir
Eddu Eiríksdóttur, Jenny Karlsdóttur,
Þóreyju Ketilsdóttur og Þorvald Örn Árna-
son.
Hörður Kristinsson (f. 1937) lauk dr.rer.nat.-prófi f
grasafræði frá háskólanum í Göttingen í V-Þýskalandi
1966. Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandarfkjun-
um 1967-1970, var sérfræðingur við Náttúrugripa-
safnið á Akureyri 1970-1977, prófessor í grasafræði
við Háskóla íslands 1977-1987 og forstöðumaður
Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, síðar Akureyrar-
seturs Náttúrufræðistofnunar íslands, frá 19X7.
Hér verður gerð tilraun til að bæta
ofurlítið úr þessu og fræða almenning
betur um þessar sérkennilegu lífverur með
nokkrum greinum í Náttúrufræðingnum.
Hugmyndin er að fylgja hverri grein úr
hlaði með einhverjum almennum fróðleik
um fléttur og kynna síðan nokkrar ís-
lenskar tegundir með litmyndum.
¦ hvað eru fléttur?
Fléttur eru ekki ein sérstök plöntufylking
heldur sambýlisverur sem eru settar saman
af plöntum úr tveim eða þrem ólíkum
fylkingum. Það er að jafnaði einn sveppur,
sem fléttar vef úr sveppþráðum utan um
allt sambýlið og heldur því saman, en hinn
aðilinn er oftast grænþörungur en í mörg-
um tilvikum bláþörungur. Margir kjósa í
seinni tíð að tala um blágerla fremur en
bláþörunga, vegna þess að þeir tilheyra
sömu fylkingu og gerlar en eru óskyldir
þörungum. I allmörgum tilvikum er um
þríbýli að ræða í fléttunum, þar sem bæði
grænþörungar og bláþörungar taka þátt í
sambýlinu auk sveppsins.
Líklega er nafnið fléttur í þessari merk-
ingu ekki mjög gamalt í íslensku. Þó notar
Helgi Jónsson grasafræðingur það í bók
sinni um byggingu og líf plantna árið
1907. í eldra máli og í almennum ritum
hafa fléttur að jafnaði verið kallaðar
„mosi" á íslensku. Orðið mosi var jöfnum
höndum notað yfir mosa og fléttur, og
virðist sem menn hafi ekki gert greinar-
Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 3-14, 1996.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48